Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1986, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 30.04.1986, Blaðsíða 16
16 Miðvikudagur 30. apríl 1986 VÍKUR-fréttir Sendum öllum launþegum á Suðumesjum hamingjuóskir í tilefni hátíðisdags verkalýðsins 1. maí. i Samvinnubankinn Samvinnutryggingar Hafnargötu 62 - Keflavík Sendum öllum launþegum á Suðumesjum hamingjuóskir í tilefni hátíðisdags Verkalýðsins, 1. maí. ÚTVEGSBANKINN Hafnargötu 60 - Keflavík - Sími 1199 Sendum öllum launþegum á Suðumesjum hamingju- óskir í tilefni hátíðisdags verkalýðsins 1. maí SPARISJÓÐ URINN Keflavík - Njarðvík - Garði 1. maí -1. maí - „Lágmarkslaun eiga að vera 25 þús. á mánuði“ - segir Svala Kortsdóttir, verslunarmaður „Nei, ég get nú ekki sagt það að ég sé ánægð með launakjörin", sagði Svala Kortsdóttir. „Mér finnst að lágmarkslaun eigi að vera 25 þúsund á mánuði, en ég hef tæp tuttugu og þrjú“. Tekur þú þátt i starfi stéttarfélagsins? „Nei, því miður þá hef ég ekki gert það, held að það sé bara af leti og áhugaleysi". „Hef ekki tíma fyrir verkalýðsfundi“ - segir Þóra Jónsdóttir, afgreiðslukona „Já, ég er ánægð með launakjörin hjá mér og aðbúnaðurinn er góður hérna“, sagði Þóra Jóns- dóttir. Ferðu á fundi hjá stétt- arfélagi þinu? „Nei, það geri ég aldrei“. Er það vegna áhuga- leysis eða tímaleysis? „Ég hef ekki tíma til þess“. Ætlar þú að taka þátt i 1. mai-dagskránni? „Nei, ég hugsa ekki". „Yfirvinna er of mikil og fastakaupið ekki nógu hátt“ - segir Þorvaldur Benediktsson, lögregluvarðstjóri ,,Nei, ég er ekki ánægður með launakjör- in. Það þarf hærri laun, yfirvinnan er of mikil og því vil ég minni yfirvinnu en hærra fastakaup", sagði Þon/aldur. Sækir þú fundi i stétt- arfélagi þinu? „Nei, það er nú frekar orðið lítið, og stafar það frekar af tímaleysi en áhugaleysi". Tekur þú þátt i 1. mai- dagskránni? „Ég hef nú ekki gert það“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.