Morgunblaðið - 15.10.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.10.2015, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 5. O K T Ó B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  242. tölublað  103. árgangur  SÝNDAR- VERULEIKI ER RAUNVERULEIKI HJARTAÐ SETT Á BORÐIÐ FRAKKINN VILL FISKINN YFIR KÆLIBORÐIÐ KK SEGIR SÖGU GÍTARA SINNA 30 VIÐSKIPTAMOGGINNALDIN DYNAMICS 10 Tölvuþrjótar Taka gögn í gíslingu. Dæmi eru um að brotist sé inn í tölvur fólks hér á landi og gögn þeirra hlekkjuð á stað þar sem eng- in leið er að nálgast þau. Tölvu- þrjótarnir krefja svo eiganda tölv- unnar um lausnargjald og sé það greitt verði gögnin gerð aðgengi- leg á ný. „Einungis um þriðjungur þeirra sem greiða gjaldið fær aðgang að gögnunum aftur,“ segir Friðrik Skúlason tölvufræðingur sem tekur fram að þessar árásir séu ekki al- gengar á Íslandi. „Við erum ekki nógu góður markhópur því við er- um svo fá. Svarar ekki kostnaði að eltast við okkur,“ bætir hann við. Ómögulegt sé að verja sig fylli- lega fyrir árásum af þessu tagi en mikilvægt sé þó að hafa öryggis- búnað í tölvunni Gæta verði einnig að því að smella ekki á grunsam- lega hluti eða opna undarlegan tölvupóst. Í öllu falli eigi fólk alltaf að eiga til afrit af þeim gögnum sem það vill ekki missa. laufey@mbl.is » 6 Íslendingar ekki góður markhópur Skert þjónusta » Kennsla skerðist í Háskóla Íslands og framhaldsskólum. » Vínbúðir verða lokaðar en opið verður á laugardag. » Lágmarksafgreiðsla verður á heilsugæslustöðvum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verkföll félagsmanna SFR og Sjúkraliðafélags Íslands sem hófust í nótt hafa áhrif á þjónustu tæplega 160 ríkisstofnana. Mikil áhrif verða á starfsemi Landspítalans. Verkfall sjúkraliða hefur mest áhrif á Landspítala og fleiri heilbrigð- isstofnunum. Verkfall SFR verður til þess að ekki er hægt að hafa fjöl- margar stofnanir opnar almenningi þar sem það nær til starfsfólks við af- greiðslu, símavörslu og húsvörslu. Af- greiðslur sýsluskrifstofa verða lokað- ar sem og Tryggingastofnunar, Sjúkratrygginga og Samgöngustofu, svo dæmi séu tekin. Tafir geta orðið á skoðun vegabréfa í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar vegna flugs til Bandaríkj- anna og Bretlands. Icelandair hefur varað farþega sína við þessu og tekið fram að beðið verði eftir farþegum. Verkföllin eru ýmist tímabundin eða ótímabundin. Fyrsta verkfallið stendur í tvo sólarhringa og lýkur annað kvöld. Það næsta er á mánudag og þriðjudag. Þau ná til allra félags- manna SFR og Sjúkraliðafélagsins sem ekki eru á undanþágu. Auk þess er hafið ótímabundið verkfall SFR á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannsembættum. Víðtæk áhrif verkfalla  Mikil áhrif af verkföllum sjúkraliða og SFR á Landspítala  Afgreiðslur ríkisstofnana ekki opnaðar  Tafir geta orðið á flugi vegna vegabréfaskoðunar MVerkföll hafin hjá ríkinu »2 Sú stutta fylgdist vel með mannlífinu í Austurstræti með snuðið sér til halds og trausts og vita- skuld hlýjan móðurfaðminn. Það er eins gott að vera vel dúðaður, því haustið minnir á tilvist sína, og helst í regnfatnaði því spáð er áframhaldandi rigningu eða súld á vestanverðu landinu. Fylgst með mannlífi í Austurstræti Morgunblaðið/Eggert Eins gott að vera vel dúðaður því haustið minnir á sig  Verði nýtt frumvarp heilbrigðis- ráðherra um staðgöngumæðr- un í velferð- arskyni að lögum verður Ísland fyrst Norðurlandanna til að leyfa staðgöngumæðrun. Refsivert verð- ur að leita eftir staðgöngumæðrun erlendis, sem ekki uppfyllir skilyrði frumvarpsins. Í frumvarpinu eru settar ýmsar reglur og t.d. getur hver kona að hámarki fengið þrisvar sinnum leyfi til staðgöngumæðrunar. »18 Má vera staðgöngu- móðir þrisvar sinnum Arion banki hefur staðfest að forsvarsmenn hans höfðu ekki fulla yfirsýn yfir það hvaða fjárfestar stóðu að baki kaupum á 5% hlut bankans í Símanum í ágúst síðastliðnum. Hluturinn var seldur á 33% lægra verði en bankinn fékk í útboði í liðinni viku. Meðal skýringa sem gefnar voru stjórnarmönnum í Símanum þegar kaupin voru kynnt þeim var að með sölunni væri verið að tryggja aðkomu erlendra fjár- festa og aðila með sérþekkingu á fjarskiptamarkaði. Síðar hefur komið í ljós að hlutur sem skráður var á nafn Sigurbjörns Þorkelssonar, fjárfestis sem hefur í áratugi starfað á fjármálamörkuðum erlendis, var einnig keyptur af viðskiptafélögum hans, Árna Hauks- syni og Hallbirni Karlssyni. Nöfn þeirra tveggja munu ekki hafa komið fram þegar fjárfestahópurinn var ræddur innan stjórnar og spurningar hafa vaknað um hvernig aðkoma þeirra muni styrkja félagið með þeim hætti sem ætlunin var með sölunni til fjárfestahópsins. Ólga er meðal stjórnarmanna í Símanum vegna framkvæmdar útboðsins og sölu bankans á 10% hlut sínum í aðdraganda þess. »ViðskiptaMogginn Vissi ekki hverjir stóðu að kaupunum Bresk hernaðaryfirvöld og íslensk stjórnvöld gerðu með sér leyni- samkomulag um að farþegar strandferðaskipsins Esju á heim- leið frá Petsamo í Norður- Finnlandi skyldu koma til rann- sóknar í breskri höfn áður en skipið færi til Íslands. Tilgang- urinn var að finna hugsanlega út- sendara Þjóðverja meðal farþega. Þetta segir dr. Þór Whitehead sagnfræðingur, sem kannað hefur skjöl um hina sögufrægu Petsamoför haustið 1940. Í dag eru liðin 75 ár frá því skipið kom til Íslands úr siglingunni. Um borð voru auk áhafnar 258 Ís- lendingar. Þrír farþeganna voru handteknir og fluttir til Bretlands, en síðan sleppt. Bretarnir vissu hins vegar ekki að einn farþeganna sem fór óáreitt- ur frá borði í Reykjavík, Gunnar Guðmundsson frí- merkjakaupmaður (1917-2010), var njósnari þýska hersins. Hann fór síðan aftur til Þýskalands. »14-15 Njósnari um borð í Esju  75 ár frá Petsamoförinni Hættuför Sigurður Haraldsson var meðal farþega.  „Ég held að við þurfum að beita dálítið grimmum aðgerðum til að jafna okkar hlut,“ sagði Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, m.a. við setn- ingu þings Starfs- greinasambands- ins í gær. Fram kom í máli hans að komin væri upp ný, óvænt og alvarleg staða á vinnu- markaði vegna launahækkana hjá hinu opinbera umfram launaþróun á almennum vinnumarkaði og eftir að upp úr slitnaði í viðræðum um nýtt vinnumarkaðslíkan. »4 Ný, óvænt og alvarleg staða á vinnumarkaði Gylfi Arnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.