Morgunblaðið - 26.10.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.10.2015, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015 Árið 1991 gaf Sið- fræðistofnun HÍ út bókina Siðareglur eftir Sigurð Kristinsson. Sigurður er doktor í heimspeki frá Cornell- háskóla í Bandaríkj- unum og prófessor við hug- og félagsvís- indasvið Háskólans á Akureyri. Sigurður skrifar: „Siðferðileg sannindi eru hvers- dagsleg sannindi. Það vita allir að það er rangt að svíkja fólk og van- virða, ljúga, pretta, blekkja og stela, en rétt að vera heiðarlegur, hjálpfús og góðgjarn. Efiðleik- aranir skapast þegar kemur að því að túlka ólíkar aðstæður í ljósi þessara almennu sanninda. Þá finna menn stundum flóttaleiðir til að friða eigin samvisku og annarra. Grátbroslegt dæmi um þetta er sá fyrirsláttur að fólk geti verið und- anþegið siðferðilegri ábyrgð á með- an það sinni störfum sínum.“ „Vel lýgur sá er með vitnum lýgur“ Fyrir tíu árum kærði Lækna- félag Íslands mig til siðanefndar vegna greinar sem ég hafði skrifað í Læknablaðið. Samtímis ákvað Læknafélagið að svið- setja bráðabirgðarit- nefnd til að ritskoða greinina. Í Kastljósi 2. nóvember og Morg- unblaðinu 3. nóvember 2005 hótaði Kári Stef- ánsson að kæra Læknafélagið færi það ekki að kröfum hans. Það hét að bráða- birgðaritnefndin hefði eina viku til að svara nokkrum spurningum. Yrðu svörin jákvæð var þess óskað að nefndin ritskoð- aði greinina og semdi afsökunar- beiðni til Kára sem formenn lækna- félaganna myndu undirrita. Nefndarstarfið var eitt símtal! Á síðasta degi hringdu nefndarmenn- irnir í vin. Landlæknir beið á lín- unni með sönnunina sem öðrum hafði yfirsézt í marga mánuði. Greininni var breytt „tafarlaust og varanlega“. Réttarheimildin var sótt til Vancouver í Kanada. Afsök- unarbeiðni var send. Allt var þetta gert í skjóli myrkurs. Hinn 29. nóv- ember 2005 rak Læknafélagið vammlausan ritstjóra Lækna- blaðsins vegna greinar minnar. Formaður Læknafélagsins sendi frá sér alþjóðlega yfirlýsingu hinn 1. desember 2005 um greinina og viðbrögð félagsins við henni. Þar var því sleppt að félagið hefði kært mig til siðanefndar. Verjandi minn fjallaði í ítarlegri greinargerð til siðanefndar um ráðabrugg Lækna- félagsins: Kæru Læknafélagsins, bráðabirgðaritnefndina, vitnisburð Sigurðar Guðmundssonar land- læknis og afsökunarbeiðnina. Læknafélagið braut stjórnarskrá og eigin lög. Siðanefndinni bar að sjálfsögðu að vísa málinu frá. Sannleikurinn á það til að koma í ljós Siðanefnd svaf á málinu í nokkur ár. Í október 2007 birti nýr ritstjóri Læknablaðsins langt viðtal við for- mann Læknafélagsins: „Ég bað stjórnarmenn að líta á greinina með tilliti til codex en ræddi engin efnisatriði hennar og tók jafnframt fram að þetta væru mín einu og síðustu afskipti af greininni þar sem höfundur hennar væri samstarfsmaður minn á sama vinnustað. Auðvitað kom ég síðar að málinu með því að þurfa sem for- maður að fylgjast með því að siða- nefnd læknafélagsins fjallaði um málið og það færi rétt í gegnum þann farveg.“ … „Hins vegar eru atriði í greininni sem ég tel vera brot á siðareglum en það er grein- arhöfundurinn sem fremur þau brot.“ (Lbl. 10. tbl 93. árg. 2007, Sigurbjörn Sveinsson.) Siðanefnd hafði enn ekki fjallað um kærumál Læknafélagsins gegn mér. Fyrir tveimur árum var ég að skoða úrskurð siðanefndar. Ég hafði á sínum tíma ýtt honum til hliðar sem auvirðilegum geðþótta- dómi. Ég sá nú að ekki var allt með felldu. Siðanefnd hafði falsað grein- argerð lögmanns míns. Hvern gat grunað slík ósköp? Ég var dolfall- inn. Ég lét Læknafélag Íslands vita af þessu með bréfi 29. september 2013. Læknafélagið stakk málinu undir stól. Hér eru nokkur dæmi um vinnubrögð siðanefndar. Í úrskurði siðanefndar hinn 7. desember 2007 segir: „Stjórn Læknafélags Íslands hef- ur ekki látið mál þetta til sín taka að öðru leyti en því að óska álits Siðanefndar á því hvort Jóhann Tómasson hafi gerst brotlegur gegn siðareglum lækna með ein- hverjum af ummælum sínum um Kára Stefánsson lækni í fyrrnefndri grein í Læknablaðinu.“ Þetta er fjarstæða. Ósannindin blasa við lesendum. Siðanefnd klippti greinargerð verjanda míns í tætlur. Á einum stað var heil blaðsíða numin brott og í henni var m.a. Sigurður Guð- mundsson landlæknir og yfirlýsing hans. Svo illa vildi til að í næstu málsgrein í úrskurði siðanefndar segir: „Landlæknir Sigurður Guð- mundsson hafi vitað eða átt að vita að það lækningaleyfi sem hann vitni til í yfirlýsingunni og hafði verið gefið út 10. júní 1977.“ Hvað er Sigurður Guðmundsson ókynntur að gera þarna? Með hvaða yfirlýsingu? Eins og skratt- inn úr sauðarleggnum. Þá segir í úrskurðinum: „Með þessu vottorði virðist Sig- urður Guðmundsson, læknir, hafa stuðlað að þeirri trú stjórnar Læknafélags Íslands og fleiri.“ Hverjir eru þessir fleiri? Ofangreind setning er óspjölluð svona: „Með þessu vottorði virðist Sigurður Guðmundsson, læknir, hafa stuðlað að þeirri trú stjórnar Læknafélags Íslands og bráða- birgðaritnefndarinnar.“ Um bráðabirgðaritnefndina (ad hoc ritnefndina) má lesa á vefnum: Læknablaðið 12. tbl. 91. árg. 2005. Hafi ég farið rangt með í grein þessari mun ég leiðrétta það umsvifalaust. Sjálfur. Ósannindi og falsanir siðanefndar lækna Eftir Jóhann Tómasson » Grátbroslegt dæmi um þetta er sá fyrir- sláttur að fólk geti verið undanþegið siðferðilegri ábyrgð á meðan það sinni störfum sínum. Jóhann Tómasson Höfundur er læknir. Vandinn um þessar mundir birtist í yf- irburðum tækninnar. Fyrir meira en öld voru vísindin í miklum ham við að finna lög- mál náttúrunnar. Ár- angur í þeirri viðleitni var mikill og nauðsyn- leg lyftistöng fyrir tæknina, allt frá dögum Newtons. Hins vegar get ég ekki séð að umtalsverð fram- för hafi orðið í skilningi okkar á hreyfingu efnisins síðastliðna heila öld. Snemma á tuttugustu öldinni voru komin nokkuð ítarleg lögmál um hreyfingu efnisins. Þar átti efnið að samastanda af þremur gerðum öreinda, sem hver um sig hafði sinn massa og hleðslu, þ.e. jákvæðri (rót- eind), neikvæðri (rafeind) og núll- hleðslu (nifteind). Mestur hluti rúms- ins væri án efnis, sem er að hluta skýringin á getu öreindanna til að vera á mikilli hreyfingu. Lögmál nátt- úrunnar byggðust þá á því að öreind- irnar framleiddu kraftsvið, rafsvið með hleðslunni og þyngdarsvið með massanum og þessi kraftsvið þvinguðu fram hreyfingu efnisins (öreindanna). Hreyfingin ásamt hleðslunni skapaði þátt þriðja krafts- viðsins, þ.e. segulsviðs, en þar er komin aðferð til að forða áreksri og viðhalda jafnvægi hreyfingar á tak- mörkupu svæði (frumeindir og sam- eindir). Með hreyfijöfnu Newtons á þessu almenna formi, stærðfræðilega nákvæmum lögmálum rafsegulsviðs- ins og að vísu ekki eins nákvæmum lögmálum þyngdarsviðsins, voru komnar stærðfræðilegar jöfnur sem áttu að geta reiknað út framtíðina að næstu fortíð þekktri (sem er að vísu lítil von að verði). Vand- inn er að lausnir hafa ekki fundist á þessu kerfi. Ekki hefur tekist að reikna út segulsvið og hreyfingu öreind- anna tveggja sem mynda frumeind vetn- isins, hvað þá fyrir flóknari frumeindir með fleiri róteindir en eina. Ástæðan er einfaldlega sú að stærðfræðilegu jöfnurnar eru af þeirri gerð að ekki er til nein almenn aðferð til að leysa þær. Það er því ekki nema von að eðlisfræðingar hafi ekki fundið nákvæmar lausnir og að þeir hafi þá reynt að skapa nýjar kenningar með jöfnum sem hægt er að leysa. Mér sýnist hins vegar fátt benda til að þessar nýju kenningar leysi þann vanda sem þarf. Málið er að breytileg staðsetning efnisins með tímanum, þ.e. hreyfing þess, er und- irstaða allra atburða og skynjunar okkar á náttúrunni, hvort heldur með sjón, heyrn eða tilfinningu. Menn hafa lengi glímt við að skilja tillífgun gróðursins, þegar plönturnar búa til lífræn efni sín með orku frá sólarljósinu, þ.e. með því að nota raf- segulsviðið frá sólinni. Þessi lífrænu efni eru síðan undirstaðan í fram- leiðslu grasbítanna (og svo rándýra) á sínum lífrænu efnum, en orkuna fá þeir með því að nota súrefni til brennslu og skila koltvísýringi til baka út í andrúmsloftið, sem plönt- urnar nota svo og skila súrefninu. Þessi hringrás er uppistaðan í jafn- vægi lífsins. Vonlaust er að finna hvernig þetta gerist nema með því að reikna segulsvið og hreyfingu öreind- anna. Mörgum finnst líklegt að þetta ætti að vera hægt að reikna nú á tölvuöldinni. Þótt tölvan sé orðin mjög hraðvirk og geti safnað fljótt miklum upplýsingum, þá gerir hún bara það sem henni er sagt og ef hún fær gallaðar aðferðir til að nota, þá gerir hún vitleysur. Eitt merkasta framlag eðlisfræð- innar er orkuhugtakið og þá sér- staklega innihald sérhvers svæðis í rúminu á rafsegulorku og hreyfiorku (allra öreinda í svæðinu). Heildar- orkan varðveitist, þ.e. breytist ekki nema vegna inn- eða útgeislunar, meðan engin öreind yfirgefur svæðið. Hins vegar getur rafsegulorka breyst í hreyfiorku og öfugt. Þetta er stærð- fræðileg afleiðing hreyfilögmálanna, að vísu með kröfu um varðveislu massans. Þá er horft framhjá hugs- anlegum áhrifum þyngdarsviðsins. Mælingar eðlisfræðinga á geislun eru orðnar glæsilegar, en með þeim mælist einungis breyting á rafseg- ulorku svæðis. Óljóst er hve mikla orku hver frumeind, kjarni eða öreind getur innihaldið og geymt við gefnar aðstæður, þótt mælingar gefi til kynna frá hvers konar efni geisl- unin kemur og hvar í röð orkuþrepa efnið er statt. Minnsta orkuþrep rót- eindar er kyrrstaðan. Róteindin er ekki til í því myrka ástandi hér á jörð- inni vegna áhrifa sólar. Hins vegar getur róteindin komist í mun hærra orkuástand með snúningi um eigin ás (í gegnum massamiðjuna). Slíkt snúningsástand getur verið myrkt, þ.e. engin geislun, og því erfitt rann- sóknarefni. Að taka orku frá sólinni (það mætti gera með framleiðslu raf- magns) og safna henni í snúnings- orku róteinda, eða aðra kjarnaorku, sýnist vera eina leiðin til að geyma orku í stórum stíl. Geymsla með efna- fræðilegum aðferðum nær til miklu minna orkumagns. Það þarf að ráða hóp stærðfræð- inga með rétta menntun til að ráðast á hreyfijöfnurnar og fá hugmyndir um lausn sem duga. Byrja þarf á skoðun jafnvægis en ekki á geislun vegna mikils ójafnvægis eins og mik- ið hefur verið reynt. Túlkun geislunar er ekki sjálfgefin. Innri vandi vísindanna Eftir Halldór I. Elíasson Halldór I. Elíasson »Mestur hluti rúmsins væri án efnis, sem er að hluta skýringin á getu öreindanna til að vera á mikilli hreyfingu. Höfundur er stærðfræðingur. Ævar og Jón H. fóru á kostum í tvímenningi á Suðurnesjum Ævar Jónasson og Jón H. Gíslason stimpluðu sig inn í vetrarstarfið sl. miðvikudag í eins kvölds tvímenningi með 64,3% skor. Enginn komst með tærnar það sem þeir höfðu hæl- ana. Sigurjón Ingibjörnsson og Oddur Hannesson voru með 54,8% og Gunnlaugur Sævars- son og Arnór Ragnarsson með 53,6%. Nk. miðvikudag tekur við al- varlegri dagskrá en þá skal hefja þriggja kvölda hausttví- menning. Spilamennska hefst kl. 19 eða þar um bil. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Sumir menn verða stórir af menntun sinni og verkum en sumir ekki. Sumir verða litlir menn vegna starfa sinna og verða jafnvel gjald- þrota og missa ær- una, ef illa gengur. Sumir menn verða stórir af að reka fyr- irtæki með tapi árum saman og verða æ stærri eftir því sem tapið er meira og árangurinn ósýnilegri, nema í stórbyggingum yfir starfsemi sína og glæsibyggingum utan um einka- líf sitt. Sumir menn eru svo litlir, að þeir geta ekki greitt skuldir sínar. Sum- ir menn eru svo stórir, að þeir þurfa ekki að greiða skuldir, sem þeir hafa stofnað til, en til slíkra skulda er oft stofnað til að sýna, hve stórir þeir eru. Sumir menn eru svo litlir, að þeir greiða þær skuldir, sem þeir hafa stofnað til, án þess að vera dæmdir til þess. Sumir menn eru svo stórir, að séu þeir dæmdir til að greiða skuldir, sem þeir hafa stofnað til, eru slíkir dómar rangir. Sumir eru svo stórir, að þeir geta sannað með greinaskrifum í blöð, að þeir, sem dæma þeim í óhag, eru í besta falli óhæfir til slíkra verka og jafnvel skítmenni í þokkabót. Hugleiðingar þessar urðu til við lestur greinar í Fréttablaðinu 23. október sl. eftir einn af stóru mönnunum í okkar þjóðfélagi og vísindasamfélagi al- heimsins. Mér varð dálítið órótt. Ég dró fram litla bók, sem heitir Lífsgleði á tréfæti og fór að lesa. Þá varð mér rórra. Stórir menn og litlir Eftir Axel Kristjánsson Axel Kristjánsson » Sumir menn eru svo litlir, að þeir greiða þær skuldir, sem þeir hafa stofnað til, án þess að vera dæmdir til þess. Höfundur er lögmaður. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.