Morgunblaðið - 26.10.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015
Morgunblaðið
gefur út stórglæsilegt
Jólablað
fimmtudaginn 19. nóvember
Fjallað verður uppáhalds
jólauppskriftirnar að veislumatnum,
grænmetisrétti, jólasiði og jólamat í
útlöndum, gjafapakkningar, viðburði
í kringum jólahátíðina, jólabækur,
jólatónlist og margt fleira.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
til kl. 12 mánudaginn
16. nóvember.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Tímaritið Nature birti fyrir
skemmstu nýja rannsókn eftir
fræðimenn við UC Berkeley þar
sem skoðuð eru áhrif hnattrænnar
hlýnunar á hagvöxt hjá þjóðum
heims fram til ársins 2100. Höf-
undar rannsóknarinnar komast að
þeirri niðurstöðu að verulegar lík-
ur séu á að hnatthlýnun muni á
heimsvísu hafa minnkandi áhrif á
landsframleiðslu á mann. Fá rann-
sakendurnir það út að 63% líkur
séu á að hnattræn hlýnun minnki
landsframleiðslu á mann um að
lágmarki 10%, borið saman við
hækkunina sem yrði ef engin
hnattræn hlýnun ætti sér stað.
Kjöraðstæður við 13°C
Einn af útgangspunktum rann-
sóknarinnar er að hagkerfi þrífist
best þar sem meðalhitastig á árs-
grundvelli er 13°C. Lönd njóta
vaxandi hagvaxtar upp að 13°C
markinu, en eftir það lækkar
landsframleiðsla á mann töluvert
og aukast áhrifin eftir því sem
hitnar meira.
Hefur hitastigið margvísleg
áhrif á hagkerfið. Þannig virðast
afköst verkamanna og bænda
minnka eftir því sem hitnar og
slen og óþægindi auka líkurnar á
að fólk í öðrum stéttum geri mis-
tök í störfum sínum. Þá getur
kostnaðurinn við það að kæla hí-
býli verið töluverð byrði fyrir hag-
kerfin og ýmsir sjúkdómar koma
oftar upp í heitara loftslagi.
Þau lönd þar sem meðalhiti er
núna undir 13°C geta vænst já-
kvæðra áhrifa af hlýnun. Fá rann-
sakendur það t.d. út að gangi
hnatthlýnunarspár eftir geti hinn
dæmigerði Rússi vænst þess árið
2100 að njóta 419% meiri lands-
framleiðslu á mann en ef engin
hlýnun hefði átt sér stað. Í tilviki
Íslands nemur hækkunin 513% og
í Kanada yrði hækkunin 247%.
Í Evrópulöndum þar sem lofts-
lag er mildara eru jákvæð áhrif
hlýnunarinnar vægari. Frakkinn
gæti vænst 10% hærri landsfram-
leiðslu en ella árið 2100, en Bret-
inn nyti 42% ávinnings. Sunnar í
álfunni, á Spáni, væru áhrif hlýn-
unar neikvæð um 46%. Bandaríkin
sem njóta í dag kjörhitastigs í
hagrænu tilliti, myndu vera með
36% lægri landsframleiðslu á
mann árið 2100 en ef enginn hlýn-
un yrði.
Hægir á suðrinu
Sunnar, í þeim löndum heims
sem þegar eru heit árið um kring,
eru neikvæðu áhrifin veruleg skv.
útreikningum höfunda skýrslunn-
ar. Í Brasilíu væri landsfram-
leiðsla á mann árið 2100 83% lægri
en ella vegna hlýnunar, og á Ind-
landi 92% lægri.
Rétt er að ítreka að ekki er þar
með sagt að höfundar spái lítilli
sem enginni hagvaxtaraukningu í
heitu löndunum, en aðeins að
hækkandi hitastig geti hægt þar
mjög á hagvextinum út þessa öld.
Benda höfundarnir á að nú þegar
séu lönd á norðurslóðum ríkari, en
löndin í suðrinu fátækari og gætu
hagræn áhrif hnatthlýnunar því
stækkað enn frekar bilið milli
norðurs og suðurs.
Hnattræn hlýnun hagvaxtar-
aukandi á norðurslóðum
Á Íslandi yrði landsframleiðsla árið 2100 rúmlega 500% meiri vegna áhrifa
hlýnunar Þjóðir nær miðbaug tapa á hlýnun og misskipting gæti aukist
AFP
Sólin Starfsmenn huga að sólarorkuveri á Indlandi. Indland er í hópi þeirra þjóða sem yrðu fyrir mestum neikvæð-
um áhrifum af völdum hlýnandi loftslags, að mati höfunda nýbirtrar skýrslu frá UC Berkeley.
Hlutabréf bandaríska tæknirisans
Apple Inc. gætu ýtt Nasdaq 100
visitölunni upp í methæðir í þessari
viku. Apple mun
birta tekjutölur á
þriðjudag og að
sögn Reuters er
búist við að
reksturinn hafi
gengið vel.
Tæknifyrir-
tæki, sem vega
þungt í Nasdaq
100 vísitölunni,
hækkuðu í síð-
ustu viku og voru
það Alphabet (Google), Amazon, og
Microsoft sem leiddu hópinn. Öll
fyrirtækin þrjú birtu í vikunni
hagnaðartölur sem voru betri en
markaðurinn hafði vænst.
Vikuhækkun Nasdaq Composite
vísitölunnar, sem nær yfir öll hluta-
bréf sem skráð eru á Nasdaq hluta-
bréfamarkaðinum, nam 2,27% á
meðan Dow Jones vísitalan hækk-
aði um 0,9% og S&P 500 styrktist
um 1,1%.
Nasdaq 100 vísitalan mælist nú
4.624,09 stig og vantar aðeins 4%
upp á að vísitalan nái sögulegu há-
marki og jafni fyrra met sem var
slegið í marsmánuði árið 2000.
Hafa hækkað hratt
Mörg tæknifyrirtæki fengu á sig
skell í sumar en hafa verið að jafna
sig hratt síðan þá. Intel og Micro-
soft hafa hækkað um meira en 30%
síðan 25. ágúst þegar Nasdaq náði
sínu lægsta gildi á árinu. Amazon
hefur hækkað um 28% og Facebook
um 23% á sama timabili. Apple hef-
ur rekið lestina til þessa og hækkað
um rúmlega 15% á tímabilinu.
Hreyfingar á markaði benda til
þess að fjárfestar reikni með um 5%
hækkun hlutabréfa Apple i þessari
viku. ai@mbl.is
Apple gæti
ýtt Nasdaq
100 upp í
methæðir
Gróði Tim Cook
forstjóri Apple.
Forsætisráðherra Kína, Li Ke-
qiang, sagði um helgina að
stjórnvöld landsins mundu ekki
„verja til dauðans“ það markmið
að hagkerfið vaxi um 7% á árinu.
Ummæli ráðherrans koma í kjöl-
farið á enn einni stýrivaxtalækk-
un kínverska seðlabankans.
Bankinn lækkaði vexti um 25
punkta í lok síðustu viku og eru
útlánsvextir bankans nú 4,35%.
Lækkaði bankinn bindiskyldu á
sama tíma, að sögn Financial
Times. Hefur seðlabankinn núna
lækkað vexti sex sinnum á tólf
mánaða tímabili.
Nýjustu tölur sem kínversk
stjórnvöld birtu í vikunni sem
leið sýna að hagvöxtur mælist nú
6,9% á ársgrundvelli, hársbreidd
undir 7% marki stjórnvalda. Hef-
ur hagvöxtur þar í landi ekki
verið minni síðan 2009 þegar al-
þjóðlega fjármálakreppan reið yf-
ir heimsbyggðina af fullum
þunga. ai@mbl.is
AFP
Rólegt Starfsmenn gámahafnar í Qingdao bíða komu skips. Undanfarin
misseri virðist sem hægt hafi jafnt og þétt á hagvexti í Kína.
Kína lækkar stýrivexti
enn eina ferðina