Morgunblaðið - 26.10.2015, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.10.2015, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015 Ný stjórn Vinstri grænna var kjör- in um helgina. Auk Katrínar Jakobsdóttur, sem var sjálf- kjörin í formanns- embættið, og Björns Vals Gísla- sonar, sem hafði betur í kosningu um varafor- mannssætið gegn Sóleyju Björgu Stefánsdóttur, hlutu þær Elín Oddný Sigurðardóttir og Una Hildardóttir kjör í forystusveit. Elín var sjálf- kjörin í embætti ritara en Una hafði betur gegn Ólafi Þór Gunnarssyni í kjöri um embætti gjaldkera. Þá voru kjörnir sjö meðstjórn- endur, þau Edward H. Huijbens, Björg Eva Erlendsdóttir, Daníel Arnarsson, Rósa Björk Brynjólfs- dóttir, Bjarkey Olsen, Ingibjörg Þórðardóttir og Álfheiður Inga- dóttir. Ný stjórn VG kjörin á landsfundinum Björn Valur Gíslason yrði lokið þannig að þjóðin eignaðist framsækna stjórnarskrá, lagt var til að stofnað yrði opinbert leigu- og kaupleigufélag vegna stöðunnar á húsnæðismarkaði, stofnaður yrði auðlindasjóður að norskri fyrirmynd sem í myndi renna arður af auðlind- um þjóðarinnar. Þá var það lagt til að hvalveiðum yrði hætt við Íslands- strendur. Endursendingum verði hætt Landsfundur Vinstri grænna fagn- aði viljayfirlýsingum yfir 20 sveitar- félaga um að taka á móti fleira flótta- fólki en sagði þinginu mistakast að takast á við málaflokkinn með full- nægjandi hætti. Lagði fundurinn það til að hætt yrði endursendingum hæl- isleitenda á grundvelli Dyflinnarsátt- málans. Sagði fundurinn að Ísland yrði að axla ábyrgð á forréttindastöðu sinni í alþjóðasamfélaginu. Leggjast gegn hugmyndum um olíuvinnslu á Drekasvæði  Landsfundur Vinstri grænna vill viðskiptabann Reykjavíkurborgar á Ísrael Ljósmynd/VG Landsfundur Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, gefur sig á tal við einn flokksfélaga, Snædísi Rán Hjartardóttur. SVIÐSLJÓS Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Katrín Jakobsdóttir var sjálfkjörin í embætti formanns Vinstri grænna og Björn Valur Gíslason var endurkjör- inn varaformaður á landsfundi flokksins sem fram fór á Selfossi um helgina. Katrín Jakobsdóttir sagði í samtali við mbl.is eftir kjörið að með lands- fundinum væru Vinstri grænir að setja sig í stellingar fyrir komandi al- þingiskosningar árið 2017. „Það er verið að skerpa á stefnunni í helstu málaflokkum,“ sagði Katrín. Leggjast gegn olíuvinnslu Alls voru 19 ályktanir samþykktar á þinginu sem voru birtar strax að þingi loknu. Ekki var búið að birta niðurstöður málefnastarfsins þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær- kvöldi. Í einni ályktuninni lagðist fundur- inn gegn hugmyndum um vinnslu jarðefnaeldsneytis á íslensku yfir- ráðasvæði, þ.m.t. fyrirhugaðri olíu- vinnslu á Drekasvæðinu. „Stefna hreyfingarinnar er að landið verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2050,“ sagði í ályktun þeirri. Í annarri ályktun hvatti fundurinn til þess að viðskiptabann yrði sett á ísraelskar vörur og að ríkisstjórnin sliti stjórnmálasambandi við Ísrael. „Fundurinn skorar á borgarfull- trúa Vinstri grænna að undirbúa og leggja að nýju fram tillögu um að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael meðan hernám Palestínu var- ir,“ sagði í ályktuninni en þar var einnig þingmáli Vinstri grænna fagn- að, um að vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum í Palestínu verði upprunamerktar þannig að neytendur eigi þess kost að snið- ganga þær. Endurskoðun stjórnarskrár Á landsfundinum var lögð áhersla á að vinnu við heildarendurskoðun Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður og fyrr- verandi formað- ur Vinstri grænna, segist ánægður með ályktun fund- arins um olíu- vinnslu. Olíuleit á Drekasvæðinu var heimiluð í stjórnartíð síðustu ríkisstjórnar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, en þá var Steingrímur ráð- herra málaflokksins og formaður Vinstri grænna. „Ég greiddi þessum tillögum at- kvæði mitt,“ segir Steingrímur og vísar þar til stefnu flokksins í um- hverfismálum auk ályktunarinnar. „Það var mikil eindrægni um þetta mál, að Ísland stefni að því að verða kolefnislaust land,“ segir hann. Steingrímur segir að hann geti sætt sig við þessa heildstæðu og góðu stefnumótun þegar málin eru rædd í hnattrænu samhengi líkt og gert er í ályktuninni sem samþykkt var á landsfundinum. Steingrímur greiddi ályktuninni atkvæði Steingrímur J. Sigfússon Landsfundur Vinstri grænna segir í ályktun að femín- isminn hafi svarað ógninni sem stafi af feðraveldinu, sem leiti sífellt nýrra leiða til að viðhalda sér og úrsér- gengnum gildum sínum, með netbyltingum. „Vinstri græn fagna mjög hugrekkinu og samstöð- unni sem myndast hefur í kjölfar byltinganna. Væntir hreyfingin þess að þessi samstaða muni einn daginn útrýma klámvæðingu, kynferðisofbeldi og kvennakúg- un feðraveldisins í öllum sínum myndum. Hreyfingin mun styðja allar þær konur sem neita að láta kúga sig af feðraveldinu. Áfram konur! Fokk feðraveldið! Lifi byltingin!“ Þá fordæmdi fundurinn þá kynjatvíhyggju sem ríkir í íslensku sam- félagi og hvernig hún bitnaði á trans- og intersexfólki. Lagði fundurinn áherslu á kynfrelsi fólks í landinu. Loks sagði fundurinn það ekki réttlætanlegt að meina karlmönnum sem átt hafa samfarir við sama kyn að gefa blóð til að bjarga mannslífum. Áhersla á kynfrelsi fólks MANNRÉTTINDI OFARLEGA Í HUGA FUNDARMANNA Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Samstarf í kirkjuráði hefur verið brokkgengt, sagði Agnes M. Sigurð- ardóttir biskup í ávarpi sínu á kirkju- þingi sem var sett um helgina í Grensáskirkju. Tillaga liggur fyrir á þinginu um að næsti biskup, sá sem tekur við af Agnesi, muni ein- ungis hafa seturétt í kirkjuráði, en samkvæmt núgild- andi þjóðkirkju- lögum gegnir bisk- up formennsku í ráðinu. Agnes tel- ur tillöguna fela í sér vantraustsyfirlýsingu gagnvart sér, en tveir af ellefu flutnings- mönnum tillögunnar sitja í kirkju- ráði. Auk biskups eru fjórir kjörnir af kirkjuþingi sem sitja í ráðinu. Deilurnar í kirkjuráði hafa snúið að hlutverki ráðsins. „Ekki er ofsagt að samstarfið í kirkjuráði hafi verið brokkgengt það ár sem liðið er frá því það tók til starfa. Mismunandi skiln- ingur á hlutverki kirkjuráðs hefur einkennt starfsárið og hafa biskup og kirkjuráð nú sammælst um að leita eftir áliti lögfræðinga á því hvar mörk ábyrgðar og hlutverks kirkjuráðs og biskupsembættisins liggja. Sú vinna mun hefjast fljótlega og vona ég að í kjölfar þeirrar vinnu verði skýrara hvar ábyrgð mála liggur,“ sagði Agnes í ávarpinu. „Ómálefnalegt og ómaklegt“ „Í þessu máli tel ég birtast það vantraust sem ég hef mætt í störfum mínum í kirkjuráði. Ég tel það ómál- efnalegt og ómaklegt vantraust sem ég hef þurft að glíma við hingað til og nefni þetta hér því mér finnst mik- ilvægt að upplýsa kirkjuþing um þessa stöðu mála,“ sagði hún enn- fremur í ávarpinu um tillöguna sem liggur fyrir á kirkjuþinginu. Í samtali við Morgunblaðið segir Agnes innihald tillögunnar ekki nýtt af nálinni. „Þetta hefur verið rætt innan kirkjunnar síðustu 10-15 árin. Það er ekki málið, heldur að það er verið að vinna að nýju frumvarpi til þjóðkirkjulaga. Mér finnst að svona tillaga eigi að vera þar inni, en ekki sem sértillaga á kirkjuþingi til breyt- ingar á núverandi lögum,“ segir Agnes Hún telur að ótímabær framsetn- ing tillögunnar feli í sér vantraust á sig, því hún sé ekki að fara að hætta sem biskup í bráð og hægt sé að bíða eftir nýju frumvarpi til þjóðkirkju- laga, sem er í vinnslu, í stað þess að biðja um breytingu á núverandi lög- um. Ekkert með Agnesi að gera Framsögumaður tillögunnar, Steindór Haraldsson, segir að til- lagan hafi ekkert með núverandi biskup að gera, enda taki hún ekki gildi fyrr en við næsta biskupskjör. Um framtíðarstefnumótun sé að ræða. „Þetta snýst um að taka það skref sem stóð til að taka árið 1997, en lögin gengu í gildi 1998. Þar náðist hreinlega ekki samkomulag. Það er þversögn í því að biskup sé formaður kirkjuráðs, sem er framkvæmdaráð kirkjuþings, en er ekki kjörinn af þinginu,“ segir Steindór. Í greinargerð með tillögunni að þingsályktun um frumvarp til breyt- inga á núgildandi lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, er því velt upp hvort það sé æskilegt að biskup sé í forystu fyrir stjórn- sýslunefnd á borð við kirkjuráð þeg- ar það blasir við að mörgum málum, þar sem hann hefur tekið ákvörðun, kann að verða skotið til ráðsins sem æðra stjórnvalds. Er þetta einnig lið- ur í því að auka lýðræði innan kirkj- unnar, að allir fimm meðlimir kirkju- ráðs verði lýðræðislega kjörnir. Tillagan verður líklegast efnislega rædd í dag, en þingið stendur yfir fram á miðvikudag. Biskup hefur mætt vantrausti  Hart er tekist á á kirkjuþingi um formennsku biskups í kirkjuráði Morgunblaðið/Eva Björk Þjóðkirkjan Kirkjuþingið fer fram í Grensáskirkju í þetta skiptið. Agnes M. Sigurðardóttir Samviskufrelsi presta er eitt af þeim umræðuefnum sem kirkjuþingið mun taka afstöðu til. Tillaga liggur fyrir á þinginu um að kirkjuþing álykti, að opinberum embætt- ismönnum Þjóðkirkjunnar sé ekki heimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar upp- fylli þeir lögformleg skilyrði þess að ganga í hjúskap að öðru leyti. Kirkjuþing líti á það sem mismunun og ekki í anda kærleika Krists að neita fólki um þjónustu á þeim for- sendum. Í greinargerð með tillög- unni segir að allir einstak- lingar á Íslandi njóti stjórnar- skrárvarins frelsis til að fylgja eigin samvisku. Þar hafi prestar Þjóðkirkjunnar ekki ríkara frelsi en aðrir op- inberir starfsmenn eða aðrir þegnar þessa lands. Þau Guðrún Karls Helgu- dóttir, Guðbjörg Arnardóttir, Ragnheiður Ásta Magnús- dóttir, Vigfús Bjarni Alberts- son og Halla Halldórsdóttir standa að tillögunni. Ræða sam- viskufrelsið AF KIRKJUÞINGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.