Morgunblaðið - 16.10.2015, Síða 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ
E
f á að mæta vetrinum má
ekki vanta góða skó, sem
bæði halda táslunum heitum
og þurrum og tryggja gott
grip þegar arkað er yfir hálku og
snjó. Ekki skemmir fyrir ef skórnir
eru fallegir og hvað þá ef þeir þykja
nánast vera tímalaus hönnun.
Yellow Boots-skórnir frá Timber-
land ættu að falla vel að þessum
kröfum. Þorbjörn Stefánsson hjá
Timberland á Íslandi segir að „gulu
skórnir“ hafi skipað sér sess sem sí-
gild flík til að eiga inni í skápnum.
„Það segir mikið að þessi hönnun
sem er 42 ára gömul að grunni til
skuli enn í dag vera svona vinsæl.
Þessir sígildu skór virðast aldrei
fara úr tísku og eldast einfaldlega
með manni. Eftir því sem þeir eru
meira notaðir öðlast skórnir bara
aukinn persónuleika.“
Nærri 100 ára saga
Á Íslandi eru starfræktar tvær
Timberland-verslanir, önnur í
Kringlunni og hin á Laugavegi. Von
er á framkvæmdum við verslunina á
Laugavegi og verður henni því lokað
í nóvember. Var það árið 2002 sem
fyrsta Timberland-verslunin var
opnuð hér á landi en saga þessa
bandaríska merkis nær allt aftur til
ársins 1918 þegar stofnandi Timber-
land gerðist lærlingur í skósmíði.
Hann lagði mikinn metnað í fagið og
hafði um miðja síðustu öld tekist að
kaupa skósmíðafyrirtæki. Stóra
byltingin kom þegar fyrirtækinu
sem seinna fékk nafnið Timberland
tókst að þróa sérstaka tækni sem
gerði mögulegt að festa saman
gúmmísóla og leðurskó án þess að
gata leðrið með saumum og þannig
gera skóna betur vatnshelda.
Timberland-nafnið er frá árinu
1973 og var fyrst gefið vatnsþéttum
leðurbomsum frá fyrirtækinu. Þeir
skór urðu svo vinsælir að Timber-
land-merkið tók yfir alla vörulínuna.
Síðan þá hefur merkið vaxið hratt,
skólínan breikkað og fatnaður bæst
við og er Timberland í dag einn af
fimm stærstu skóframleiðendum
heims, með meira en 50 milljón skó-
pör seld ár hvert.
Nú er það svart
Spurður um spennandi nýjar við-
bætur í búðinni nefnir Þorbjörn að
svarti liturinn sé að koma sterkur
inn hjá Timberland. „Þetta merki
hefur verið þekktast fyrir að fram-
leiða gulu skóna og brúna leðurskó,
en er núna að kynna svarta línu sem
hefur fengið góðar móttökur.“
Þá er stöðugt leitað leiða til að
bæta skóna þó að framfarirnar sjáist
ekki alltaf utan á þeim. Bendir Þor-
björn t.d. á þá miklu vinnu sem hefur
farið í að gera innleggin í Timber-
land-skónum sem þægilegust. „Inn-
leggið í skónum á að vinna gegn
þreytumyndun í fótunum og einnig
hefur öll framleiðslan verið færð í
þann farveg að vera sem umhverf-
isvænust þar sem reynt er að nota
sem mest af endurnýtanlegum efn-
um í skóna.“
Gæðin og þægindin virðast greini-
lega standa fyrir sínu og segir Þor-
björn sérlega ánægjulegt að sjá að
ungt fólk sem kom í búðina árið 2002
sem börn eða unglingar er í dag að
koma í verslanir Timberland þrettán
árum síðar til að kaupa Timberland-
skófatnað handa sínum eigin börn-
um. „Eitt af því sem sýnir árangur
og orðspor Timberland er að Yellow
Boots eru þeir skór sem er „hermt
eftir“ í meira mæli en nokkrum öðr-
um skóm.“
Hugsaðu um skóna og
þeir hugsa um þig
En til að skórnir endist sem best
og þjóni hlutverki sínu vel þarf að
hugsa vel um þá. „Við seljum sérstök
hreinsiefni sem hjálpa til að halda
skónum hreinum og vatnsheldum,“
útskýrir Þorbjörn og bendir á að
gulu skóna sé gott að hreinsa laus-
lega um leið og heim er komið ef þeir
hafa óhreinkast á göngunni. „Burst-
aða leðrið verður að hreinsa og næra
með réttu efnunum en ef vel er hugs-
að um skóna munu þeir haldast fal-
legir um langt skeið.“
Hversu mikið þarf að hugsa um
skóna fer bæði eftir því hvernig viðr-
ar og hversu mikið skórnir eru not-
aðir. „Ef mikið vætuveður er úti eða
snjór yfir öllu gæti verið æskilegt að
bera vatnsvörnina á vikulega eða
jafnvel tvisvar í viku til að viðhalda
sem bestum eiginleikum.“
ai@mbl.is
Skór sem fara aldrei úr tísku
Til að skórnir frá Timber-
land endist sem lengst er
gott að bera á þá vönduð
efni sem hreinsa og vatns-
verja. Þannig verða skórnir
bara betri og fallegri með
aldrinum.
Morgunblaðið/Eva Björk
Hefðir Timberland skórnir eiga sér nærri aldarlanga sögu. Þorbjörn í versluninni ásamt Lindu (t.v.) og Brynju verslunarstjóra (t.h.).
Gulir Yellow Boots-skórnir frá Timberland þykja tímalausir.