Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1986, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 30.04.1986, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 30. apríl 1986 VIKUR-fréttir Hilmar Pétursson: ...flugvöllurinn hef- ur skapað mikla at- vinnu, en hann hefur líka orðið útgerð erf- iður...“ andi staða þegar ég varformað- ur bygginganefndar, í bæjar- ráði og bæjarstjórn. Þetta nálg- aðist að vera hálft starf. Ásfðari árum hafa bæst við mikil ráð- stefnuhöld. Það er ætlast til þess að bæjarráðsmenn sitji þar sem allra mest. Þó má ekki gleyma því að þetta eru ánægju - leg störf að stórum hluta og hafa farið ágætlega. Að lokum vil ég segja að bæjarmálum og fasteignasölunni hefur komið nokkuð vel saman". Árið 1966 vantaði Framsókn- arflokkinn aðeins örfá atkvæði til þess að öðlast meirihluta i bæjarstjórn Keflavikur. Nú hef- ur fylgi flokksins hins vegar fariö dvinandi. Hver er ástæðan? „Við kosningarnar 1966 bauð Alþýðubandalagið ekki fram. Svo er það nú einu sinni þann- ig, að línurnar liggja misjafn- lega í pólitíkinni. Fylgið lá til okkar alveg sértaklega. Þávoru nýir menn á lista sem hafði áhrif, auk þess sem gömlu full- trúarnir Valtýr og Margeir voru afskaplega traustvekjandi með- al bæjarbúa. Flokkarnir hér í Keflavík hafa annars slagið náð mjög góðum árangri en dalað síðan nokkuð. Þeir þrír stærstu flokkarnir sem eru í bæjarstjórn - inni hafa hins vegar alltaf náð sér upp aftur. Ég er sannfærð- ur um að svo muni verða með framsóknarflokkninn". Ólafur, nú hefur fylgl Alþýðu- fiokksins á landinu verið mjög sveiflukennt Hver er ástæðan? „Alþýðuflokkurinn hefur klofnað um það bil á átta ára fresti. Af þessum sökum verður fylgið ekki eins drjúgt og ann- ars væri. Ef formennirnir kljúfa sig frá þá munar nú um minna. Hins vegar vil ég benda á að fylgi Alþýðuflokksins hér í Keflavík hefur verið mjög stöð- ugt og líklega hvergi á landinu stöðugra. Það vil ég fyrst og fremst þakka okkar farsæla og ágæta foringja Ragnari Guð- leifssyni“. Hver er afstaða ykkar til hinna nýju sveitarstjómarlaga? Ólafur: „í mínum huga eru þau fyrst og fremst langt mál og dæmigerð um hvernig stjórn- málamenn víkja sér undan því að taka á helstu vandamálum, t.d. þeim vanda að sameina sveitarfélögin og stækka þau“. Tómas: „Afstaða mín til hinna nýju sveitarstjórnalaga er nokkuð blendin. Mér finnst margt af því sem í þeim er ágætt. En ég er líka þeirrar skoðunar að víða sé of skammt gengið og alls ekki nægilega skýrt kveðið á um mörg atriði. Ég get tekið undir með Ólafi. Sveitarfélagið sem liður ístjórn- valdskerfi okkar er ekki nærri nógu sterkt. Sveitarfélag nú í dag getur ekki hamlað gegn miðstýringu valds og fjármagns sem sífellt togast í ríkari mæli til höfuðborgarsvæðisins. Sveitar- félögin gjalda þess hversu mörg þau eru og lítil. Eina já- kvæða svarið við þessu mikla vandamáli er fækkun sveitar- félaga og stækkun með sam- einingu". Hilmar: „Afstaða mín til hinna nýju sveitarstjórnarlaga er bæði jákvæð og neikvæð. Það var orðið nauðsynlegt að ganga frá nýjum sveitarstjórnarlögum. Gömlu lögin voru orðin úrelt sem eðlilegt er vegna þeirra umbrota- og breytingatímum á liðnum árum. Það er margt í lögunum um sameiginleg verk- efni sem við á Suðurnesjum höfum verið í fararbroddi með Ólafur Bjömsson: ...Ég kvíði engu með það nýja fólk sem nú er að taka við og allir þekkja hér. Ég hef meiri trú á að sameina og stækka sveitarfélögin og gera þau betur ístakkbúintil þessaðgetasinnt sem flestum verkefnum án í- hlutunar annarra. Það verður farsælla þegar til framtíðarinnar er litið. I lögunum er rætt um stækkun sveitarfélaga og ég tel það vera jákvætt. En ég tel nei- kvætt að haldið skuli áfram með þessi smáu sveitarfélög með 50-100 manns, sem hafa enga' möguleika til að gera eitt eða neitt". Hvernig finnst ykkur framtíðarhorfur vera í málefnum Keflavíkur- bæjar hvað varðar framkvæmdir og tilkomu nýs fólks í bæjarstjóm? Hilmar: „Ég vona að framtíð- arhorfur Keflavíkurbæjar séu bjartar. Það er margt búið að gera í bænum. Keflavík hefur breyst úr litlu sjávarþorpi í myndarlegan kaupstað með malbikaðar götur og falleg íbúðarhús, ásamt nýlegum skólabyggingum, íþróttamann- virkjum og fleira sem prýðir okkar ágæta bæ. Keflavík er þegar orðin mikil þjónustumið- stöð fyrir nágrannabyggðar- lögin og iðnaður er hér í örum vexti. Flugvöllurinn hefur skap- að mikla atvinnu, en hann hefur líka orðið útgerð á þessu svæði mjög erfiður og togað til sín margt gott fólk. Það er því spurning hvað flugvöllurinn hefur gert gott í atvinnumálum Suðurnesjamanna, þegar á heildina er litið, þó stjórnvöld vilji oft halda að svo sé. En því er ekki að neita, að margir hafa fengið góða atvinnu á vell- inurn". Ólafur: „Ég kvíði engu með það nýja fólk sem nú er að taka við. Margt af þvísem nú er á list- unum er líka þegar orðið vant að takast á við bæjarstjórnar- mál. Af mörgu þarf að huga en erfiðustu og brýnustu málin verða atvinnumálin. Hér er búið að leggja í rúst það sem við lifð- um og hrærðumst í. Ég er þó ekki þar með að segja að við eigum ekki góða framtíð. Hér eru miklir og fjölbreyttir mögu- leikar, þannigaðégáekkivoná öðru en þessi vandamál leysist að lokum. Þeir möguleikarsem heita vatnið skapar, er senni- lega það sem mest er hugsað til. Flugvöllurinn skapar ýmis tækifæri einnig". Hlndrar hann ekki atvinnu- uppbyggingu? „Það er alveg óumdeilanlegt að flugvöllurinn hefur á margan hátt valdið erfiðleikum í öðrum atvinnurekstri hér. Samkeppni hefur oft verið gífurleg um vinnuafl. Flugvöllurinn gat alltaf boðið betur. Þetta hefur reynst venjulegum atvinnurekstri erfitt. Ég vona þó að það megi takast að byggja upp öflugra at- vinnulíf hér en nú er“. Tómas: „ Ég vil taka það fram, að (dó ég sé búinn að vera í bæj- arstjórn Keflavíkur í 24 ár, þá er mér alltaf tamast að tala um allt Suðurnesjasvæðið þegar mál- efni framtíðarinnar eru rædd. Ég tel að framtíðarhorfur Kefla- víkurbæjar og Suðurnesja- svæðisins alls séu mjög bjartar. Við búum hér við auðlindir, annars vegar gjöfulla fiskimiða undan ströndum og hins vegar firna orku við fætur okkar. Við búum við samgöngur sem hvergi eru betri á landinu. Þegar búið verður að samhæfa þessar auðlindir og þessa möguleika, þá verður hvergi búsældarlegra á landinu en hér“. Hvað viltu segja um áhríf vamarliðsins á atvinnulifið hér? „Það er ekki nokkur vafi á því að það hefur haft geysilega mikil áhrif á þessu svæði. Eitt megin stökk í fjölgun íbúa hér í Keflavík var í nánum tengslum við framkvæmdir á Keflavíkur- flugvelli. Sveitarfélögin úti á landi fengu kvóta um það hversu marga mætti senda til vinnu hingað suður með sjó. Margt af þessu fólki ílentist hér og hafa verið mjög nýtir borg- arar og tekið þátt í uppbygg- ingu hér. Ég vil einnig að lokum taka það fram að á Keflavíkur- flugvelli vinnur fólk ekki aðeins í þágu varnarliðsins, heldur eru íslendingar þar með umsvifa- mikla starfsemi sjálfir, áeinaal- þjóðlega flugvelli landsins. Verslun, þjónusta og iðnaður eru í vaxandi mæli undirstöðu- atvinnugreinar". Tómas Tómasson: ...framtíðarhorfur Keflavíkurbæjar og Suðurnesjasvæðis- ins bjartar....“ Telur þú eðlilegt að sjávarút- vegur leggist af á Suðurnesj- um? „Ég tel að það eigi að reka sjávarútveg á þeim stöðum sem best er að reka hann, og þá liggja Suðurnes mjög vel við, en Grindavík og Sandgerði hins vegar best. Það er kominn tími til að sjávarútvegur sé byggður upp á (jeim stöðum sem þjóð- hagslega liggja best við“. Lokaorð? Hilmar: „Mín lokaorð verða þau, að haldi það góða samstarf áfram sem verið hefur í bæjarstjórn Keflavíkur hin síð- ari ár, og heilindi fái áfram að ráða þar ríkjum, þá tel ég að Keflavíkurbæjar bíði björtfram- tíð. Ég held að þaðsésamdóma álit okkar þriggja sem hér eru að hverfa úr bæjarstjórn, að við höfum mikinn áhuga á að af sameiningu sveitarfélaganna geti orðið. 14 þúsund manns er hagstæð stærð á sveitarfé- lagi og slík sameining yrði öllum þegnum þessa svæðis til góðs“. Tómas: „Að lokum legg ég áherslu á það sem fram hefur komið hjá Ólafi og Hilmari, að undirstaða velgengni í þessum bæ hefur verið gott og ánægju- legt samstarf manna í bæjar- stjórninni, hvar í flokki sem þeir eru. Þetta samstarf hefur nán- ast verið snurðulaust. Að end- ingu vil ég þakka þessum höfð- ingjum sem hér eru með mér mjög ánægjulegt samstarf og öllum öðrum sem verið hafa með mér í bæjarstjórn Keflavík- ur. Ég manaldreieftiraðáþess- um ferli hafi ég þurft að beita forsetaúrskurði við stjórn funda í bæjarstjórn Keflavíkur". Ólafur, eruð þið hættir í póli- tik? „Við höfum skoðanir ennþá. Ef þetta fer í eitthvert vesen hjá þessum nýju frambjóðendum, sem ég sé enga ástæðu til að ætla, þá komum við sennilega aftur á sameiginlegum lista við næstu kosningar". Hver yrði röðin á þeim iista? „Við myndum fara í prófkjör". TILKYNNING um framboð til bæjarstjórnar í Keflavík 31. maí 1986 Framboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 6. maí. Þann dag frá kl. 21:00-24:00 mun yfirkjörstjórn taka á móti framboðslistum í bæjarskrifstofun- um, fundarsal bæjarráðs, að Hafnargötu 12. Yfirkjörstjórnin í Keflavík. Sigfús Kristjánsson Ögmundur Guðmundsson Sveinn Sæmundsson VIÐTAL: Hilmar Þór Hilmarsson MYNDIR: Páll Ketilsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.