Fréttabréf - 01.11.1992, Blaðsíða 13

Fréttabréf - 01.11.1992, Blaðsíða 13
smáaura tll styrktar góöum málefnum, en alltaf berst töluvert af slíkum beiönum til Kvennalistans. Pó létum viö það eftir okkur aö gefa í söfnun Bamaheilla vegna vegalausra bama, í söfnun Kvennaathvarfsins og í söfnunina Brauö handa hungruöum heimi. VERU-konur létu ekki sitt eftir liggja í aðhaldi og spam- aöi og hafa lagt hart aö sér til aö bæta stöðu blaösins. Þar hefur tekist aö minnka kostnaö jafnhliöa og áskrifendum hefur fjölgað mikið, og nú er svo komíð, að tekjur VERU standa að mestu leyti undir kostnaöi. Vonandi veröa ekki breytingar á lögum um virðisaukaskatt til þess að eyðileggja þann góða árangur. Þannig má segja, aö stefna hinnar hagsýnu húsmóöur hafi ráðið ferðinni og skilaö góðum árangri þetta síðastliðna starfsár. Því er svo ekki að leyna, aö sumum þykir þessi stefna e.t.v. hafa sett starfseminni of mikiar skoröur og átt sinn þátt í, að Kvennalistinn hafi ekki verið nógu sýnilegur. Starfskonur í einu og hálfu stöðugildi komast ekki yfir meira en það allra nauösynlegasta og jafnvel ekki einu sinni það. Framkvæmda- ráð tók því þá ákvörðun aö bæta aftur við hálfu stöðugildi, eins og alltaf var ætlunin, þegar fjárhagurinn heföi vænkast. Svo sem nærri má geta var lítið um fjárfestingar. Pó varð ekki hjá því komist að kaupa nýjan tölvuprentara, sem Kvennalistinn og VERA samnýta. Qripurinn var keyptur nú í haust og kostaöi kr. 39.000. Drífa dreif í því að koma betra skipulagi á skjöl og önnur gögn Kvennalistans. Vomm viö svo stálheppnar að fá gefins skjalaskáp einn mikinn og þurftum aðeins að kaupa innvolsið. Er nú stórum léttara að rata á réttu gögnin, þegar á þarf að halda. Lengi hefur staðiö til að endumýja söluvarning Kvenna- listans, sem nánast hvarf á vestnorræna kvennaþinginu í ágúst sl. Er þaö mál nú komið á fullan skrið og þess vænst, að enn sem fyrr geti konur fundiö sitthvað eigulegt í söluskápnum okkar til gjafa eða handa sjálfum sér. Oft var rætt um einhvers konar kvennaskólastarfsemi á fundum framkvæmdaráös sl. vetur og starfshópur settur í mál- ið, en það komst aldrei af undirbúningsstigi þrátt fyrir miklar umræður og töluverðan áhuga. Síðastliðinn vetur bauðst Kvennalistanum að annast vikulegan tveggja stunda morgunþátt á Aðalstöðinni tll skiptis við gömlu flokkana. Boðið var þegiö, og urðu nú margar reynsl-

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.