Morgunblaðið - 26.10.2015, Page 26

Morgunblaðið - 26.10.2015, Page 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015 TWIN LIGHT GARDÍNUR Betri birtustjórnun MEIRA ÚRVAL MEIRI GÆÐI ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA EFTIR MÁLI Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 10-18 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Vetrardag einn þegar snjókornin féllu eins og hvítar fjaðrir af himni sat bóndadóttir ein við gluggann sinn við lestur. – Þannig gæti ævintýri um Silju Aðalsteinsdóttur, bókmennta- fræðing, hafist en hún fæddist í Rauðuvík á Árskógsströnd en ólst upp á Akureyri og varð bókelsk á unga aldri. Sá brestur er þó á að æv- intýri um ævi Silju gæti skort hin skýru mörk góðs og ills eins og annað sem gerist í raun- veruleikanum. Allar líkur eru á að Silja myndi sjálf benda á þann vankant enda nýbúin að þýða ein þekkt- ustu ævintýri bókmenntasög- unnar, úrval úr sjálfum Grimms- ævintýrum sem var að koma út í stórri og myndarlegri bók. „Philip Pullman, sá sem endur- sagði ævintýrin í þessari bók, lýsir ævintýrinu sem bókmenntagrein vel í inngangi bókar sinnar. Hann segir að þar ráði atvik og atburðir ferðinni; þau eru kjarni sögunnar og í raun það sem allt snýst um og skiptir máli. Sál- arlíf fólks varðar okkur lítið um og persónurnar skipta litlu máli í fram- gangi sögunnar sem slíkar. Oft fáum ekki einu sinni að vita hvað þær heita. Við þekkjum margar sögupersónur eingöngu sem dóttur malarans eða son fátæks bónda. Umhverfið skiptir líka sjaldan máli enda mikilvægara að segja frá því hvernig atburðir hitta sögupersónur og hvernig þær kljást við aðstæður sínar.“ Mörk góðs og ills þurfa líka að vera skýr að sögn Silju og sagan má ekki enda illa fyrir aðalpersónuna. „Iðulega eru það smælingjarnir sem hafa betur í ævintýrum, rísa upp sem sigurvegarar. Þeir gera það ekki í fyrstu tilraun og ekki annarri en alltaf eða oftast í þeirri þriðju. Þessar sögur voru sagðar og endursagðar út í það óendanlega, ekki síst börnum og ungu fólki sem leiðarvísir, hvatning til að gefast ekki upp þegar á móti blæs en halda áfram að ströggla því þá og kannski aðeins þá gæti þeim hlotnast hamingjan. Og tákn hennar er hálft konungsríkið og konungs- dóttirin eða prinsinn.“ Þau íslensku groddalegri Íslenskar þjóðsögur eiga margt sameiginlegt með ævintýrum þeirra Grimmsbræðra og má víða í bókinni lesa samanburð Silju á þessu tvennu, t.d. sögunni um „Drenginn sem fór út í heim til að fá hroll“ í safni Grimms- bræðra og sögu í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, sem nefnist Ófælni drengurinn. „Ævintýrið gerist í alíslensku um- hverfi og er langt og viðburðaríkt; í stað kastala hjá Grimmsbræðrum er sjálfur Skálholtsstaður. Þar er biskup nýlátinn og slíkir reimleikar á staðn- um að enginn helst þar við,“ segir Silja í viðbót sinni við þýðingu Pull- mans á ævintýri Grimmsbræðra. Hún bætir við að margt sem hendir strákinn í ævintýri Grimmsbræðra eigi sér samsvörun í íslensku þjóð- sögunni. „Ég lá yfir þjóðsögum Jóns Árna- sonar árum saman og ég vildi að ég væri sá sérfræðingur í þessum sögum sem þú lætur í veðri vaka að ég sé,“ segir Silja spurð um skyldleika ís- lensku þjóðsagnanna og ævintýra Grimmsbræðra. „Það er ég samt ekki en mín tilfinning er sú, eftir að hafa rennt yfir öll bindin af Þjóðsögum Jóns Árnasonar í leit að hliðstæðum við Grimmsævintýri, að íslensku þjóðsögurnar séu ívið grófari. Við vit- um að Grimmsævintýrin voru hreins- uð, einkum í seinni útgáfum, gerð kristilegri, siðlegri og móralskari. Engin slík vinnsla hefur átt sér stað á íslensku þjóðsögunum enda eru þær beinskeyttar og stundum pínulítið dónalegar.“ Silja segir íslensku sögurnar oft á tíðum fyndnari en sögur Grimms- bræðra og ljóst sé að íslensku sögu- mennirnir hafi verið óhræddir að senda safnaranum groddalegar sög- ur. Hún er viss um að Jón Árnason hafi kunnað að meta það. Nær upprunanum Grimmsævintýri hafa Íslendingar þekkt í fjölda ára en fyrsta stóra safn- ið af þýðingum kom út á árunum 1922-1937 og var eftir Theodór Árna- son. Silja segist hafa átt þrjú bindi af fimm í þýðingu hans sem barn og hafi því aldeilis ekki verið að koma að sög- unum í fyrsta sinn. „Ég þaullas ævintýrin þegar ég var lítil og hafði svo gaman af þeim. Theo- dór þýddi 75 ævintýri af 210 ævintýr- um Grimmsbræðra og eru margar af hans þýðingum á sömu sögum og Pullman velur í sinni bók. Ég komst því ekki hjá því að hafa Theodór til hliðsjónar. Góð þýðing og enn vel læsileg fyrir nútíma Íslendinginn en vissulega barn síns tíma og merkt sínum tíma í orðfæri og stíl. Ég vildi því ekki endurbirta þá þýðingu en bar minn texta oft saman við hana.“ Silja er trú texta Pullman í sinni þýðingu en segist þó leyfa sér ákveðið frjálsræði. „Til er fjöldi þýðinga á Grimms- ævintýrum á ensku en Pullman fer þá leið að endursegja þau með sínum orðum. Hann hvetur okkur líka, þeg- ar við segjum sögurnar sjálf í góðum hóp, að orða þær upp á nýtt á okkar eigin stíl. Ég tók hann því á orðinu og var ekki hundslega trú texta hans.“ Enska, íslenska og þýska Silja segist aldrei hafa gefið sér leyfi til að bæta við textann eins og Pullman gerir á stöku stað en hafi notað sinn stíl við þýðinguna og hafði auk þess þýska frumtextann aldrei langt frá sér. „Hversu mikið minn persónulegi stíll er á þessari þýðingu er ekki fyrir mig að meta. Það væri eflaust gaman að skoða saman upprunalegan texta Grimmsbræðra, texta Pullmans og minn. Ég er þó ekki viss um að það kæmi neitt merkilegt út úr slíkri skoðun, allavega ekki þegar borinn er saman minn texti og Pullmans,“ segir Silja. „Mig langaði oft að vita hvort eitthvað sem mér þótti skemmtilegt og fyndið hjá Pullman, t.d. brandarar og samtöl, væri eins í frumtextanum og leitaði því iðulega í hann. Það kom í ljós við þá athugun að þó að Pullman sé trúr frumtextanum hefur hann sums staðar gert sér meiri mat úr til- efnum. Stundum leit ég líka á þýska textann hreinlega vegna þess að Þar sem mörk góðs og ills  Grimmsævintýri eru komin út í nýrri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur  Þýðingin er trú frumtextanum en fylgir samt endursögn Philips Pull- mans sem gaf þær út í enskri þýðingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.