Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1986, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 30.04.1986, Blaðsíða 19
VIKUR-fréttir Miðvikudagur 30. apríl 1986 19 r Olafur Eiríksson: Framkvæmdasjóður Suðumesja Á 96. löggjafarþingi Al- þingis, 1974, sat Gunnar Sveinsson, kaupfélags- stjór, sem varaþingmaður um tíma og gerði það góða hluti, eins og hans var von og vísa. Meðal frumvarpa sem hann flutti og er hið gagnmerkasta var eitt er fjallaði um Framkvæmda- sjóð Suðumesja. Verkefni sjóðsins skyldu vera: a) Að veita lán til ein- staklinga og félaga á Suður- nesjum til innlendrar at- vinnuuppbyggingar og þá fyrst og fremst í sjávarút- vegi og iðnaði. b) Að veita lán til fram- kvæmda sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Tekjur sjóðsins: a) 2% af veltu Aðalverk- taka og annarra verktaka- fyrirtækja á Keflavíkur- flugvelli af starfrækslu þeirra á Suðurnesjum. b) 1/3 af aðstöðugjöld- um sem nú eru greidd af starfsemi á Keflavíkurflug- velli til viðkomandi sveitar- félaga. c) 4% af veltu Fríhafnar- innar á Keflavíkurflugvelli. d) 2% af veltu flughafn- arinnar. e) Vextir. Endalok? Gunnar færði ýmis hald- góð rök fyrir lagafrum- varpi sínu. Rök sem staðið hafa tímans tönn og vel það, t.d. um hið hrikalega Ólafur Elríksson Qársvelti sem hrjáir fisk- vinnslufyrirtækin á Suður- nesjum umfram önnur samskonar annars staðar á landinu, bæði vegna þeirrar stefnu Byggðasjóðs að veita ekki lán úr sjóðnum til svæðisins frá Þorlákshöfn til Akraness annars.vegar, en hins vegar og þá miklu heldur, vegna nálægðar við herraþjóðina í vestri á Keflavíkurflugvelli. Þessu virðingarverða og tíma- bæra framtaki Gunnars var ekki vel tekið og frumvarp- ið dagaði uppi; varð ekki að lögum. Eða upphaf? Það er vissulega þver- sagnarkennt og mikil kald- hæðni örlaganna, að á sama tíma og frumatvinnuvegur- inn, fiskvinnslan og sjávar- útvegurinn, sleikir sárin í allhraðfara andláti sínu, eru meðaltekjur suður- nesjamanna með þeim hæstu á íslandi, jafnframt því sem að þjónustugrein- arnar blómstra (sumar). Þetta stafar vitanlega af því að „Varnarliðið" (hverra?) greiðir hærri laun en ísl- enskir atvinnurekendur hafa talið sig geta gert. Af- leiðingar þessa launamunar eru vitanlega þær, að allir sem vettlingi geta valdið leita á Völlinn, er færi gefst til. Vissulega er flestum mönnum eðlilegt að sækjast eftir léttari vinnu sem þar að auki er betur launuð. En af hverju undirstöðuat- vinnuvegurinn getur ekki gert betur við sitt harðdug- lega starfsfólk, er meðal annars vegna fjársveltis. Fé vantar tilfinnanlega svo gera megi nauðsynlegar endurbætur, bæði á húsa- kosti og tækjum. Miðað við hvað fiskvinnslan fær i sinn hlut fyrir hverja selda ein- ingu er hún unnin af allt of mörgu fólki: framleiðni er allt of lítil. Til þess að geta bætt framleiðni og aðbúnað starfsfólks væri kjörið að hafa sérstakan fram- kvæmdasjóð fyrir Suður- nesin, jafnframt því sem þá þyrfti naumast lengur að reiða sig á duttlunga hinna háu herra á höfuðborgar- svæðinu. Þurrkum rykið af hugmynd kaupfélagsstjór- ans okkar um Fram- kvæmdasjóð Suðumesja, og látum drauminn verða að veruleika. Njörður P. Njarðvík: Kynnti „Ekkert mál“ - í Bókasafni Njarðvíkur Meðfylgjandi mynd var tekin er Njörður las úr bók sinni. Ljósm.: mad. heróin væri mjög dýrt eitur- lyf, þá væru aðeins til þrjár aðferðir fyrir þá sem því eru háðir að eiga fyrir lyfinu, en þær eru þessar: Að selja lyfið sjálfir, að selja sjálfan sig og að stela. Eftir að Njörður hafði lokið lestri á einum kafla bókarinnar þá ræddi hann líf dópistans. Þar kom m.a. fram, að 6-8 klst eftir síð- asta skammt lyfsins koma fráhvarfseinkenni sem köll- uð eru „cold turkey“. Njörður lýsir þeim þannig, að þau væru 20 til 100 sinn- um verri enntimburmenn. gjó. „HUNDRAÐ SINNUM VERRA EN TIMBUR- MENN“, sagði Njörður P. Njarðvík m.a. um það sem kallað er „cold turkey“, eða fráhvarfseinkenni heróin- istans, í umræðu sinni eftir lestur á kafla úr bók sinni „Ekkert mál“, í Bókasafni Njarðvíkur 9. apríl sl. Bók þessi fjallar um ís- lenskan pilt, Frey að nafni, sem liflr og hrærist í veröld heróinista í Kaupmanna- höfn. Bókin lýsir daglegu lífí Freys og baráttu hans og fleiri heróinista fyrir því að eiga fyrir næsta skammti af heróini. Njörður sagði að þar sem Bæjarstarfsmenn frá Trallhattan í heimsókn Um síðustu helgi heimsótti hópur bæjarstarfsmanna frá Trollhattan í Svíþjóð, vinabæ sinn, Keflavík. Var hópur þessi á eigin vegum og kom hann við á ýmsum stofnunum í Keflavík, auk þess sem hann fór í Svartsengi og til Þingvalla og Hveragerðis. Var meðfylgjandi mynd tekin er hópurinn heimsótti slökkvistöðina í Keflavík. -epj. Vegna uppstigningardags kemur næsta blað út föstudaginn 9. maí. \fiKUK ^uUil Útivistartimi barna Samkvæmt lögum um útivistartíma barna á tímabilinu 1. maí'til 1. september, er börn- um 12 ára og yngri ekki leyfilegt aö vera á almannafæri eftir kl. 22, nema í fylgd meö fullorðnum. Sömuleiðis er börnum yngri en 15 ára óheimil útivist eftir kl. 23, nema í fylgd meö fullorönum eöa á heimleið frá viöurkenndri æskulýösstarfsemi. Barnaverndarnefnd Keflavíkur ÍSLANDSLAX HF. FISKELDI íslandslax hf. er fiskeldisfyrirtæki í eigu innlendra og norskra aðila. Aðsetur er að Staö vestan Grindavíkur. Óskum að ráða karla og konur í eftirtalin störf: 1. Fiskeldismann til starfa víö laxeldi. Menntun og reynsla í fiskeldi nauðsyn- leg. Ráðningartími er frá 1. júní n.k. 2. Vélstjóra/fiskeldismann til starfa við laxeldi ásamt vélgæslu og minni háttar við- haldi á vélum. Vélstjóramenntun áskil- in. Reynsla ífiskeldi æskileg. Ráðning- artími er frá 1. júní n.k. 3. Fiskeldismann til starfa vlö lúðueldi. Reynsla í fiskeldi æskileg. Ráðningar- tími er frá 1. júní n.k. 4. Fiskeldismann til starfa í seiðaeldisstöð. Menntun og reynsla í fiskeldi æskileg. Ráðningartími frá f. sept. n.k. Störfin krefjast búsetu í Grindavík. Skriflegar umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, skulu sendar til íslandslax hf., pósthólf 55, 240 Grindavík. Umsóknarfrestur er til 10. maí n.k. Fyrirspurnum verður ekki svarað í síma. ÍSLANDSLAX HF.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.