Fréttabréf - 01.08.1989, Qupperneq 15

Fréttabréf - 01.08.1989, Qupperneq 15
var starfræktur kvennaskóli í Kvennalistahúsinu í Borgamesi. Fyrst kom Kristín Ástgeirsdóttir og fræddi okkur um sögu kvenna frá örófi alda. Það er sko ekkert smávegis sem kvenþjóðin hefur þurft að afbera í árþúsundir. Kristín hreif okkur með sér í gegnum aldimar, fyrst mæðraveldið, síðan nomabrennumar og loks uppreisn kvenna og allt það sem henni fylgdi o.s.frv. o.s.frv. Þetta var bæði spennandi og fróðlegt. Eg var alveg búin að gleyma því hvað það er gaman að vera í skóla. Þennan dag mættu 15 konur. Seinni daginn var það Helga Siguijónsdóttir, sem var kennslukonan. Ekki var hún síðri en Kristín. Helga sagði okkur frá baráttunni síðustu ára- tugina og opnaði augu okkar fyrirýmsu sem áður var á huldu. Því miður voru ekki nema 9 konur þennan dag, en foreldrafundur á Varmalandi og námskeið hamlaði konum sem annars hefðu mætt. Ég er strax farin að hlakka til 13.janúar nk. þá verður Sigríður Dúna kennslukonan. Vonandi komist þið sem flestar héðan úr Vestur- landsanga. Þið hafið þegar misst af miklu. Sumar ykkar hafa heldur ekki prófað nýju stólana okkar sem hún Inger af sinni alkunnu hagsýni fékk á góðum kjömm í haust. Okkar bestu jóla- og nýársóskir til kvenna í öllum öngum. Svava Gefið börnunum ekki ofbeldis- leikföng Á félagsfundi Reykjanesanga 5.desember sl. var m.a. rætt um aukið ofbeldi í samfélagi okkar sem og hið stöðuga ofbeldi sem bömin okkar sjá í fjölmiðlum. í framhaldi af þeirri umræðu var samþykkt ályktun um að skora á aðstandendur bama að gefa ekki ofbeldisleikföng í jólagjöf. Til áskrifenda - latið vita um breytt heimilisföng Því miður er alltof algengt að við fáum endursendan töluverðan fjölda af fréttabréfum vegna þess að viðtakandi er fluttur og ekki vitað hvert. Við reynum að grafast fyrir um það hvert konumar okkar hafa flust, en því miður gengur það ekki alltaf upp. Konur eru t.d. ekki skráðar í símaskrá og það torveldar okkur leitina. Því viljum við biðja áskrifendur sem þetta lesa að láta okkur endilega vita um ný og breytt heimilisföng, annars fáið þið ekki bréflð ykkar. Þið getið hringt í s. 91-13725, Laugaveg 17 eða í s.91-11560 Alþingi. Starfskonur 15

x

Fréttabréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.