Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1986, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 30.04.1986, Blaðsíða 1
Fjölbreytt hátíðarhöld Sandgerðisbátarnir: Er hlutur dauðblóðg- aðs fisks hærra þar en annars staðar? I síðasta fréttabréfi Ríkismats sjávarafurða kemur enn fram að meðal- verð á fiski báta sem landa í Sandgerði sé lægra en í Keflavík, þó munurinn hafi minnkað. Er meðalverðið vikuna 12.-18. apríl s.l. 11,56 pr. 100 kg. í Sand- gerði á móti 12,63 kr. í Keflavík. Sama fréttablað birtir nú athugasemdir frá Sand- gerði þess efnis að „Bátar frá Sandgerði hafa ekki ísað aflann og svo virðist enn- fremur, að trossurnar séu ekki allar dregnar daglega þrátt fyrir hagstætt veður. Dauðblóðgaður fiskur er fremur hátt hlutfall í aflan- um og virðist allur aflinn koma að landi“. Engin slík athugasemd birtist í dálki Keflavíkurbáta. Virðist því það vera álit ríkismatsins að gæðamál Sandgerðisbáta sé sjó- mönnunum sjálfum að kenna. -epj. Að venju verður fjöl- breytt dagskrá á baráttu- degi verkalýðsins 1. maí. Að þessu sinni standa átta stéttarfélög á Suðurnesjum sameiginlega að dagskrá dagsins. Eru það Verka- lýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verkakvennafélag Kefla- víkur og Njarðvíkur, Verkalýðs- og sjómannafél- ag Gerðahrepps, Verslun- armannafélag Suðurnesja, Starfsmannafélag Kefla- víkurbæjar, Starfsmanna- félag Suðurnesjabyggða, Iðnsveinafélag Suðurnesja og Vélstjórafélag Suður- nesja. Hefst dagskráin með merkjasölu kl. 9 um morguninn, en kl. 13 verður safnast saman við Víkina og þaðan verður gengið í kröfugöngu með lúðrasveit Tónlistarskól- ans í Keflavík í fararbroddi niður Hafnargötu að Félagsbíói, en þar fer fram hátíðar- og baráttufundur sem hefst kl. 14. Sigurbjörn Björnsson setur fundinn, en ræðumað- ur verður Karl Steinar Guðnason, varaformaður 1. maí Verkamannasambands Islands, síðan tekur hver ræðumaðurinn við af öðr- um en á milli verður létt ívaf skemmtiefnis. Þá fer fram kaffisala og að lokum verður dansleik- ur í Veitingahúsinu, Vesturbraut 17. Annars staðar í blaðinu birtist dag- skrá hátíðarhaldanna í heild sinni. -epj. Helguvík: Þijátíu og tvær milljónir lítra komnir í tanka - Tveir tankar notaðir sem auka birgðastöð fyrir flugvélaeldsneyti Um síðustu helgi var lokið við að fylla í fyrsta sinn nýju olíutankana tvo, sem byggðir hafa verið í Helguvík. Innihalda þeir því nú tæplega þrjátíu og tvær milljónir lítra af svo- kölluðu JP-5 eldsneyti, sem er flugvélaeldsneyti sem byrjað var að nota síðast- liðið haust og er ekki eins eldfimt og það sem áður var notað og bar nafnið JP-4. Líkist þetta eldsneyti frem- ur gasolíu en bensíni. Verða tankarnir tveir notaðir sem auka birgða- stöð á vegum Varnarliðsins til viðbótar birgðastöðinni i Hvalfirði. Fram að þessu hefur m.s. Stapafell farið þrjár til fjórar ferðir í einu milli Hvalfjarðar og Kefla- víkur með olíufarm sem farið hefur á tanka Olíu- félagsins á Keflavíkurflug- velli. En nú breytist þetta þannig, að þar til höfnin í Helgusvík kemst í gagnið mun skipið koma íleiri ferðir í einu til Keflavíkur, en lengri tími líður milli tarna. Þaðan ereldsneytinu nú dælt upp á flugvöll og síðan út í Helguvík, en með löndunarútbúnaði í Helgu- vík hverfur þessi hringdæl- ing. Með birgðastöð í Helguvík er síðan hægt að dæla eftir þörfum um leið og vanta fer í tanka uppi á flugvelli, en áður þurfti allt- af að bíða eftir að Stapa- fellið gæti annast flutning- ana. Gefst því mun meira svigrúm nú fyrir skipið til að fullnægja flutningaeftir- spurninni en hingað til. Að undanförnu hefur sanddæluskipið Sandey unnið að dælingu á sandi af hafnarstæðinu í Helguvík og er sandurinn sem kemur þar upp fluttur lengra út í Faxaflóa. - epj. Tankarnir tveir sem nú hafa verið teknir í notkun, eins og þeir litu út úr lofti sl. haust. Ljósm.: pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.