Fréttabréf - 01.08.1989, Side 9

Fréttabréf - 01.08.1989, Side 9
7. október sl. Tók undirrituð að sér að það hlutverk, hvött af stöllum sínum innan samtakanna - hún væri nú ein af fáum konum í Kvennalistanum sem legði stund á viðskipti og ætti því heima í þessum félagsskap!! Þessar erlendu konur voru töluvert “kvennalistalegar” - Þið vitið að það þarf að hafa þetta sérstaka loftnet fyrir kvennatíðnina, þennan skilning að þegar konur tala saman í hópi þá er það öðruvísi, til þess að stofna kvennaklúbb í viðskiptum, í stað þess að ganga í karlaklúbba sem em jú “opnir konum”. Ræðan mín fjallaði um tilvist Kvennalistans á Alþingi íslendinga og afstöðu hans til umhverfismála. Ekki þurfti ég að kvarta yfir undirtektunum. Konumar voru einna hrifhastar af því hvað við lögðum beina áherslu á kvenlegar forsendur (sem ég skýrði nokkuð ýtarlega) og kraftinn í okkur að endast í daglegu amstri þess karlaheims sem stjómmálin eru með kvennaforsendumar að leiðarljósi. Seinna sama dag og mín ræða var á dagskrá hafði ég móttöku sjálf þar sem mættu 30 konur (af þeim 120 konum sem vom á ráðstefnunni) og héldu áfram að ræða málin. Á ráðstefnu C200 fluttu einnig erindi og ávörp fulltúi SÞ, umhverfismála- ráðherrann í Kanada og fleiri ráðherrar svo og borgarstjóri Montreal en síðast en ekki síst C200 konumar sjálfar sem vom með athyglisvert efni af ýmsu tagi bæði til fróðleiks og skemmtunar. Þegar þessari ráðstefnu var lokið var ég eiginlega bara hálfnuð með erindi mitt til Kanada. Concordiaháskólinn er einn af 4 háskólum í Montreal. Þar er sérstök kvennafræða og menntadeild kennd við Simone de Beauvoir. Þar skildi ég verða að einhverju liði í þágu kvenna. Það er siður í þessari deild að fá fyrirlesara sem reka á fjömr til að hafa fræðslufúnd í hádeginu auk þess að flytja fyrirlestra. Konur sem vinna í nágrenni skólans sækja þessa fyrirlestra í síauknum mæli í hádegishléi sínu og svo koma auðvitað námsmeyjar skólans og fleiri konur. Þama var ég með tveggja tíma efni, en um kvöldið var svo brostið á með ræðuna góðu í annað sinn en nú í sal sjálfs skólans. Margar konur komu á báða staðina og undirtektir vom frábærar. Eg vil geta þess hér að upplýsingar um þennan skóla, ekki síst kvennadeildina em til á skrifstofu Kvennalistans ásamt fleiri gögnum úr ferðinni. Umræður og fyrirspumir eftir kvöldræðuna vom næstum allar um það sama, aukin hemaðammsvif í Kanada. Um það getið þið lesið í fréttabréfinu síðar. Eftir þessa vinnu mína í Kanada lagði ég land undir fót og ferðaðist suður Bandaríkin alla leið til Bahamas á alþjóðaráðstefnu IFBPW (Intemational Federation of Business and Professional Women) en slíkur klúbbur hefur starfað í Reykjavík í 10 ár. Þar vom fyrir tvær aðrar BPW konur Helga Thorberg leikkona og Þórdís Guðmundsdóttir endurskoðandi og skyldum við stöllur kynna okkur starfsemi alþjóðlega kvennabankans sem var kynnt á ráðstefnunni. Hér með skora ég á BPW forsetann og Kvennalistakonuna Helgu Thorberg að fylgja þessu máli eftir og ekki trúi ég öðru en þar sem ég set punktinn núna taki hún upp penna til að konur um allt land geti lesið um þetta stórmerkilega fyrirbæri í fréttabréfinu. Hér hef ég stiklað á stóm um ferð mína til Kanada og það sem henni fylgdi og hef ég þessar línur ekki fleiri, en býð þeim konum sem langar til að vita meira að hafa samband við mig. Guðný Guðmundsdóttir 9

x

Fréttabréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.