Fréttabréf - 01.12.1996, Page 6
okkar mál og önnur mál, Kvennalistinn þyrfti að Iáta öll mál til sín taka.
Sjöfn Kristjánsdóttir talaði um að hægt væri að stofna málefnahópa til að
styðja þingkonumar. Einnig var rætt um sameiningu jafnaðarmanna og hvort
þaö væri vilji til sameiningar eða samvinnu við aðra flokka. Kristín
Halldórsdóttir sagði að ekki kæmi til greina að ganga í Alþýðuflokkinn og
fleiri konur tóku undir það. Hins vegar sagði hún það vel inni í myndinni að
halda sameiginlega þingflokksfundi um einstök mál og skoða hvort nánari
samvinna við aðra væri æskileg. Konur voru almennt sammála um að skoða
þyrfti allar leiðir í þessu samhengi. Jóna Valgerður talaði um að módel
Reykjavíkurlistans höfðaði til margra Kvennalistakvenna en ekki væri Ijóst
á þessari stundu hvemig yrði boðið fram í næstu kosningum. Kvennalistinn
var stofnaður til að koma ákveðnum hlutum til skila í íslensku þjóðlífi og
skoða þarf allar leiðir til að það megi takast.
Anna Ólafsdóttir Bjömsson sleit landsfundi kl. 16.30 á sunnudeginum og kl.
17.00 var haldið með bát frá Viðey.
Yfirlýsing 14. iandsfundar Samtaka um kvennalista
A 14. landsfundi Kvennalistans beinum við sjónum að möguleikum kvenna
til áhrifa í nokkmm þeim málum sem næst okkur standa og þeim árangri sem
þegar hefur náðst. Á þessu ári em liðin 20 ár frá því að Jafnréttislög voru sett,
sem kveða á um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, en staðan sýnir að hægt
hefur miðað í því að ná markmiðum laganna. Oft á tíðum hafa þau verið
orðin tóm.
Kvennalistinn hefur komið mörgu til leiðar á Alþingi þótt ekki hafi orðið af
þátttöku í ríkisstjóm. Hins vegar hafa kvenfrelsiskonur komist til valda í
nokkrum sveitarstjómum og fengið þar tækifæri til þess að breyta orðum í
athafnir. Þær hafa sýnt það og sannað að það er pólitískur vilji sem skiptir
máli. Nærtækustu dæmin höfum við af vettvangi borgarstjómar Reykjavíkur
þar sem orðin ein em ekki látin duga. Þar er leikskóla- og grunnskólamálum
sinnt af ríkulegum metnaði. Þar eru í undirbúningi aðgerðir til þess að taka á
launamisrétti kynjanna. Þar er jafnréttismálum gert hátt undir höfði og um
þessar mundir verið að hrinda af stað athyglisverðri tilraun með
fæðingarorlof feðra. Þá hefur konum markvisst verið fjölgað í
stjómunarstöðum, og það án þess að ýta til hliðar hæfum körlum. Þetta sýnir
að pólitískur vilji er forsenda þess að orðum sé breytt í athafnir í
sveitarstjómum og við stjóm landsins.
6