Fréttabréf - 01.08.1989, Síða 5
Hanna Maja í heimsókn
hjá Reykjanesanga
Við Reykjaneskonur ákváðum að
gera okkur dagamun á seinasta fundi
okkar fyrir jól. Við fengum okkar
“blöndu” og smákökur ða lokinni
þingmálaumræðu og hlustuðum an-
daktugar á Hönnu Maju (Maríu Jóhönnu
Lárusdóttur) segja frá spennandi
bókum, sem hún hefur veið að lesa að
undanfömu. Við ætluðum að freista þess
að heyra hana segja frá bókum kvenna
þriggja kynslóða, þar sem þær skoða
sögu sína og fortíð í nýju og óvæntu
ljósi.
Auðvitað tókst okkur ekki að komast
yfir allt sem við vildum en heyrðum
hana segja frá “Leyndum ástum í
Njálu”, eftir Rósu B. Blöndals og Gösta
Berlings Saga eftir Selmu Lagerlöv.
“Hún hefði aldrei fengið
Nóbelsverðlaunin ef þeir hefðu vitað
um hvað hún var í raun og veru að
skrifa” segir Hanna Maja og sennilega
er það rétt hjá henni.
Nú vaka Reykjaneskonur langar
nætur og lesa, auk þessara tveggja bóka
benti Hanna Maja okkur á Kassöndru
eftir Christu Wolf. Fundurinn var vel
heppnaður og ágætlega sóttur. Næsti
félagsfundur angans verður
þriðjudaginn lO.janúar á Austurgötu 47,
Hafnarfirði.
Framkvæmdanefnd
Mætum í blysför á Þorláksmessu
Það er komin hefð á það hjá mörgum
að taka þátt í blysför friðarhreyfinganna
á Þorláksmessu. Nú sem fyrr verður
farin blysför niður Laugaveginn á
Þorláksmessu, lagt verður af stað frá
Hlemmi kl. 18.00. Á Lækjartorgi verður
kórsöngur og upplestur.
Kvennalistakonur, látið ykkurekki
vanta í blysför friðarhreyfinganna. Jólin
eru hátíð friðar og ljóss, gefum okkur
tíma í jólaamstrinu og leggjum okkar af
mörkum í baráttunni fyrir friðsamlegri
heimi.
—
Skrifstofa Kvennalistans veröur lokuð
milli jóla og nýárs. Viö opnum aftur
2.janúar 1990.
s