Fréttabréf - 01.10.1992, Side 6

Fréttabréf - 01.10.1992, Side 6
riorðvesturlandið tekið með áhlaupi Eflir langa og stranga þingfundi allt frá miöjum ágúst til 18. september, þar sem umræðan snerist að langmestu leyti um EES-samninginn og frumvörp tengd honum, var gert tveggja vikna hlé á þingfundum. Þingkonur Kvennalistans si^'a aldrei auöum höndum, þótt hlé verði á ræðuhöldum, og var bjölluglamur þingforseta tæpast hljóðnað, þegar þær skelltu á skeið norður í Húnaþing og Skagafjörð til fundar við Kvennalistakonur og annað gott fólk þar. í fylgd með þing- flokknum var Þórunn starfskona, og fór heila hersingin á þrem drossíum norður heiöar. Mánudagskvöldið 21. september héldu þingkonur fund með Kvennalistakonum í Horöurlandi vestra. Ásgerður Pálsdóttir gerði þar grein fyrir starfi nefndar um sameiningu sveitarfélaga, sem hún situr í fyrir okkar hönd. Mikill áhugi er á þessum málum, og sýnist sitt hverjum, en ákveðið var, að konur í Norðurlandi vestra færu yfir tillögur nefndarinnar og gerðu drög að ályktun fyrir landsfundinn. Morguninn eftir skildu leiðir. Kristínamar Ástgeirs og Einars fóru til Hofsóss og Siglufjarðar, Jóna Vaigerður og Þórunn fóru um Sauðárkrók og Skagaströnd, og Anna og Ingibjörg Sólrún heimsóttu Blönduós og Hvammstanga. Kristín Einars segir frá: HOFSÓS. Fórum á skrifstofu hreppsins og hittum Jón Quömundsson sveitarsijóra og konu hans, Þóru Kristjánsdótt- ur. íbúar í sveitarfélaginu 411, af þeim 250 í þorpinu. Sveitar- 6

x

Fréttabréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.