Morgunblaðið - 16.10.2015, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.10.2015, Qupperneq 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ Rafhitun Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. Rafhitarar fyrir heita potta Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is íslensk framleiðsla í 25 ár Hiti í bústaðinn Þ að er búið að elda kjötsúp- una þegar blaðamaður kem- ur í heimsókn til Önnu Mar- grétar Þorsteinsdóttur hús- mæðrakennara. Ekki verður annað sagt en að súpan sé með afbrigðum góð. Eftir að hafa fengið að smakka á henni setjumst við Anna Margrét að spjalli saman og umræðuefnið er auðvitað kjötsúpugerð og matreiðsla og nám í því fagi í víðari skilningi. „Ég var við nám í Húsmæðra- kennaraskóla Íslands í tuttugu og tvo mánuði, frá 1958 til 1960,“ segir Anna Margrét. „Mig langaði til að læra að búa til mat en alls ekki að kenna. Ég var bara nítján ára en komst samt inn í skólann, sennilega hefur bara verið svona lítil aðsókn,“ bætir hún við hæversklega. En hvenær skyldi matreiðslan hafa unnið hug hennar og hjarta? „Frá því ég var þrettán ára var ég ákveðin í að læra matreiðslu, senni- lega af því að ég varð snemma svo mikið matargat. Ég byrjaði í skól- anum fyrsta veturinn eftir að hann hætti að vera til húsa í kjallara Há- skóla Íslands og var fluttur upp í Háuhlíð. Fyrst var kennt allan vet- urinn, síðan fórum við um sumarið á Laugarvatn og vorum þar að rækta grænmeti, hænur og svín. Seinni veturinn var svo aftur kennt í Reykjavík. Þetta var mikill þræl- dómur. Við áttum að fá þriggja vikna frí en þá komu kennararnir einn af öðrum og sögðu: „Úr því þið eruð nú að fara í frí þá skuluð þið gera þetta og þetta verkefni.“ Fríið fór því fyrir lítið – nema hjá mér. Ég var svo löt að ég gerði bara alls ekki neitt, var bara í fríi og komst upp með það.“ Helga skemmtileg – og sérstök „Við vorum ekki bara í skólanum á daginn heldur vorum við að smyrja brauð og baka fyrir veislur úti í bæ. Þetta var að mati Helgu Sigurðardóttur skólastjóra hluti af námi okkar. Hún var með allar klær úti til þess að venja okkur við að búa til mat fyrir veislur og samkomur allskonar félagasamtaka. En þetta var auðvitað mjög erfitt. Margt af því sem við lærðum þarna var nota- drjúgt en annað hvorki fugl né fisk- ur. En allt saman var þetta hræði- legt púl.“ Var Helga Sigurðardóttir skemmtileg kona? „Já, en hún var svolítið sérstök. Hún og kennararnir þéruðu okkur stelpurnar fyrri veturinn og við þér- uðum auðvitað alla kennarana sem voru ýmist frökenar eða ungfrúr. Við stelpurnar vorum yngismeyjar. Svo þegar við fórum í rútunni aust- ur á Laugarvatn þá stóð fröken Helga upp og sagði: „Jæja, nú skul- um við allar vera dús.“ Nokkru síðar var stoppað og ég hljóp niður eftir þjóðveginum. Þá sagði fröken Helga: „Anna Margrét, gerðu svo vel að gera þér grein fyrir í hvaða skóla þú ert.““ Hafðir þú kynnst þéringum áður? „Já, ég þekkti þetta vel því afi minn var séra Guðmundur Ein- arsson og hafði verið prestur á Þingvöllum en síðast var hann prestur á Mosfelli í Grímsnesi. Hann var mikill aristókrat og að mörgu leyti merkilegur maður. Ég ólst að mestu leyti upp hjá afa og ömmu. Foreldrar mínir skildu þegar ég var lítil. „Barnið á nú ekki fara á vergang,“ sagði afi og þess vegna fórum við mamma, Svanlaug Ein- arsdóttir, til þeirra og vorum hjá þeim þó að þau væru foreldrar föður míns. Mamma og föðuramma mín, Anna Þorkelsdóttir prestsdóttir frá Reynivöllum, bjuggu svo saman eft- ir að afi dó meðan þær báðar lifðu. Mamma var mikið í eldhúsinu hjá ömmu. Ég var einkabarn mömmu en faðir minn átti þrjú börn með síð- ari konu sinni. Ég var ekki í eldhús- inu, var bara úti að skottast. Eftir að afi dó fluttum við mamma og amma að Baldursgötu 30, þá var ég níu ára. Ég fór í Miðbæjarskólann og svo fór ég í Gagnfræðaskóla verknáms, ég var löt að læra og hélt að það væri léttast. En svo reyndist nú aldeilis ekki. Ég lærði matreiðslu og saumaskap og svo lærði ég ensku, dönsku, íslensku og stærð- fræði.“ Þannig hefur mótast ákvörðun um að fara í húsmæðrakennaraskóla? „Já, líklega. Fröken Helga Sig- urðardóttir vildi gera Hús- mæðrakennaraskóla Íslands að deild við Háskóla Íslands en hún lifði ekki að þær breytingar yrðu. Nú er nám- ið háskóladeild að undangengnu stúdentsprófi.“ Hvað fórstu að gera að loknu hús- mæðrakennaraprófi? „Ég fór að vinna í búð. Það hvarfl- aði aldrei að mér að kenna á þeim árum. Mér leiddust krakkar. Ég var að vinna í Náttúrulækningabúðinni á Laugaveginum, en svo var ég búin að fá mikið meira en nóg af öllum náttúruefnunum og sagði upp, ég vil ekki neinar öfgar. Þá sagði skóla- systir mín: „Anna Magga, farðu nú og sæktu um kennslu, það vantar kennara alls staðar.“ Ég fór upp í Árbæjarskóla og fékk þrjá fjórðu úr kennslustöðu.“ Blóm í vasa og góðir borðsiðir „Bókin Matur og drykkur hafði verið notuð í húsmæðrakennaraskól- anum. Ég studdi mig við hana. Fröken Helga sagði að við ættum að kunna kennslubækurnar utan að, vita á hvaða blaðsíðu hver uppskrift væri. Einnig hef ég notað mjög mik- ið Lærið að matbúa sem líka er eftir Helgu Sigurðardóttur. Fröken Helga var mjög flink að skreyta kökur og kenndi okkur það. Hún kenndi okkur einnig að raða blómum í vasa og svo alla borðsiði, við áttum fyrst að sitja beinar við borðið með hendur í skauti. Þegar við fórum svo að matast var það allt mjög pent, við tuggðum allar með lokaðan munn og það var harðbannað að smjatta. Einnig fór hún með okkur víða í heimsókn til fyrirtækja og þegar við fórum í kirkju áttum við að vera með hatt og hanska. Við áttum líka að hneigja okkur fyrir öllum sem komu í heimsókn í skólann. Eitt sinn var mikil snjó- koma. Það komu gestir og ein okkar gleymdi að hneigja sig. Hún hljóp í bláa kjólnum með svutnuna á eftir gestunum svo vindurinn breiddi út hvítan kappann og hneigði sig svo að hún snerti næstum snjóbreiðuna með hnjánum. Þá sagði fröken Helga: „Sjáið þið hvað hún hneigir sig fallega.“ Í hvert skipti sem gestir komu í skólann þurftum við að syngja. Fyrsta erind- ið var svona: Fögnum komu góðra gesta, gangið heil í skólann inn. Fært skal ykkur allt það besta sem á er völ í þetta sinn.“ Hvernig gekk þér svo þegar þú fórst sjálf að kenna? „Furðuvel miðað við að ég fór að kenna með tuttugu og fimm ára húsmæðrakennarapróf. Ég kunni auðvitað ekki að kenna fyrst en ég hafði námskrána og fór eftir henni. Ég hugsaði um það helst og fremst að reyna að lifa af veturinn. Ég þurfti aðeins að taka á fyrsta vet- urinn til að fá krakkana til að hlýða en svo kom þetta. Ég er svo mikil frekja að þau þorfðu ekki annað en gegna.“ Lærðir þú að búa til kjötsúpu í þínu námi? „Já, ég lærði það. Okkar nám var miðað við að kenna í húsmæðra- skólum úti á landi. En kjötsúpu þekkti ég frá því ég var barn, ég var alltaf vön að borða kjötsúpu einu sinni í viku, á miðvikudögum. Ís- lenskur matur var í heiðri hafður á okkar heimili. Það var kjöt tvisvar í viku, kjötsúpa eða kjöt í karrí og svo læri eða hryggur á sunnudögum og svo fiskur hina dagana. Amma var mjög góður kokkur og þurfti sem prestsfrú á umfangsmiklu heimili oft að taka á móti fólki sem kom án þess að gera boð á undan sér. Hún bjargaði sér alltaf, bjó meira að segja til njólajafning. Hann er búinn til eins og grænkálsjafningur, græn- metið skorið niður og blandað í hvíta sósu. Með þessu hafði hún brauð og egg. Fínasti matur.“ Hver eldar með sínu lagi Hvernig eldar þú kjötsúpu? „Ég fór að elda kjötsúpu á minn hátt þegar ég fór að halda heimili sjálf rúmlega tvítug. Ég eldaði fyrst eftir uppskrift frá fröken Helgu en studdi mig við kjötsúpuna að heim- an og kjötsúpuna sem ég hafði feng- ið á Ormsstöðum, þar sem ég var í sveit á sumrin til sextán ára aldurs. Húsbóndinn þar setti alltaf þykkt, heimalagað skyr út í kjötsúpuna. Ég smakkaði þetta og það var ágætt. Satt að segja eldar hver og einn sína kjötsúpu með sínu lagi. En auðvitað þarf fólk að hafa grunn- uppskrift. Í gamla daga voru notaðir al- mennilegir spaðbitar í kjötsúpuna, það er erfitt að fá slíkt núna. En maður byrjar á setja í pott vatn, kjöt og lauk. Síðan set ég út í þetta rófur, gulrætur, kartöflur og súpujurtir. Einnig hnefa af hrís- grjónum og haframjöli. Ég skræli kartöflurnar áður en ég set þær út í. Líka má nota bankabygg, það er ekki verra.“ Er kjötsúpa íslenskur réttur? „Já, sú útgáfa sem við erum vön er af íslenskum rótum runnin. En fyrst voru líklega bara rófur og bankabygg soðið með kjötinu. Hitt kom svo síðar. Á mínu heimili er kjötsúpan alltaf jafn vinsæl. Ég bý til heilmikið af henni og frysti hana svo. Við erum bara tvö í heimili, ég og maðurinn minn, eftir að börnin okkar tvö fóru að heiman. Þetta er ágætt fyrirkomulag, að eiga til kjöt- súpu í frystinum. Ég læt súpuna sjóða í svona einn til einn og hálfan tíma. Hún er betri vel soðin, róf- urnar þurfa langa suðu. En góð kjötsúpa stendur alltaf fyrir sínu.“ gudrunsg@gmail.com Góð kjötsúpa stendur fyrir sínu Fátt er heimilislegra en að hafa rjúkandi heita kjötsúpu á borðum þegar vetur sækir að og kólna tekur í veðri. Kjötsúpa er gamall og góður íslenskur matur en hún er til í margvíslegum afbrigðum. Anna Margrét Þorsteinsdóttir, húsmæðra- og grunnskólakennari, lærði hjá sjálfri Helgu Sigurðardóttur sem gaf út vinsælustu matreiðslubækur landsins á sínum tíma og var skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla Íslands. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hálft til þrír fjórðu kíló kjöt 2 og hálfur lítri vatn 1 msk. salt 75 g hrísgrjón Hálft kíló gulrófur 250 g jarðepli 250 g hvítkál Aðferðinni er lýst í lok viðtals- ins við Önnu Margréti. Hafa má einnig afvatnað saltkjöt í súpuna og sleppa þá salti. Bestur er frampartur af kindakjöti, sag- aður í smábita. Kjötsúpa Helgu Sigurðardóttur Ljúfmeti „Á mínu heimili er kjötsúpan alltaf jafn vinsæl,“ segir AnnaMargrét Þorsteins- dóttir. Kjötsúpa „Satt að segja eldar hver og einn sína kjötsúpu með sínu lagi. En auðvitað þarf fólk að hafa grunnuppskrift,“ segir Anna Margrét. ’Fröken Helgasagði að viðættum að kunnakennslubækurnarutan að.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.