Morgunblaðið - 17.11.2015, Síða 24

Morgunblaðið - 17.11.2015, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt DÁSAMLEGIR INNISKÓR teg 6043 - í stærðum 36-41 á kr 4.950,- teg 623 - í stærðum 36-41 kr. 7.875,- teg 823 - í stærðum 36-46 kr. 4.685,- Teg 808 - í stærðum 41-46 á kr 3.990,- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. KRÓKABUXURNAR SÍVINSÆLU, NÝKOMNAR ! Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Ódýru dekkin 185/65x14 kr. 10.990,- 185/65x15 kr. 11.990.- 205/55x16 kr. 13.900,- 215/65X16 kr. 17.900,- Hágæða sterk dekk. Allar stærðir. Sendum hvert á land sem er. Bílastofan, Njarðarbraut 11, sími 421 1251 Við kynntumst Ásgeiri Bragasyni í Hagaskóla. Hann var í landsprófi þeg- ar við vorum að byrja í 1. bekk í gagnfræðaskóla, eins og það hét í þá daga. Geiri var töffari og spil- aði á bassa í hljómsveit sem hét Green Onions. Það var líka ein- hver tónn í honum sem skar hann út úr fjöldanum; hann fór sínar eigin leiðir, hafði stundum skrýt- inn húmor, var ekki allra – og all- ir voru langt frá því að vera hans. Löngu síðar, eða í ársbyrjun 1981, þegar við vorum að setja Ásgeir Ragnar Bragason ✝ Ásgeir RagnarBragason fæddist 27. nóv- ember 1959. Hann varð bráðkvaddur 1. október 2015. Útförin hefur farið fram. saman Purrk Pill- nikk, vorum við að litast um eftir trommuleikara. Einar hafði unnið með Ásgeiri við að dreifa plakötum; Geiri var með bíl- próf og því gátu þeir dreift um alla borg- ina. Í einhverri ferð- inni ákvað Ásgeir að koma við í æfinga- plássi í Söginni við Borgartún; þar settist hann við trommusettið og tók snúning. Þessu mundi Einar eftir. Og þannig varð Purrkurinn fullskipaður. En þetta var ekki eina skiptið sem bílpróf Ásgeirs kom sér vel, því þegar við fórum í tónleikaferð um Bretland, sem upphitunar- band fyrir The Fall, þá var Geiri sá eini með aldur til að keyra bíla- leigubíl og varð því bílstjóri ferð- arinnar. Ferðin var eftirminnileg og skemmtileg. Ásgeir var með kvef einhvern hluta ferðarinnar og kynti því bílinn duglega þann- ig að við vorum í svitabaði meðan á bílferð stóð. Allir vita jú að trommuleikarar hafa sérþarfir, sem hinir í bandinu verða einfald- lega að umbera. Við vorum blankir vitleysingar í útlöndum, rétt gátum skrapað saman fyrir samloku og bjór dag og dag. Geiri og Friðrik fóru samt í innkaupaleiðangur og keyptu sér hnéhá reiðstígvél, að vísu gúmmí, ekki leður, og fannst þeir vera virkilega töff. Við unnum mikið saman í Purrki Pillnikki. Hver æfing skil- aði einu lagi. Að meðaltali spil- uðum við tvenna tónleika á viku á því 18 mánaða tímabili sem hljómsveitin starfaði. Þetta var bara svoleiðis hljómsveit; mikil keyrsla, mikið gaman – og svo var ferðalagið bara búið. Það kom fyrir að Geiri mætti seint á æf- ingar, því hann var líka dansari á Broadway; trommarinn sem keyrði svitastorkinn Purrkinn áfram eins og frunti á hverjum tónleikum: hann var líka glimm- erdressaður dansari í glæsilegum gala-sýningum á Broadway. Geiri var ekkert eitt; hann var stund- um eins og margir ólíkir menn. Við vissum áreiðanlega minnst af því sem honum lá mest á hjarta, en hann var ríkur af hæfi- leikum, langt umfram marga aðra. Purrkurinn naut góðs af því að Geiri vildi vera með, því Geiri var þannig að hann vildi ekki vera með í hverju sem var. Það var á sinn hátt svolítið komplíment fyr- ir okkur hina, að töffarinn og bassaleikarinn úr Green Onions fannst það vera þess virði að gefa ríkulega af sér með okkur smá- strákunum, á þessu 18 mánaða augnabliki, sem ævi Purrksins var. Og núna, þegar við rifjum upp þetta augnablik, munum við svo vel eftir því að Ásgeir var alltaf brosandi; hann var lífsglaður, alltaf glaður. Þess er gott að minnast nú. Við þökkum honum ferðalagið og vottum börnum hans, ástvin- um og ættingjum samúð okkar. Bragi Ólafsson, Einar Örn Benediktsson, Friðrik Erlingsson. ✝ Ásta Krist-insdóttir, móð- ir og verkakona, fæddist á Öng- ulsstöðum í Eyja- fjarðarsveit 14. nóvember 1925. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Lög- mannshlíð 31. októ- ber 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristinn Sigurgeirsson, bóndi á Öngulsstöðum, f. 18.4. 1890, d. 14.11. 1966, og kona hans Guðný Teitsdóttir, f. 30.9. 1892 á Lambleiksstöðum á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu, d. 20.6. 1979. Ásta átti sjö systkini, þau eru: Helga, f. 10.4. 1918, d. 18.9. 2007, Sigríður, f. 9.5. 1920, d. 8.12. 2006, Haraldur, f. 4.4. 1923, d. 13.9. 1997, Guðrún, f. 29.1. 1928, Þórdís, f. 26.4. 1930, Regína, f. 19.2. 1934, og Baldur, f. 19.2. 1934. Þorsteinn Ingi og Jakob Frí- mann. d) Ívar Eiríkur, f. 12.7. 1958, eiginkona hans er Marta Vilhelmsdóttir, f. 21.5. 1958. Börn þeirra eru Elva Rún og Vilhelm Ernir. e) Guðný, f. 15.7. 1959, eiginmaður hennar er Einar Magnússon, f. 11.10. 1959. Börn þeirra eru Ragn- heiður Ásta og Magnús Örn. f) Hörður, f. 24.9. 1962, eiginkona hans er Bryndís Jóhannesdóttir, f. 24.1. 1957. Synir þeirra eru Árni Elliott og Halldór Krist- inn. Barnabarnabörnin eru fimm. Ásta ólst upp á Önguls- stöðum. Hún nam við Hús- mæðraskólann að Laugalandi og vann ýmis störf til sveita, sá um húsverk og passaði börn áð- ur en hún stofnaði heimili með eiginmanni sínum. Hún sinnti húsmóðurstörfum auk þess að starfa hjá Prjónastofunni Heklu, ÚA og Frystihúsi KEA. Þau festu kaup á íbúð í Sól- völlum 17 árið 1959, þar bjuggu þau þar til þau fluttu á Hjúkr- unarheimilið Lögmannshlíð árið 2013. Útförin hefur farið fram. Ásta giftist 27.12. 1952 eftirlif- andi eiginmanni sínum, Sigurherði Frímannssyni, sjó- manni og verk- stjóra hjá Frysti- húsi KEA, f. 6. ágúst 1929 í Nesi í Saurbæjarhreppi. Foreldrar hans voru hjónin Gunn- fríður Jóhanns- dóttir, f. 23.1. 1905, d. 22.11. 1980, og Frímann Friðriksson, f. 20.7. 1900, d. 18.12. 1972. Börn þeirra eru: a) Kristjana, f. 5.9. 1951, sambýlismaður Lár- us Jón Karlsson, f. 31.3. 1948. Synir hennar eru Hörður Vil- berg og Haraldur Guðni. b) Gunnfríður, f. 8.7. 1953, eig- inmaður hennar var Erlendur Sigurðsson, f. 19.2. 1938, d. 13.4. 2009. c) Kristinn Frímann, f. 13.9. 1955, eiginkona hans er Kristín J. Þorsteinsdóttir, f. 9.2. 1956. Börn þeirra eru Ásta, Ástkær mamma okkar og vin- kona, Ásta Kristinsdóttir, kvaddi þennan heim þann 31. október síðastliðinn. Hún mamma var kletturinn í lífi okkar barnanna, hún var ein af þeim konum sem alltaf voru til staðar, hún gekk til vinnu sinnar með bros á vör og kærleik í hjarta. Þeim pabba auðnaðist að eignast sex börn á 11 árum, þau festu kaup á sinni fyrstu íbúð árið 1959 í Sólvöllum 17, þá komin með fjögur börn og það fimmta á leiðinni, síðan bættist það sjötta við þremur ár- um seinna. Það var alltaf mikið að gerast í kringum hana mömmu því pabbi var á sjó fyrstu búskaparárin þeirra og uppeldi okkar barnanna lenti mest á henni, en hún mamma hafði alltaf tíma fyrir börnin sín. Eftir að skóladegi lauk hjá okkur settist hún niður með okkur hverju og einu og fór yfir gang mála, hvernig dagurinn hefði verið og hvað við hefðum nú lært og þegar við fórum að sofa breiddi hún yfir okkur og signdi. Eftir að við urðum fullorðin var okkur oft hugsað til baka og veltum því fyrir okkur hvernig hún hefði farið að þessu öllu, Oft sat hún í eldhúsinu fram á nótt við að gera við fötin okkar og undirbúa næsta dag, því hennar hugsun var að gera allt sem best fyrir hópinn sinn. Svo liðu árin og barnabörnin fóru að líta dags- ins ljós, þá var alltaf gott að koma til ömmu og afa í Sólvöll- um, mamma bæði bakaði og eld- aði dýrindis mat, kleinurnar hennar sviku engan. Það var allt- af mjólkurgrautur, slátur og smurt brauð í hádeginu á laug- ardögum þegar við vorum að alast upp. Þó svo að börnin flyttu að heiman varð það að hefð að koma í graut til mömmu og pabba á laugardögum og sú hefð hélst þar til hópurinn var orðinn ansi stór og þau hjónin farin að reskjast, þá tóku börnin við og höfðu graut hjá sér til skiptis, þannig hélst samheldnin sem við höfðum verið alin upp við. Það væri hægt að skrifa heila bók um hana mömmu, þessa yndislegu konu sem fór í gegnum lífið með æðruleysi að leiðarljósi. Hún mamma var trúuð kona og hún var viss um það að öll myndum við hittast aftur á þeim stað þar sem sólin skín og blómailmurinn fyllir loftið. Á náttborðinu henn- ar mömmu var rammi með texta úr fyrra Korintubréfi, þessi texti lýstir svo vel lífshlaupi hennar, við látum hann fylgja. Með sökn- uði og þakklæti í hjarta þökkum við fyrir að hafa verið svo lánsöm að fá að vera börnin hennar Ástu. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekk- ing, hún mun líða undir lok. (Kor. 13.4-8.) Hvíl í friði, elsku mamma okk- ar. Guð geymi þig. Gunnfríður, Kristjana, Kristinn, Ívar, Guðný og Hörður. Ásta Kristinsdóttir Kynslóðir koma, kynslóðir fara, öllum er afmörkuð stund, mismunandi löng. Það eru um 60 ár síðan ég kynntist Gunnu þegar hún giftist frænda mínum, Birni Antoníus- syni. Ég hafði vitað af henni frá bernsku enda vorum við aldar upp í sama þorpi. Guðrún Jóhannes- dóttir Michelsen ✝ Guðrún Jóhann-esdóttir Michel- sen, húsmóðir og skrifstofumaður, fæddist 13. febrúar 1922. Hún lést 4. nóvember 2015. Útför Guðrúnar fór fram 11. nóv- ember 2015. Sem krakki leit ég upp til þessarar hefðardömu, hún var alltaf svo fín og fáguð. Þannig var hún alla tíð, dugleg að bjarga sér hvað sem á bjátaði. Það var sárt að horfa á eftir eiginmanni eft- ir rétt fimm ára hjónaband og vera ein með tvær ungar dætur. Gunna bar höfuðið hátt og lét ekki bugast. Hún byggði sér notalega íbúð fyrir þær mæðgur, þar bjó hún í rúmlega 50 ár eða þar til hún fór á Hrafnistu síðast- liðið vor. Gunna tók sér margt fyrir hendur en lengst af vann hún í Blóðbankanum og var vel kynnt af öllum sem unnu með henni. Hún nafna mín var einstaklega gestrisin og hafði gaman af að umgangast fólk og gaf öðrum oft óskiptan tíma. Liti maður inn óboðinn í molasopa þá framkall- aði hún helgistund, setti falleg- ustu bollana á borð, kveikti á kerti, síðan varð notalegt spjall, ekki síst um börnin sem hún var svo stolt af, enda bjó hún við barnalán. Það var ekki smá lukka þegar hún fékk lítinn prins í af- mælisgjöf sem hlaut nafnið Breki, sem nú er fimm ára. Gunna bar sterkar taugar til æskustöðvanna og fannst ekki gott ef hún komst ekki austur helst á hverju ári og þá um berja- tímann. Þær voru ófáar berja- ferðirnar okkar ýmist inn í Kirkjubólsbrekkuna eða upp af þorpinu. Mér er minnisstæð síð- asta berjaferðin okkar fyrir nokkrum árum, við vorum búnar að vera nokkrar klukkustundir og orðnar þreyttar þegar við komum úr fjallinu. Margrét, bróðurdóttir Gunnu, kallaði þá á okkur og bauð okkur inn í kaffi með alls kyns veitingum, þetta var ótrúlega notalegt og hugsaði ég með mér að henni væri ekki illa í ætt skotið. Þetta er aðeins lítil mynd úr broti minninganna. Það kom fyrir að við fórum í hugleiðingar um lífið og tilveruna og sagði hún einu sinni að oft hefði verið erfitt en hún hefði ekki staðið ein, hefði átt stóran frændgarð þar sem margir réttu hjálparhönd. Að öllum öðrum ólöstuðum hefðu þær systur, Jó- hanna og Birna á Laugarnesveg- inum, verið sér stoð og stytta og þar áttu telpurnar alltaf skjól. Slíkt er vissulega þakkarvert. Blessuð sé minning mætrar konu sem skilur eftir sig fallegar minningar. Guðrún Einarsdóttir frá Odda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.