Morgunblaðið - 26.10.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.2015, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015 ✝ Sigurlína Jóns-dóttir fæddist í Hleiðargarði í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 26. sept- ember 1935. Hún lést á Akureyri 7. október 2015. For- eldrar hennar voru Jón Vídalín Ólafs- son, bóndi og mjólkurbílstjóri, f. 7.12. 1911, d. 28.10. 1941, og Auður Sig- urpálsdóttir, verkakona og hús- móðir, f. 28.9. 1916, d. 23.4. 1984. Sigurlína var elst í systkina- hópnum en þau eru samfeðra: Hildur, f. 1936, búsett á Ak- ureyri, Ólafur, f. 1937, búsettur á Akureyri, Indiana, f. 1939, búsett í Reykjanesbæ, Krist- jana, f. 1940, búsett á Akureyri. Sammæðra: Guðrún, f. 1945, búsett í Fnjóskadal, Sigurpáll, urlínu er Hilmar Geir Hannes- son, f. 21.8. 1942. Börn þeirra eru: 1) Hannes Karl, f. 24.4. 1973, í sambúð með Svanhvíti Alfreðsdóttur, f. 9.2. 1976, og eiga þau þrjú börn. 2) Ásta Lín, f. 24.4. 1973, gift Arngrími Magnússyni, f. 25.3. 1972, og eiga þau tvo syni. Árið 1977 giftist Sigurlína Hreini Guðmundi Þorsteinssyni sjómanni, f. 23.11. 1930, en hann lést 29.12. 1979. 10 ára gömul fluttist Sig- urlína með fjölskyldu sinni til Akureyrar og 16 ára fór hún að vinna á Kristneshæli, þar sem hún kynntist Karli Gunnari fyrri manni sínum. Stofnuðu þau heimili á Akureyri árið 1953 og lengst af bjuggu þau í Norðurgötu 26. Á meðan Karl Gunnar lifði var Sigurlína heimavinnandi húsmóðir en eft- ir andlát hans fór hún að vinna úti fyrir heimilinu ýmsa verka- kvennavinnu. Síðustu starfsárin vann hún sem matráður í Landsbankaútibúinu í Kaup- angi á Akureyri. Útför Sigurlínu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 26. október, kl. 13.30. f. 1947, búsettur á Akureyri. Árið 1955 giftist hún Karli Gunnari Biering Sigfússyni verslunarmanni, f. 4.1. 1930, d. 6.8. 1968. Börn þeirra eru: 1) Jón Símon, f. 15.8. 1954, giftur Jónínu Ingibjörgu Jóhannsdóttur, f. 13.3. 1955, og eiga þau fjögur börn og þrjú barna- börn. 2) Gunnar f. 12.12. 1956, giftur Björgu Rafnsdóttur, f. 8.12. 1955, og eiga þau eitt barn og tvö barnabörn. 3) Auð- ur Snjólaug, f. 25.6. 1959, gift Gunnari Halli Ingólfssyni, f. 3.8. 1956, og eiga þau sex börn og átta barnabörn. 4) Sigfús Arnar, f. 25.9. 1965, giftur Guð- rúnu Rúnarsdóttur, f. 3.4. 1967, og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Barnsfaðir Sig- Elsku móðir mín. Nú er komið að leiðarlokum hjá þér á þessari jörð. Ég vil þakka þér fyrir að hafa gefið mér líf, verið mér móð- ir og kletturinn minn. Alltaf gat ég leitað til þín, sama hvað bját- aði á. Mér er þakklæti efst í huga fyrir allar þær ótal gleðistundir sem ég eignaðist með þér og fjöl- skyldunni. Þá á ég við kleinu- og sláturgerðina til að mynda. Þá var nú gaman! Ekki má gleyma laufabrauðsgerðinni fyrir jólin. Þegar maður var kominn til vits og ára var röðin komin að því að dóttirin tæki við og handbrögðin væru rétt og að öllum kúnstar- innar reglum væri fylgt. Enda var ævinlega allt hundrað pró- sent hjá þér, elsku mamma! Myndarskapurinn leyndi sér heldur ekki þegar kom að handa- vinnu hjá þér, mamma mín. Allir kjólarnir úr æsku minni, ullar- sokkarnir sem þú færðir börn- unum mínum, gardínurnar og dúkarnir. Já, þú varst með sanni hæfileikarík kona. Þú varst trygg og trú okkur systkinunum og síðar fjölskyld- um okkar allra. Besta mamma, amma og langamma sem hugsast gat og öll munum við sakna þín með sanni. Minningarnar eru æði margar og það er gott að hugsa til þess að lokaminning margra innan fjölskyldunnar um þig er frá áttræðisafmæli þínu. Þú varst svo glöð og þakklát að fá að fagna því með fjölskyldu og vin- um. Það mun vafalaust ylja þeim sem eftir lifa að hafa átt þá stund með þér. Ásamt svo ótal fleiri fal- legum og hugljúfum stundum með þér. Að lokum vil ég þakka þér fyr- ir allt, elsku mamma. Guð geymi þig í faðmi sínum, blessuð sé minning þín. Þín dóttir, Auður Snjólaug Karlsdóttir. Elsku mamma, nú hefur þú kvatt okkur í síðasta sinn og haldið á vit nýrra ævintýra. Ég vissi að þessi stund myndi koma fyrr en síðar og átti því að vera tilbúinn. En ég var fjarri því að vera tilbúinn undir það að kveðja þig, þetta tekur meira á mig en orð fá lýst. Þú sagðir mér ein- hvern tímann, þegar við ræddum málin, að þetta væri orðið gott hérna og þú værir búin að skila þínu. Heldur betur varstu búin að skila góðu verki, hvílík ofur- kona sem þú varst. Sterk, góð, umburðarlynd, þolinmóð, örlát, hjálpsöm, falleg og einstök. Þú varst góð við alla og alltaf til í að hjálpa öllum, jafnvel þó að hlut- irnir væru ekki svo einfaldir í þínu lífi. Því að þú varst heldur betur búin að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Þrátt fyrir allar hindr- anir og erfiðleika sem þú lentir í í lífinu stóðstu alltaf upp aftur og barðist áfram fyrir þig og þína. Það er ekki sanngjarnt hversu mikið var lagt á þig á köflum, missir tvo maka og elur upp sex börn langtímum saman ein. En þú varst heppin með hversu gott fólk hefur verið í kringum þig. Elsku mamma, ég hefði ekki get- að fengið betri mömmu en þig, þú varst einstök mamma og hús- móðir af guðs náð. Heimili þitt var alltaf fallegt og stóð alltaf öll- um opið, og ávallt var mikill gestagangur hjá þér. Þar kom fólk ekki að tómum kofanum, alltaf var til nóg af heimabökuð- um kökum og nóg af mat. Sem er alveg óskiljanlegt þegar maður horfir til baka, því ekki varstu hálaunakona, en þú kunnir að nýta hlutina. Mamma, við tvö gengum í gegnum margt saman, þú þurftir að hafa aðeins meira fyrir mér en systkinum mínum. Við fórum margar ferðirnar sam- an suður þegar ég fór í aðgerðir og alltaf og í öllu mínu lífi hefur þú staðið sem klettur við hliðina á mér. Þú stappaðir í mig stálinu á erfiðum stundum, gladdist yfir sigrum mínum og allt þar á milli. Ég varð loks faðir á þessu ári og ég gleymi aldrei hversu ánægð þú varst þegar ég sagði þér frá því að það væri drengur á leið- inni hjá okkur Svanhvíti, og þeg- ar Hilmar Hreinn fæddist og þú sást hann í fyrsta sinn ljómaðir þú ekki minna en ég sjálfur. Ég vildi óska þess að þú hefðir verið með okkur nokkur ár í viðbót og séð drenginn okkar vaxa úr grasi, og hann hefði fengið að kynnast bestu ömmu í heiminum, ömmu Línu. En þið áttuð svo magnaðar stundir saman þegar þið hittust á þessum sjö mánuð- um. Ég mun segja drengnum okkar hversu yndisleg mamma og amma þú varst, þegar hann verður eldri. Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni, og sorgartárin falla mér á kinn, en hlýjan mild af heitri ástúð þinni, hún mýkir harm og sefar söknuðinn. Í mínum huga mynd þín skærast ljómar, og minningin í sálu fegurst ómar. Þú móðir kær þér aldrei skal ég gleyma, þinn andi fylgi mér á lífsins strönd. Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma og halda fast í Drottins styrku hönd. Með huga klökkum kveð ég góða móður. Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti sjóður. (Árni Gunnlaugsson) Elsku mamma, ég vona að þú sért hamingjusöm á ný í faðm- inum á Hreinsa, og þið fylgist með og vakið yfir okkur öllum. Takk fyrir allt. Þinn sonur, Hannes Karl og fjölskylda. Elsku mamma mín, nú hefur þú kvatt þetta jarðneska líf og ert komin til þeirra sem á undan hafa farið. Það var greinilega mikill fögnuður hinum megin þann dag sem þú kvaddir okkur hér því norðurljósin léku á als oddi það kvöld. Fyrir mér er söknuðurinn mikill og sár, þessi kveðjustund er erfið. Það er mik- ið og stórt skarð sem hefur myndast í fjölskyldunni, skarð sem ekki verður hægt að fylla. Þú barst titilinn höfðingi í „Litlu Nesættinni“ okkar og varst vel að honum komin. Það er ekki hægt að segja að líf þitt hafi verið dans á rósum, þú þurftir vel fyrir því að hafa. Þegar ég hugsa til baka man ég samt ekki eftir því að okkur hafi skort neitt í upp- vextinum, þú skaffaðir í okkur og á. Við tvíburarnir fengum að æfa eina íþrótt eða sinna öðru áhuga- máli yfir veturinn. Auðvitað lang- aði okkur í margt sem jafnaldrar okkar fengu en við ekki. Það var sama þó að við bentum á það að það væri hægt að skrifa ávísun. Margar minningarnar koma fram í hugann þegar ég hugsa til baka. Allar sveitaferðirnar, fram að Hrísum, í Vaglir, Lerkihlíð, Brúnagerði og Steinkirkju. Það var nú í fæstum ferðunum setið auðum höndum, það var ýmis bakstur eins og kleinur, soðið brauð, flatkökur og jafnvel hnall- þórurnar fagurskreyttar fyrir einhverja ferminguna. Þú sast aldrei auðum höndum, varst allt- af með eitthvað á prjónunum, heklunálinni eða í saumavélinni. Þú varst alltaf boðin og búin að hjálpa öðrum ef eitthvað stóð til. Einnig kemur fram í minningun- um sumardvölin í Hólsgerði þar sem þú varst ráðskona. Þú varst dugleg að fara með okkur krakk- ana í berjamó og útilegur, þar sem appelsínugula tjaldið bar af. Þegar ég fór sem skiptinemi til Ameríku og au-pair nokkrum ár- um síðar studdir þú mig vel þrátt fyrir að vera sjálf áhyggjufull. Bréfaskriftirnar og kassetturnar sem fóru okkur á milli á þessum tímum eru mér dýrmætar. Eftir að ég flutti að heiman var gott að koma heim í mömmumat. Þegar þú varst flutt í Lindasíðuna var gott að gista hjá þér í litlu geymslunni. Þegar þú komst suður til mín voru ættingjarnir heimsóttir og þú kenndir mér ýmsan bakstur og hannyrðir. Í eitt skiptið kenndir þú mér að gera vatnsdeigsbollur og okkur tókst að bræða úr handþeytaran- um, því enga hrærivél átti ég. Það eru ekki margir sem geta státað af því að hafa eytt brúð- kaupsnóttinni með mömmu sína (og tengdamömmu) sofandi í stofunni við hliðina á hjónaher- berginu, með enga hurð. Það var alveg yndislegt að koma til þín á Hlíð, sérstaklega þau skipti sem ég kom ein norður og gat gist hjá þér í herberginu þínu. Starfsfólki Aspar- og Beyki- hlíðar vil ég þakka sérstaklega fyrir hlýja, góða og ósérhlífna umönnun. Þið eruð frábær og Eva, takk fyrir að vera mömmu traust, trú og yndislegur tilsjón- armaður. Það hafa myndast sterk og góð bönd milli mömmu og starfsfólksins, sem og okkur fjölskyldunnar, á þeim þremur og hálfu ári sem mamma hefur búið á Asparhlíð. Ég hef sagt það frá því mamma flutti þangað að hingað vil ég flytja þegar sá tími kemur. Elsku mamma mín, hvíl í friði, þín er og verður sárt saknað. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín dóttir, Ásta Lín. Elsku mamma mín. Þau voru þung sporin sem við Guðrún mín tókum klukkutíma fyrir brottför þann 7. október í okkar langþráða sumarfrí. Svo þung. Mikið erum við þó þakklát fyrir þær mínútur sem við áttum ein með þér stuttu áður og náð- um að kveðja þig, það var mik- ilvægt. Það er margs að minnast og í mínum huga ert þú alþýðu- hetja, hetjan mín sem bognaðir en brotnaðir aldrei þrátt fyrir endalausar klyfjar sem almættið setti á þig. Fyrst að taka frá þér föður þinn, þá sex ára að aldri, elst fimm systkina og ég veit að þú þurftir strax mjög ung að vinna hörðum höndum, enginn tími til að leika sér eða sinna því sem börn eiga að sinna. Síðan var bætt á þig byrði þegar pabbi dó, þú rétt að verða 33 ára með fjög- ur börn, þriggja til fjórtán ára. Að lokum þegar Hreinsi var tek- inn frá okkur öllum eftir tveggja ára hjónaband ykkar og þú rétt 44 ára gömul mamma. Aldrei brotnaðir þú en vissulega bogn- aðir. Ég er ekki viss um að nú- tíma konur og menn þyldu jafn- miklar byrðar í dag og þú þurftir að bera, elsku mamma mín. Við Guðrún og börnin okkar erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Ferða- lögin öll í sumarbústaði hingað og þangað um landið sem byrj- uðu á ferð í Öxarfjörðinn haustið áður en við áttum von á frum- burði okkar. Síðan komu þær hver á fætur annarri. Ferðirnar sem þú fórst með okkur á sjó- stangaveiðimótin, ferð í Grímsey svo ekki sé talað um ferðina til Portúgal. Krakkarnir eru enn að tala um þá ferð, mamma. En nú skiljast leiðir að sinni, elsku mamma mín. Miðvikudag- arnir verða svo mikið fátækari fyrir okkur Guðrúnu en við reyndum að koma í hverju mið- vikudagshádegi og borða með þér eftir að þú fluttir á Hlíð og stundum komu krakkarnir með og afastrákurinn minn, hann Bergmar Logi, það þótti þér vænt um og varst alltaf stolt af því að sýna stóru fjölskylduna þína. Aðfangadagskvöldið í ár verður erfitt. Þú varst vön að vera hjá okkur Guðrúnu og börn- unum allt frá því 1996, það verð- ur auður stóll í ár. Ég hygg hins vegar að þú haf- ir verið reiðubúin, öll börnin þín búin að gera þig að ömmu og við eldri börnin þín öll orðin að ömmu eða afa. Það er með söknuði, ómældri væntumþykju og umfram allt djúpri virðingu sem við kveðjum þig í dag, elsku mamma mín. Elska þig að eilífu. Þinn sonur, Sigfús. Elsku amma Lína. Það er svo erfitt og nær ómögulegt að gráta þig. Því þegar hugurinn reikar þá á maður nær einungis góðar og fallegar minningar um þig. Ég er nokkuð viss um að allir geta sagt og segja að amma þeirra sé sú besta sem til er. Þar er ég engin undantekning! Þú varst holdgervingur sannleika, góðvildar og heiðarleika. Þig ein- kenndu svo margir eiginleikar sem létu þig virðast standa öðru fólki framar. Þótt þú hefðir aldr- ei samþykkt að hægt væri að lýsa þér á þann hátt. Takk fyrir lífið sem þú gafst móður minni, það færði mér mitt líf sem ég hef nú gefið dóttur minni. Síðast en ekki síst, takk fyrir að vera fyrirmyndin mín. Takk amma, takk! Þín Elva Rún. Elsku amma Lína. Við söknum þín. Það var gott að gista í geymsl- unni hjá þér (í Lindasíðu). Það var gaman að vaska upp hjá þér. Þú áttir alltaf eitthvað gott handa okkur, mola eða súkkulaði. Mamma og pabbi láta þessa vísu fylgja: Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þínir Magnús Geir og Hjalti Hreinn. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Hvíl í friði, elsku amma, og takk fyrir allt Þín sonardóttir, Dagný. Sigurlína Jónsdóttir Systir okkar, mágkona og frænka, GUÐRÚN KARLSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, andaðist á Vífilsstöðum aðfaranótt þriðjudagsins 20. október 2015. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 26. október klukkan 11. . Anna Karlsdóttir, Stefanía Björk Karlsdóttir, Stefán Arnar Kárason, Fanney Sigurjónsdóttir, systkinabörn. Ástkær faðir minn, JÓN LEIFUR MAGNÚSSON frá Akbraut, verður jarðsunginn frá Marteinstungukirkju laugardaginn 31. október klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, . Linda Ósk Jónsdóttir. Okkar ástkæri PÁLL BRYNJARSSON lést þann 15. október síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 30. október klukkan 11. . Bärbel Auf der Mauer, Þórunn Brynja Júlíusdóttir, Brynjar Örn Gunnarsson, Bernd Auf der Mauer, Karina Auf der Mauer, Erla Brynjarsdóttir, Brynjar I. Unnsteinsson, Gísli Brynjarsson, Anna Björk Sigurjónsdóttir, Martin Auf der Mauer, Kaj Auf der Mauer. Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, tengdamóðir, amma, systir og frænka, MARGRÉT MARÍA EINARSDÓTTIR, verður jarðsett frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 29. október klukkan 13. . Erlingur Sveinn Haraldsson, Elísabet Jóhanna Guðmundsdóttir, Esra Már Arnbjörnsson, Árni Jóhann, Sveinn Þórir Erlingsson, Pétur Þór Erlingsson, Brynjar Ingi Erlingsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.