Morgunblaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 11
Fallegur og virkar vel Helgi stoltur á Deutzinum að slá grængresið fimlega með gömlu góðu sláttugreiðunni. og hálft fet. Eftir það var hann mest notaður til að raka saman hey á tún- um, en einnig við að snúa heyblásara og enn seinna við að snúa bagga- færibandi. Næsti traktor sem keypt- ur var í Haga, nokkrum árum eftir komu Deutzins, var Nalli, eða It- nernational og þar á eftir kom Ferguson.“ Deutzinn var því fyrsti og eini sinnar tegundar þar á bæ og kannski þess vegna sem Helgi er nokkuð veikur fyrir slíkum traktor- um. „Þeir fara ekkert framhjá mér á ferðum mínum um landið og ég verð alltaf að stoppa ef ég sé þeim bregða einhvers staðar fyrir. Ég þarf að kíkja betur á þá, sjá árgerð- ina og annað. Ég sá síðast tvo Deutz-traktora í Grindavík í sumar, þeir stóðu þar utan við verkstæði.“ Upprunaleg dekk að aftan, ófúin og engin sprunga í þeim Helgi segist hafa sótt traktor- inn góða heim í Haga árið 2009, til að gera hann upp. „Ég vildi forða honum frá því að skemmast og Kristrún amma mín gaf mér fúslega leyfi til að taka hann. Hann hafði staðið inni í hlöðu í mörg ár, var reyndar gangfær en mikið ryðgaður og orðinn lúinn. Ég var með hann inni í bílskúrnum hjá mér allan veturinn hér í Reykholti í Biskupstungum þar sem ég bý, og dyttaði að honum. Þetta var mikil vinna og óteljandi vinnustundir sem fóru í þetta. Ég sandblés hann, grunnaði og lakkaði. Skipti um púst og framdekk, pakkningar, smurði og gerði annað sem þurfti. En ég tók ekki vélina eða gírkassann í sundur, enda var það allt í góðu lagi. Mér finnst merkilegt að enn eru á honum upprunaleg dekk að aftan, en hann er orðinn 55 ára, það er góð ending. Það er ekki til fúi eða sprunga í þeim, en vissulega hjálpaði til að hann var ekki mikið keyrður á mal- arvegum heldur mest á túnum og stóð inni yfir vetur. Vatn og frost komust ekki að til að skemma dekk- in,“ segir Helgi og bætir við að hann hafi aðeins verið búinn að æfa sig nokkrum árum áður, þegar hann gerði upp gamlan Ferguson sem enn er í notkun í Haga. Gárungarnir kalla nýja bílskúrinn Deutz-höllina Helgi setur traktorinn sinn í gang reglulega og rúntar þá um Reykholtshverfið. „Ég fer stundum á honum í búðina með krakkana mína, það er mikið sport svona spari. En hann er auðvitað mest til skrauts. Ég geymi hann í aukabílskúr sem ég byggði fyrir nokkrum árum, en um leið og ég byrjaði á þeirri byggingu fóru gárungarnir að kalla þetta Deutz- höllina, þeir vildu meina að þetta væri byggt utan um traktorinn, og kannski er eitthvað til í því,“ segir Helgi og hlær. Allir sem kynnst hafa traktor- um vita að skiptar skoðanir eru um hvaða tegund sé nú öðrum fremri, en hjá Helga er Deutz að sjálfsögðu í fyrsta sæti, síðan kemur Nallinn (International) og í þriðja sæti er Massey Ferguson. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015 Fullkominn skurður með Hypertherm málmskurðvél Plasmaskurðvélar Öruggur og nákvæmur skurður Dalshrauni 14 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 2035 • jak.is Spaksmannsspjarir: Útrás Spaksmannsspjara. Kjartan Óskarsson: Halo lampi. North Limited: Markaðs- setning á North Limited í Bret- landi. Genki Instruments: TE. TOS: Veggur af vegg – lóðrétt landslag. Rán Flygenring: Heim- ildateiknarinn, útgáfa. Laufey Jónsdóttir og Anna Margrét Björnsson: Barnabókin Leynigesturinn. Aurum: Áframhaldandi mark- aðs- og sölusókn í Bretlandi. Arkitektar Hjördís og Dennis: Hús árstíðanna – vistvæn/ sjálfbær íbúðarhús. Steinunn Björg Helgadóttir: Vefnaður. Halldóra Arnardóttir: Bókverk um Skarphéðinn Jóhannsson, arki- tekt. Hanna Dís Whitehead: Dialog 02 – Matarstell. Sif Baldursdóttir: Markaðs- og sölusókn Kyrju. Þau sem hlutu ferðastyrk: Ingi Kristján Sigurmarsson, Þórður Grímsson, Stefán Snær Grét- arsson, Fatahönnunarfélag Ís- lands, Erla María Árnadóttir, Jón- as Valtýsson, Steinunn Eik Egilsdóttir, Guja Dögg Hauks- dóttir, Scintilla, Kristín María Sig- þórsdóttir, Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, Þóra Birna Björns- dóttir, Gagarín, Rebekka Jóns- dóttir. Vakin er athygli á að næst verð- ur opnað fyrir umsóknir fyrir 2016 um miðjan desember. Fylgist með á vefsíðunni: sjodur.honnunarmidstod.is Hönnuðir Sif Baldursdóttir fatahönnuður sem er á bak við merkið Kyrja og Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður sem er á bak við merkið REY. Nýlega kom út bókin Traktorar í máli og myndum, hjá JPV forlag- inu en þar er lesandinn leiddur á ljóslifandi hátt í gegnum sögu þessa magnaða tækis sem um- bylti landbúnaði heimsins á 20. öld. Fjallað er um 450 traktora af öllum stærðum og gerðum, sögu vinsælustu tegundanna og mennina á bak við þær. Í máli og myndum TRAKTORAR Flottur Gripurinn á sýningu í heimasveitinni, Borg í Grímsnesi. Afi og amma Helgi Guðnason með konu sinni Kristrúnu Kjartans- dóttur á giftingardaginn 1943.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.