Fréttabréf - 01.08.1989, Síða 13

Fréttabréf - 01.08.1989, Síða 13
Áskorun til heilbrigðisráðherra og læknanna ellefu Ekki láta konur deigan síga þrátt fyrir mótbyr í borgarstjóm Reykjavíkur. Hópurinn sem undirbjó fundinn á Borginni hittist á laugardag 9.12. til að ákveða hvað gera skuli í stöðunni. Nú er búið að semja heljarmikla greinargerð til heilbrigðisráðherra, þar sem við færum rök fyrir andstöðu okkar við meirihluta borgarstjómar, ásamt með áskorun og undirskriftalistum, þar sem skorað er á ráðherra að veita læknunum ellefu ekki starfsleyfi í húsnæði Fæðingarheimilisins. Það má bæta því við að bæði landlæknir og borgarlæknir hafa gefið í skyn að þeir munu mæla gegn leyfisveitingu við ráðherra. Við sem að þessari aðgerð stöndum erum mátulega bjartsýnar og afskaplega spenntar. Það skyldi þó aldrei fara svo að konur næðu sínu fram svona einu sinni. Áskorun til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Til að mæta brýnni þörf um aukna þjónustu við fæðandi konur í Reykjavík skorum við undirrituð á heilbrigðis- og trygginamálaráðherra að veita ekki starfsleyfi til fyrirhugaðrar starfsemi 11 lækna íhúsnæði Fæðingarheimilisins við Þorfmnsgötu. Stofnun Fæðingarheimilis Reykjavíkur var svar við kalli tímas um aukna og bætta þjónustu við fæðandi konur eða öllu heldur verðandi foreldra. Aukin starfsemi Fæðingarheimilisins er svar við kalli tímans nú. Einfaldasta lausnin til þess að tryggja góða fæðingarþjónustu í borginni er að taka aftur í noktun aðra hæð Fæðingarheimilisins fyrir sængurkonur. Það er grundvöllur þess að bæði Fæðingarheimilið og Fæðingardeild Landspítalans geti sinnt sínum hlutverkum. Áskorun til læknahóps sem hyggst nýta húsnæði Fæðingarheimilis Reykjavíkur Við undirrituð látum í ljós þá ein- dregnu ósk að þið hættið við áform um að taka á leigu húsnæði Fæðingarheimilis Reykjavíkur að Þorfmnsgötu. Brýn þörf er á aukinni þjónustu við fæðandi konur í Reykjavík. Því veldur mikil fjölgun fæðinga og þ.a.l. gífurlcgt álag á Fæðingardeild Landspítalans. Einfaldasta lausnin til þess að tryggja góða fæðingarþjónstu í borginni er að taka aftur í notkun aðra hæð Fæðingarheimilisins fyrir sængurkonur. Það er grundvöllur þess að bæði Fæðingarheimilið og Fæðingardeild Landspítalans geti sinnt sínum hlutverkum. Stofnun Fæðingarheimilis Reykjavíkur var svar við kalli tímans um aukna og bætta þjónustu við fæðandi konur eða öllu heldur verðandi foreldra. Aukin starfsemi Fæðingarheimilisins er svar við kalli tímans nú. Við skomm á ykkur að koma ekki í veg fyrir það. Ingibjörg Hafstaö n

x

Fréttabréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.