Fréttabréf - 01.12.1996, Qupperneq 11
Jafnréttisþing
Jafhréttisráð boðaði til Jafnréttisþings 25. október á Grand hótel. Þar var
m.a. rætt um viðhorf íslendinga til jafnréttis kynjanna, framkvæmdaáætlun
um málefni kvenna frá kvennaráðstefnunni í Peking og rammasamning ESB
um foreldraorlof. í lok Þingsins var dagskrárliður um kynímyndir sem
tekinn var saman af samtökum námsmanna og ungliðahreyfingum stjóm-
málaflokka. Starfskonur Kvennalista og Verukonur vom með sameiginlegan
kynningarbás á Þinginu.
Opinber heimsókn til Reykjanesbæjar
Þingkonur og framkvæmdastýra brugðu undir sig betri fætinum einn góðan
dag í síðasta mánuði og fóru í opinbera heimsókn til Reykjanesbæjar,
sem reyndar hafði lengi staðið til.
Við vörðum drjúgum tíma í Fjölbrautaskóla Suðumesja og kynntumst þar
m.a. metnaðarfullum áformum skólayfirvalda í hvers kyns þróunarstarfi,
ekki síst á sviði endur- og símenntunar. Þetta er stór skóli og gott til þess að
vita, að um hann er góð sátt og samstarf á Suðumesjum. Við áttum fundi með
bæjarstjóra og starfsmönnum bæjarins, fræddumst um það, hvemig
sameining Hafna, Njarðvíkur og Keflavíkur hefur gengið fyrir sig og
kynntum okkur, hvemig unnið er að félagslegri aðstoð og þróun atvinnumála
á svæðinu. Við heimsóttum Bakkavör, fiskvinnslufyrirtæki, sem er nýflutt úr
Kópavogi í Reykjanesbæ og ætlar sér stóra hluti í útflutningi, einkum
hrogna. Þar ríkir metnaður og mikil áhersla á vöruvöndun og gæði. Við litum
inn hjá Björgu, þar sem seldar em hannyrðir kvenna af öllu mögulegu tagi.
Og við heimsóttum Kaffitár, lítið, en öflugt og sívaxandi fyrirtæki kvenna
undir stjóm Aðalheiðar Héðinsdóttur. Kaffiilmurinn leikur enn um nasir
okkar, enda fengum við pakka af Suðumesjakaffi í nesti og höfum því getað
rifjað upp skemmtilega heimsókn á degi hverjum. Loks hittum við
Kvennalistakonur á Flugkaffi og fræddumst af þeim um daglegt líf og
pólin'kina á Suðumesjum.
Við þykjumst hafa gert góða ferð þennan dag, þótt ekki kæmumst við á alla
þá staði, sem við hefðum viljað. Það er alltaf hressileg tilbreyting frá
þingstörfunum að bregða sér bæjarleið, og það hyggjumst við gera oftar líkt
og í fyrra. Ekki síst viljum við hitta Kvennalistakonur á hverjum stað og
biðjum ykkur endilega að hafa samband, ef eitthvað er á döfinni.
Kristín Halldórsdóttir
11