Morgunblaðið - 26.10.2015, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.10.2015, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015 Pottormar í bústað í Borgarfirði Þegar landsmenn margir hverjir litu út um gluggann í gærmorgun blasti við þeim hvít jörð. Strax á öðrum degi vetrar var víða orðið jólalegt um að litast, m.a. í uppsveitum Borgarfjarðar þar sem þessi mynd var tekin í gær við einn sumarbústað. Þau Þórey Inga, Edda Liv og Jóhannes Hermann nutu þess að svamla um í heita pottinum í vetrarríkinu. Alexía Björg Jóhannesdóttir Nýkomin er út bók- in „Mótun framtíðar, hugmyndir – skipulag – hönnun“ eftir Trausta Valsson. Trausti er doktor í umhverfis- og bygg- ingarverkfræðideild Háskóla Íslands og fyrsti prófessor í skipulagi við íslenskan háskóla. Þótt bókin sé ævi- og starfssaga Trausta er per- sónusagan ekki í forgrunni heldur þeir straumar og stefnur sem ríkt hafa í skipulagi og hönnun sl. 50 ár. Trausti hefur víða komið við í um- ræðu um skipulag hvort sem það snýst um höfuðborgina, flugvöllinn eða landið allt og margar ráð- stefnur hef ég setið þar sem hann hefur farið mikinn og talað fyrir ró- tækum byltingum í samgöngumál- um Íslandsbyggða. Ekki hafa skoð- anir hans eða kenningar alltaf fallið í frjóan eða málefnalegan jarðveg og stundum mætt nokkrum for- dómum og andstöðu. Trausti hefur mikið fjallað um byggðamál og há- lendisvegi til að stytta leiðir og byggja landið með nýjum hætti. Hann ræddi á sínum tíma ýtarlega myndun formfræða um byggðaþróun og setti fram þessa kenningu: „Í stuttu máli eru formeinkenni Íslands þessi: Landið er hring- ur, byggðin er eins og kragi í útjaðrinum, eft- ir honum liggur hin línulaga miðja, hring- vegurinn, en sjálf miðja landsins, á Sprengisandi, er hins vegar óvirk. Lagning hálendisvega er því bæði leið til að stytta vegalengdir og til að virkja þessa miðju, því eðli- legast er að á miðju landsins verði reist ný höfuðborg í fyllingu tímans, eins og gert var á Spáni, Mexíkó og Brasilíu.“ Hann segir síðan: „Einn mikilvægasti ávinningur sem kæmi með hálendisvegum væru fjölmarg- ar nýjar stuttar hringleiðir um landið, en hringvegurinn með ströndinni er of langur, eða tæpir 1.400 kílómetrar.“ Ísland á ófæra fjallvegi en frábærar leiðir Þingvellir voru hin fyrsta „höfuð- borg“ Íslands og allar leiðir lágu til Þingvalla um sem stystan veg á reiðskjótum forfeðranna og enn sjáum við götur troðnar af hesthóf- um og þessar gömlu grónu götur eru gönguleiðir ferðamanna í dag eða ófærir bílvegir yfir hálendið. Þingvellir, með elsta löggjafarþing heimsins, þurftu vegakerfi til að menn kæmust sem greiðasta leið úr öllum byggðum landsins til hátíð- arinnar eða starfa á Alþingi við Öx- ará. Víkingarnir voru klókir verk- fræðingar eins og Trausti og fundu bestu leiðirnar. Enn eru þessar fornu leiðir sem vegvísar um byggðastefnu, valdar af gaumgæfni út frá því að á sem skemmstum tíma kæmust landsmenn á höfuð- staðinn Þingvelli. Nú þurfa allar leiðir að vera sem stystar til og frá Reykjavík og þar gætu góðir há- lendisvegir breytt miklu. Miðað við bílinn í stað hestsins sem farar- tækis eru þessir vegir varla akfær- ir, eins og Kjölur og Sprengisandur. Umræðan sem hefur mætt Trausta og öðrum sem vilja virkja þessa vegi og færa þá til sömu nytja í dag og forðum eru fordómar um nátt- úruspillingu og eyðileggingu há- lendisins. Ferðaþjónustan, sem skil- ar milljörðum í þjóðarbúið, þarf á þessum leiðum að halda svo ekki sé talað um okkur sjálf sem í landinu búum. Þarna liggja mikilvægar ófærar samgönguæðar, margir hafa sett sér að vera á móti slitlagi á þessa vegi, það séu náttúruspjöll, meiri en hinar vondu og ófæru grjótgötur sem bæði lemja farþega og brjóta bílana. Jöklar og fjöll séu fallegri í rykúða og hristingi en akstri eftir góðum vegum. Er ég þá ekki að tala um nýlagningu vega heldur hina þúsund ára slóða um Kjöl og Sprengisand, leiðirnar til Þingvalla. Hverju skilar lágreistur malbikaður Kjalvegur? Nú er það ljóst að ferðamanna- straumurinn fer lítið út fyrir góða vegi og rútur eru ekki útbúnar til að aka vonda malarvegi. Trausti ræddi fyrir áratugum að möguleiki væri að stytta vegalengdina Egils- staðir-Reykjavík um 259 km. Og leiðina frá Akureyri-Reykjavík um Kjöl mætti stytta um 50 km en Ak- ureyri-Selfoss um 145 km. Þessir vegir eru til staðar í dag en að mestu í holóttum troðningum, sann- kallaðir torfæruvegir. Hverju myndi það breyta í búsetu og byggðaþróun væru þessir vegir byggðir upp með slitlagi, ekki til vöruflutninga heldur fólksflutninga? Eitt er víst að það yrði styttra á milli höfuðstaðanna Reykjavíkur, Akureyrar og Egilsstaða. Ekki er hægt að búast við að vegir um Kjöl eða Sprengisand yrðu heilsársvegir. En þá mætti fjármagna með veg- gjöldum eins og Hvalfjarðargöng, umferðin myndi borga lagfæringu veganna á fáum árum. Ekki teldi ég rétt að byggja þá upp sem hrað- brautir eða garða sem skæru í landslagið, heldur lágreista vegi með slitlagi. Til forna munaði miklu fyrir víkingana þegar skeifan kom undir klárana, alveg eins er slitlagið nú bylting fyrir ferðamenn og bíla. Hálendið, náttúran okkar, er auð- lind sem ber að vernda og varð- veita, það gerum við best með góðu skipulagi og samgöngubótum. Allir hliðarvegir væru svo með sínu lagi áfram, þessar aðalleiðir yrði að skil- greina sérstaklega í vegalögum. Bók Trausta Valssonar, „Mótun framtíðar“, vekur bæði tilfinningar og skerpir umræðu um framtíðina og slær birtu á nýja sýn um betri samgöngur og aukna hagsæld á Ís- landi. Eftir Guðna Ágústsson »Nú þurfa allar leiðir að vera sem stystar til og frá Reykjavík og þar gætu góðir hálend- isvegir breytt miklu. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Að stytta þjóðleiðir um 200-300 km

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.