Fréttabréf - 01.10.1992, Side 2

Fréttabréf - 01.10.1992, Side 2
sjávarútvegsmálastefnu Kvennalistans ásamt fleiri vel syndum konum. - Ríkisfjármái og sparnaður. Anna Jóna Quðmundsdóttir hefur tekið að sér að haida utan um vinnu í þessum umfangsmikla málaflokki. Úthalds- og úrræðagóðar konur eru hvattar til að hringja í Önnu Jónu í síma 17045. Steinunn V. Óskarsdóttir leiðir undirhóp um menntamál en eins og konur vita hafa menntamál verið beintengd ríkisfjár- málum undanfarin misseri. Heimasími Steinunnar er 32823 og vinnusími 27430. - ísland og umheimurinn. Starfskona á Laugavegi, Þórunn Sveinbjarnardóttir, ber ábyrgð á skilum frá þessum hópi. Benda má á að hópurinn mun fjalla um bæði EES og umhverfismál, sem eru nú einu sinni aiþjóðamál. Vinnusími Þórunnar er að sjálfsögðu 13725 og heimasími 616033. - Sameining sveitarfélaga og þriðja stjórnsýslustigið. Ásgerður Pálsdóttir (hs. 95-24341) situr í nefnd um sameiningu sveitarfélaga fyrir hönd Kvennalistans. Hún kynnti störf nefndarinnar á Kvennalistafundi á Sauðárkróki nýverið. Jóna Valgerður Krisljánsdóttir, þingkona, er tengiliður í þessu máli fram aö landsfundi en vinnusími hennar er 624099. Tillögur um breytta skipan málefnavinnu Kvennalistans voru lagðar fram á vorþinginu á Seyðisfirði. Hú er ætlunin að leggja þær fram í endanlegur formi á landsfundi og mun Þórunn starfskona á Laugavegi leiða þá vinnu. Nú kann einhver að segja að lítið fari fyrir mjúkum málum eða skemmtilegheitum í þemum landsfundar. Svo þarf ekki að vera en fundarefni landsfundar mótast óneitanlega af þjóöfélagsástandinu og ekki vanþörf á að konur ræði það ítarlega. Hitt er svo annað mál að allar ábendingar um kven- legt andans fóður og skemmtiefni hvers konar eru ve) þegnar. Á samráðsfundi 12. sept. sl. var samþykkt að haga undirbúningi landsfundar á ofangreindan hátt. Konur í þema- hópum þurfa að skila hugmyndum og drögum að ályktun eigi

x

Fréttabréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.