Morgunblaðið - 16.10.2015, Side 17

Morgunblaðið - 16.10.2015, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ | 17 Þ egar halda þarf af stað út í kuldann og myrkrið er fátt betra en að klæða sig í ís- lenskan ullarfatnað. Ekki er nóg með að ullin haldi lík- amanum hlýjum heldur þykir ull- arklæðnaðurinn smekklegur og virðist einhvern veginn alltaf eiga við, hvort heldur í útivist, vinnunni, skólastofunni eða í samaklúbbnum. Páll Kr. Pálsson er fram- kvæmdastjóri Varma. Hann segir að eftir bankahrunið margumtalaða hafi ullin sótt mjög á á meðan flís- flíkur virðist hafa gefið eftir. Er það merkileg þróun í ljósi þess að margir hafa kennt flísfatnaðinum um að framleiðsla á íslenskum ull- arfatnaði dróst harkalega saman á 9. áratugnum. „Fyrirtækið Glófi, sem framleiðir Varma-vörurnar, er stofnað árið 1982 og má segja að ullariðnaður- inn á Íslandi hafi þá verið upp á sitt besta. Í fjölmörgum prjóna- og saumastofum um allt land störfuðu tugir manna og kvenna við að vinna ullina og gera úr henni fatn- að. Þegar mest lét er talið að um 2.500 manns hafi unnið við að framleiða band og ullarvörur hér á landi og þetta var mikil gósentíð þar sem treflar voru fluttir út til Rússlands í kílómetravís og finna mátti íslenskar ullarflíkur í tísku- verslunum og verslanakeðjum í öll- um helstu viðskiptalöndum okkar,“ útskýrir Páll. „Svo hrynur þessi starfsemi á tímabilinu 1988-1998 og eftir urðu örfáar prjóna- og sauma- stofur. Upp úr aldamótum hefur ullarbransinn náð jafnvæægi og eru saumastofurnar núna fimm eða sex talsins og eitt fyrirtæki, Ístex, sem vinnur band úr ullinni frá bændum. Sennilega starfa í dag í kringum 250 manns í greininni, eða 10% af því sem var þegar umsvifin voru mest.“ Nýtt blómaskeið? Og nú virðist íslenska ullin sumsé farin að sækja í sig veðrið á ný og virðast ýmsar ástæður fyrir því. Fyrst má nefna ferðamennina sem streyma til landsins sem aldr- ei fyrr, og hreinsa ullarpeysur, húfur, sokka og vettlinga úr hillum verslana. Áhugi heimamannna hef- ur líka vaknað að nýju og stemning fyrir innlendri framleiðslu, eftir að hagkerfið tók kollsteypu við hrun fjármalageirans. „Yfir veturinn er uppistaðan af sölunni okkar til ís- lenskra neytenda, en það snýst svo við á sumrin þegar er- lendu ferðamennirnir eru helsta tekju- lindin.“ Íslenska ullin hefur eiginleika sem ekki er að finna í öðrum ullarþræði. Páll segir að sá sauð- fjárstofn sem víking- arnir komu með til landsins hafi í gegn- um tíðina þróað með sér þann eiginleika að láta sér vaxa ull sem er í senn hlý og vatnsfrá- hrindandi. „Ullin sam- anstendur af tvenns kon- ar hárum; togi og þeli. Ytra byrðið, togið, er langt og frekar gróft, og hrindir burtu vatninu á meðan innra byrðið, þelið, er hlýtt og mjúkt. Þegar ullin er kembd og spunnin blandast þessar tvær hár- tegundir saman og útkoman er flík sem hentar mjög vel í íslensku veðurfari. Hún heldur kulda, rign- ingu og snjó frá líkamanum en andar líka vel og viðheldur þægi- legum hita á líkamanum við ýmsar aðstæður. Þegar kemur að því að þrífa ullarflíkina vilja sumir ein- faldlega láta það duga að hengja hana upp utandyra og helst leyfa rigningunni að sjá um þvottinn og vindinum og sólinni um þurrk- unina. Oft er því haft á orði að ís- lenskur ullarfatnaður sé nánast sjálfhreinsandi.“ Til að gera gott betra hafa hönnuðir tekið íslensku ullina upp á sína arma á undanförnum árum og hannað flottar tískuflíkur úr þessu efni. Páll segir að það gefi Varma sérstöðu bæði að öll fram- leiðslan fer fram á Íslandi og eins að fyrirtækið hefur tekið að sér að gera flíkur, teppi og aðra vöru fyrir fjölmarga íslenska hönnuði og fyrirtæki. Þá hefur Varma einnig lagt aukna áherslu á vöruþróun, fengið til liðs við sig hönnuði. Hafa áhugaverðar nýjar vörur bæst úrvalið á und- anförnum misserum og margt á döfinni. ai@mbl.is Morgunblaðið/Eva Björk Verðmæti Að sögn Páls hefur ullin sótt mjög á á undanförnum árum. Íslenska ullin er einstök Fatahönnuðir gera áhuga- verða hluti með ullina enda hefur hún eiginleika sem ekki finnast í annarri ull. Góður trefill kemur sér vel í kuld- anum. SYKURLAUST STREPSILS með jarðaberjabragði Við eymslum og ertingu í hálsi! Strepsils Jordbær Sukkerfri munnsogstöflur. Samantekt á eiginleikum lyfs - styttur texti SPC. Inniheldur: 2,4-tvíklóróbensýlalkóhól 1,2 mg, amýlmetakresól 0,6 mg. Ábendingar: Eymsli og erting í hálsi. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir 18 ára og eldri: 1 munnsogstafla á 2-3 klst. fresti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki taka lyfið. Aukaverkanir:Mjög sjaldgæfar (>1/10.000 og <1/1.000): Ofnæmisviðbrögð með útbrotum, náladofa eða sviðatilfinningu eða þroti í munni eða koki. Langtímanotkun getur valdið ertingu í slímhúð. Ofskömmtun: Óþægindi frá meltingarfærum. Meðferð: Meðferð við einkennum. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.Markaðsleyfis hafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. - nú sykurlaust og með jarðaberjabragði 20 13 RB 00 1 St re ps ils

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.