Fréttabréf - 01.11.1992, Blaðsíða 9

Fréttabréf - 01.11.1992, Blaðsíða 9
(bankastýru). Ábyrgðarkonan er fulltrúi bankans í fram- kvæmdaráöi og jafnframt talskona bankans og samtakanna sem heildar út á við um viökomandi málefni. * Ein kona úr hverjum banto situr í aðgerðaráði. * Konur, sem sitja í nefndum og ráöum á vegum Kvenna- listans, sem eru að fjalla um málefni viðkomandi banka, taka þátt í bankastarfi. Nánar um tengsl: * Þankabankar starfa í nánum tengslum við þingkonur og fulltrúa Kvennalistans í sveitarstjómum, nefndum og ráðum, sem vísa málum til umfjöllunar og ráðgjafar inn í bankana. * Starfsemi og niðurstöður banka byggja á þekkingu kvennanna, sem i honum taka þátt, en einnig sérþekkingu annarra Kvennalistakvenna, sem og kvenna og karla utan sam- takanna. Þama viljum við koma höndum yfir sérfræðiþekkingu, sem nauðsynleg er ábyrgri stjómmálaþátttöku í framtíðinni. Til þess aö svo megi verða þarf að koma á fót öflugri tengiliöa- skrá, sem hægt sé að leita í til aö afla upplýsinga og gagna. Til nánarl skýringar og umhugsunar: Við teljum, að með þessari endurlífgun og þróun bak- hópakerfisins verði uppiýsingaöflun og mótun eða endur- skoðun stefnu mun öflugri. Þankabankamir geta tekið að sér aö skoöa stefnumál okkar niður í kjölinn og útfæra þau ítar- lega, þannig að við séum enn betur undir það búnar að leggja fram raunhæfa og ábyrga kosti Kvennalistans í hinum ýmsu pólitísku málum. Að auki er hér kominn breiðari vettvangur fyrir opinská skoðanaskipti og lausn ágreiningsefna, sem ekki er vanþörf á, eins og nýleg dæmi sýna. Þátttaka og áhugi kvenna er hins vegar, eins og við höfum áður bent á, algjör forsenda þess að skipulagið virki. FRAMKVÆMDARÁÐ: í því sitja einn fulltrúi frá hverjum anga, starfskonur listans, fulltrúar þingflokks og hugmyndabanka. Ráðið hittist sjaldnar en nú er, eöa á sex vikna fresti. (Mugsanlegt er aö halda .símafundi" tii að halda kostnaði í skefjum). Hlutverk: * Framkvæmdaráð fer með ákvarðanatöku milli landsfunda, en starfssvið þess verður víðara og pólitískara en nú er. Ráðið á að vera stefnumarkandi í pólitískri umræöu, taka á þeim pólitísku spumingum, sem upp koma á hverjum tíma og vera farvegur fyrir pólitíska nýsköpun. * Framkvæmdaráð sér til þess, að hugmyndafræðileg

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.