Fréttabréf - 01.11.1992, Blaðsíða 4

Fréttabréf - 01.11.1992, Blaðsíða 4
12. Á tímum vaxandi atvinnuleysis er áríðandi að efla frumkvæöi og efnahagslegt sjálfstæöi kvenna varöandi eigin atvinnusköpun. Nauösynlegt er aö stjómvöld styöji stofnun lánatryggingarsjóðs kvenna sem veitir þeim aðgang aö ráðgjöf og fjármagni. Um sjávarútvegsmál Auðlindir hafsins em sameign allrar þjóðarinnar. Kvennalistinn hefur bent á aö endurskoða veröi fisk- veiðistefnu þjóöarinnar og lagt til byggöakvóta, óbundinn skip- um. Þessa stefnu þarf að þróa í ljósi breyttra aðstæöna, þ.e.: 1. Minnkandi afla. 2. Tilfærslu kvóta milli landshluta. 3. Hugmynda um aukna samvinnu og sameiningu sveitar- félaga. 4. Tilkomu fiskmarkaöa. 5. Öflugri veiðarfæra og breytinga á vinnslu, t.d. frystitogaravæöingar. Þá þarf að ræða ýms álitamál, svo sem hvort hér gæti hentað tvískipt stjómkerfí fiskveiða að japanskri fyrirmynd, þar sem veiöiréttindi gilda í innfjörðum og viö strendur, en veiöi- leyfum utan landgmnns er úthlutaö á ákveðinn Qölda togveiöi- skipa. Einnig þarf að ræöa, hvort viö getum hugsaö okkur ein- hvers konar sóknarmark. Við viljum auknar rannsóknir, öflugan stuðning við til- raunaveiðar og nýsköpun í veiðum og vinnslu. Aöeins meö þeim hætti er hægt að tryggja að vemdun fiskimiðanna og uppbygging fiskistofnanna verði með skynsamlegum hætti. Lífríki sjávar þarf aö rannsaka sem heild. Beina þarf skipum í veiðar á vannýttum stofnum með stuðningi við tilraunaveiöar. Einnig þarf að gera átak í markaðsmálum, ekki síst með tilliti til nýrra tegunda og fjölbreyttari vinnslu sjávarfangs. Markmiöiö meö því aö færa kvótann í hendur byggöar- laganna frá eigendum skipanna er að aflinn verði í reynd sam- eign þjóðarinnar og undir forræöi hennar. íbúar einstakra byggða em í betri aðstöðu til að veita sveitarstjómum aöhald við útdeilingu kvóta en ríkisvaldinu. Jafnframt væri sveitar- stjómum gert kleift að tryggja atvinnu í einstökum byggöar- lögum með því að útdeila kvóta með ákveðnum skilyrðum. Við minnum á að fiskvinnslufyrirtæki em helstu vinnustaðir kvenna 4

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.