Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1986, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 30.04.1986, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 30. apríl 1986 VIKUR-fréttir X - D KEFLAVÍk Ungt fólk - Ný viðhorf í bæjarmálum. 3.Jónína Guömundsdóttir, kennarl Jóhanna Björnsdóttir, verkakona ■i O Þórunn Benediktsdóttir, * hjúkrunarfræöinemi 7. Svanlaug Jónsdóttir, bankamaöur 10. Jónas Ragnarsson, kaupmaöur ■M Hrannar Hólm, * háskólanemi ORÐVAR SKRIFAR - ORÐVAR SKRIFAR - ORÐVAR SKRIFAR Hótel Nú er að baki einn létt- asti vetur í manna minnum, tíðarfarslega, en veðrið segir ekki allt. Einkennileg þyngsli liggja yfir flestum atvinnugreinum hér um slóðir. Atvinnuleysi með meira móti en þekkst hefur undanfarin ár. Mikill órói og starfsleiði hefur angrað hina sem fasta atvinnuhafa. Allt lögregluliðið er t.d. búið að segja upp störfum, nema tveir. Bæjar- og sveit- arstjórar eru allir að pakka niður, nema tveir. Búið er að reka alla leigubílstjór- ana af annarri stöðinni, nema tvo, en kennarar mæta allir til vinnu (nema tveir?), þó veit enginn þeirra hvar þeir eru staddir í kerfinu. Allir þessir starfshópar eiga það sameiginlegt, að standa í einhverju stéttarfélags- brölti, og sýnist mönnum það frekar áhættusamur leikur. En það að halda allt- af „tveir eftir“ sé sérein- kenni Suðurnesjamanna, síðan þeir útrýmdu geirfugl- inum hér um árið. Eflaust eru einhverjir fleiri starfs- hópar að hverfa til iðjuleys- is og kemur það þeim vel, því bilar stórlækkuðu í verði nýverið. Öll skemmtana- fyrir fryj aðstaða hér hefur stórbatn- að og aukist í hlutfalli við þetta ástand. Sannkallað starlight yfir þeirri atvinnu- grein í bili. Kanínur hafa um árabil verið fluttar út til Banda- ríkjanna með misjöfnum árangri, en nú hafa Suður- nesjamenn selt 400 kanínur til Kína á einu bretti. Það er nýmæli sem lofar góðu, ef vel tekst til. Þrátt fyrir niðurfellingu bæjarins á aðstöðugjöldum útgerðrinnar, er hefðbund- inn sjávarútvegur og fisk- vinnsla í rúst, en önnur hver fjölskvlda komin á kaf í laxarækt eða líkamsrækt. Von er á hundruðum túrista til fiskveiða með stöng, en það bjargar varla fiskvinnsl- unni. Byggt er hótel fyrir hvert frystihús sem leggur upp Iaupana, en þau sem betur standa, hrynja í bók- staflegri merkingu. Fiski- bátaflotinn sen eftir er stendur heilu dagana á þurru í Landshöfninni í Njarðvík. Þó hefur ekkert verið til sparað í mannvirk- ið, nema það vantar alltaf sjó í höfnina. Undan sköttum ýmsir stynja með silfurskeið í munninum. stihús Ef fiskihúsin lúin hrynja hótel rís á grunninum. Já, það er ekki ofsögum sagt um ástandið hér suður frá þessa daga. En víst hafa verið Ijósir punktar í tilverunni. Njarð- víkingar veifa varla hendi án þess að verða Islandsmeist- arar, því í vetur hafa þeir sópað að sér íslandsmeist- aratitlum í körfubolta, dansi og sundi. Fulltrúi Suðurnesja þar þvær sér ekki svo um hendurnar að hann bæti ekki íslandsmet- ið. Einstakur afreksmaður í heimsklassa, sem verð- skuldar miklu betri og full- komnari æfingaaðstöðu hér heldur en honum er búin í dag. Þegar íþróttamenn í ekki stærri bæjarfélagi en Njarðvík er, skara svona fram úr og halda toppnum ár eftir ár, fer ekki hjá því að það smiti frá sér. Unglingar og börn taka sér þá til fyrir- myndar, byrja snemma að æfa. Búast má við að Njarð- víkingar eignist fieiri stjörn- ur á íþróttahimninum næstu árin, og er það af hinu góða, en hart þarf að leggja að sér í íþróttinni, ekki síður en í öðru, ef góður árangur á að nást. ic Björk Guöjónsdóttir, ig Hermann Árnason, " skrlfstofumaöur ' rafvlrkl KJÓSANDI! EINN FLOKK TIL ÁBYRGÐAR. - Þitt atkvæði ræður. X-D Sjálfstæðisflokkurinn X-D Grófarmótið í „free-style“ dansi Grófarmótið í free-style dansi var haldið fimmtudaginn 3. apríl í skemmtistaðnum Gróf- inni. Keppt var í hópa- og einstaklingskeppni. Sigurvegari í hópkeppninni varð danshóp- urinn „Dröms“, en í einstaklingskeppninni sigraði ung stúlka, Sigurborg að nafni. Dans- skóli Auðar Haralds sá um og hélt mótið, og gaf einnig sigurlaunin, sem voru forláta sælgætispokar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á mótinu og sýnir sú efri danshópinn ,,Dröms“, en sú neðri sýnir Sigurborgu dansa sigurdansinn í einstaklingskeppninni. mad. Rauða kross deild á Suðumesjum Aðalfundur Rauða Kross deildarinnar á Suðurnesjum var haldinn þann 23. mars síðastliðinn. Hina nýju stjórn deildar- innar skipa, formaður Gísli Viðar Harðarson, vara- ‘formaður Ingimar Guðna- son, gjaldkeri Bjarnhildur Árnadóttir, ritari Anna Pálína Árnadóttir, með- stjórnandi Hjörleifur Ing- ólfsson og endurskoðendur erú Jóhann Einvarðsson og Björn Stefánsson. Starfs- svæði deildarinnar er Suðurnes utan Grindavík- ur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.