Fréttabréf - 01.05.1992, Blaðsíða 5

Fréttabréf - 01.05.1992, Blaðsíða 5
baráttu gegn hinum altæka alheimsóvini, karlinum.", „..konur fóru að endurskilgreina söguna meö feðraveldi og aðrar skrítn- ar hugmyndir í farteskinu..." , „...þetta héma marxíska kjaftæði, sem er þama komið upp í dularbúningi..." og „...það er svona ákveöin ofvitasósíalismi, sem í þessu felst." Og í framhaldi af þessu kemur gullvæg vangavelta: „Ja, í mínum huga þá skiptir afskaplega miklu máli, að karlmenn þeir hugsi um þessi mál og geri það út frá svona almennu sjónarmiði. Það má t.d. benda á það, að í skýrslum og svona viöhorfum, sem komið hafa fram undanfarið, þá er talað um það, að konan hún sé svona fulltrúi, héma, umhyggjunnar og samúðarinnar og allt það góða, en það má líka líta á þetta alveg ööruvísi. Það má líta á þetta, þetta umhyggjuhlutverk konunnar sem hreinan slettirekuskap, óþarfa eftirlit, sem sé eitthvert svona tengdamóðursyndróm eða eitthvað slíkt." Svo minnist hagfræðingurinn á þá staðreynd, að skólar landsins séu fyrst og fremst mannaðir konum, en þegar Bylgju- spyrill ýjar að því, að hugsanlega sé þá verið að ala drengina upp í pempíuskap, þá svarar Guömundur: „riei, það held ég nú ekki. Ég held aö böm séu það heilbrigð aö þau bregðist nú alltaf nokkuö rétt við allri óáran, sem yflr þau dynur." Rúmsins vegna er ekki hægt aö rekja lið fyrir lið alla þá djúpt hugsuöu speki, sem árrisulir hlustendur Byigjunnar fengu þama til umhugsunar, um illa meðferð þjóðfélagsins á fráskild- um körlum, um ofbeldi karla sem afleiöingu af líkamlegum styrk þeirra, hvemig þeir beita þessum styrk sínum samkvæmt hlutarins eðli gagnvart þeim sem em minni máttar o.s.frv. En að lokum lýsir hagfræöingurinn því yfir, aö hann hafi nú ekki miklar áhyggjur af þessum konum, sem eiga sök á allri þessari óáran, því að „...náttúrulega konur, sem þannig eru, vekja ekki minn áhuga og ég tek ekki eftir þeim, því að, héma, svo líka held ég aö það kippi nú í kynið, þegar á reynir, þá sé nákvæmlega sama, hvaða þvælu menn hafa uppi í sér. Þær eru konur, og menn em karlar, og maður sér það gjaman, ég sé það gjaman hjá ýmsum vinkonum mínum, miklum jafnréttis- konum, sem ég þekki, að þær em hvað heitastar í jafnréttis- málunum, þegar þær hafa lent í ástarsorg, en svo þegar þær hafa kynnst nýjum draumaprinsi, aö þá er nú svona slakað á jafnréttiskröfunni þannig að ég held nú að þetta sé nú að sumu leyti skvaldur, sem konur venja sig á." Ja, ég segi nú bara fyrir mig, að mikið gagn gera svona menn eins og Guömundur Ólafsson hagfræðingur.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.