Fréttabréf - 01.12.1996, Síða 9

Fréttabréf - 01.12.1996, Síða 9
 Þá er ekki síður áberandi hve eignarhald á helstu fyrirtœkjum landsins er að þjappast saman. Stórfyrirtœkin leita fanga œ víðar svo sem í fjöl- miðlaheiminum. Það er áhyggjuefni ef helstu fyrirtœki landsins œtla að stjór- na því hvað landsmenn fá að sjá og heyra, hvaða umrœða á sér stað í sam- félaginu og hvemig. Svarið við því er að setja reglur um hringamyndun, efla menntun og faglegan metnað fjölmiðlafólks og styrkja Ríkisútvarpið sem frjálsan lýðrœðislegan fjölmiöil. Fjölmiðlar eiga að stuðla að gagnrýnni, lýðrœðislegri umrœðu og veita nauðsynlegt aðhald, jafnframt því að virða einkalíf fólks og mannhelgi. Þeir eiga að endurspegla samfélagið, þar með talin störf, áhugamál og mannréttindabaráttu kvenna. íslenskt samfélag hefur breyst gífurlega á þessari öld og enn meira er framundan. Við erum að halda inn í 21. öldina þar sem tœknin mun ráða ríkjum í enn ríkara mœli en nú. Fjölbreytt störf framtíðarinnar munu að miklum hluta verða til í tengslum við upplýsingaþjóðfélagið og möguleika þess. Konur munu setja sitt mark á þróunina, hasla sér völl á nýjum sviðum og nýta tœknina til að gera samfélagið vinsamlegra einka- og fjölskyldulífi. Það þarf að beina sjónum í auknum mœli að gœðum mannlífsins. í umrœðum kvenna um heim allan beinast sjónir œ meir að heilsu og lifnaðarháttum kvenna og því mikla álagi sem einkennir líf þeirra og rœnir þœr þeim gœðum sem skipta mestu þegar allt kemur til alls. Framundan eru tœkifœri til að stytta vinnuU'mann, jafna launakjör, auka tómstundir og veita bömum þá umhyggju sem þau þurfa. Til að svo verði þurfa sjónarmið kvenfrelsis, jöfnuðar og samábyrgðar að komast til vegs og virðingar. Við skulum minnast þess að það er hœgt að stíga skref til baka og svipta konur réttindum eins og nýlega sannaðist í Afganistan. Því þurfa konur einnig að standa saman um að verja áunnin réttindi og sýna kynsystrum okkar um allan heim stuðning í verki. Ályktun 14. landsfundar Kvennalistans um menntamál Landsfundur Kvennalistans í Viðeyjarstofu 2. - 3. nóv. 1996 vill að menntun verði forgangsmál í íslensku samfélagi. Konur em hvattar til að beita sér fyrir umbótum í skólastarfi og nýta til þess þau tækifæri sem skapast á vettvangi sveitarstjóma, í skólum, foreldraráðum og foreldrafélögum. Góð menntun er fjárfesting til framu'ðar. Fjársvelti og niðurskurður í menntakerfinu leiða ekki til framfara og umbóta í skólastarfí. Tryggja þarf að allir nemendur njóti réttar til náms við hæfi óháð kyni, 9

x

Fréttabréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.