Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1986, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 30.04.1986, Blaðsíða 15
VÍKUR-fréttir Miðvikudagur 30. apríl 1986 15 1. maí -1. maí ítilefni af 1. maíhátíðar- og baráttudegi verkalýðsins tóku Víkur-fréttir nokkra launþega tali í Sandgerði og Keflavík, og birtist árangurinn hér á eftir: „Launin eru of lág, en aðbúnaður þokkalegur“ - segir Pétur Gunnar Sigurðsson, lyftarastjóri Tekur þú þátt ístörfum verkalýðsfélagsins ? „Ég hef ekki sótt fundi þess“. Sækir þú dagskrána 1. mai? „Ég hef aldrei hugsað neitt út í það að sækja fundi 1. maí“. „Nei, launin eru of lág, en aðbúnaðurinn er svona þokkalegur á vinnustaðnum", svaraði Pétur Gunnar Sigurðs- son spurningunni, hvort hann væri ánægður með launin og aðbún- aðinn á vinnustaðnum. - 'VV Óskum félagsmönnum okkar til hamingju með dag verkalýðsins. Hittumst á skemmtunum dagsins. Verkalýðs- og sjómamafélag Keflavíkur og nágrennis Óskum öllum launþegum til hamingju með dag verkalýðsins. Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurnesjum „Sæki lítið fundi stéttarfélagsins“ segir Ásmundur Bjömsson, bílstjóri „Ég er svona sæmi- lega ánægður með kjör- in, þó ég viti varla hvern- ia þau skal bæta“, sagði Ásmundur Björnsson. „Þá er ég að mörgu leyti ánægður með aðbúnað- inn á vinnustöðum". Sækir þú fundi i verkalýðsfélaginu ? „Það er lítið um það. Stafar það bæði af áhuga- og tímaleysi". Tekur þú þátt i 1. mai- hátiðarhöidunum ? „Stundum geri ég það, ekki er það þó alltaf". Öskum verkakonum til hamingju með dag verkalýðsins. Hittumst á skemmtunum dagsins. Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.