Morgunblaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 27
loknu tók hann aftur við starfi raf- veitustjóra og gegndi því til 1995. „Á bæjarstjóraárunum kom ég að ýms- um framfaramálum Akurnesinga, s.s. stofnun hitaveitu, en flest hús voru þá kynt með olíu; byggingu grjótvarnargarðs fyrir framan hafn- argarðinn, en hreyfing sjávar var mikil í höfninni; endurbótum á vatnsveitunni, en vatn var bæði of lítið og uppfyllti ekki gæðakröfur, og loks stofnun Fjölbrautaskóla, en ég var í nefnd er fjallaði um fram- haldsnám undir forystu Þorvaldar Þorvaldssonar.“ Árið 1995 var Magnús ráðinn veitustjóri Akranesveitu, sem var þá nýstofnuð, og gegndi hann jafn- framt starfi framkvæmdastjóra Andakílsárvirkjunar og Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Þessum störfum gegndi hann fram á árið 2000. Magnús fór í Leiðsöguskólann í Kópavogi og var leiðsögumaður árin 2002-2013, einkum með danska ferðahópa. Á yngri árum starfaði hann í KFUM, bæði í Laugarnes- hverfinu og í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann starfaði mikið í íþróttahreyfingunni, var m.a. for- maður ÍA í átta ár og varaforseti ÍSÍ í fimm ár og er nú heiðursfélagi ÍA og ÍSÍ. Magnús er félagi í Oddfellowregl- unni og Gídeonfélaginu og tekur þátt í starfi sóknarnefndar Akra- neskirkju. Hann er formaður Orku- senatsins sem er félag fyrrverandi starfsmanna orkufyrirtækja sem hafa unnið í tengslum við Samorku, samtök veitufyrirtækja. Magnús og Svandís, kona hans, hafa ferðast talsvert innanlands og utan m.a. gengið um Hornstrandir og Öskjuveginn. Í ferð sinni til Aust- urlanda nær árið 1967 lentu þau í sex daga stríðinu og voru kyrrsett í Amman í Jórdaníu meðan á stríðinu stóð. Þau hjónin voru virk í starfi Nor- ræna félagsins á Akranesi um ára- bil. Svandís var formaður félagsins í nokkur ár. Þau hafa heimsótt alla vinabæi Akraness og tekið þátt í mörgum vinabæjamótum. Á veturna sækja þau hjónin m.a. námskeið í Ís- lendingasögunum í Endurmenntun Háskólans og á sumrin dvelja þau oft í sumarbústað sem þau eiga í Biskupstungunum. Þá er samvera með fjölskyldunni þeim mjög kær. Fjölskylda Eiginkona Magnúsar er Svandís Pétursdóttir f. 1.2. 1941, sérkennari. Hún er dóttir Péturs Ágústs Árna- sonar, sjómanns og verkamanns í Reykjavík, og k.h., Helgu Jóns- dóttur frá Tungufelli í Hruna- mannahreppi. Sonur Svandísar og Magnúsar er Pétur, f. 16.2. 1971, forstjóri Hrafn- istuheimilanna, en kona hans er Ingibjörg Eydís Ingimarsdóttir hjúkrunarfræðingur og eru börn þeirra Ágúst Logi, f. 1996, Magnús Árni, f. 2003, og Svandís Erla, f. 2011. Systur Magnúsar eru Sigríður Oddsdóttir Malmberg, f. 10.3. 1932, og Ólöf Jóna Oddsdóttir, f. 4.10. 1944. Foreldrar Magnúsar voru Oddur Erik Ólafsson, f.17.3. 1905, d. 16.6. 1977, verkstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og k.h., Guðný Maren Oddsdóttir, f. 26.6. 1909, d. 1.3. 2010, húsfreyja. Úr frændgarði Magnúsar Oddssonar Magnús Oddsson Rannveig Gísladóttir húsfr. á Bala Pétur Kristjánsson b. á Bala á Kjalarnesi Kristjana Símonía Pétursdóttir húsfr. á Vöðlum og í Rvík Oddur Kristjánsson b. á Vöðlum í Dýrafirði, síðar starfsm. Rafmagnsv. Rvíkur Guðný Maren Oddsdóttir húsfr. í Rvík Sigríður Ólafsdóttir húsfr. á Lokinhömrum Kristján Oddsson b. á Lokinhömrum í Arnarfirði Guðrún Guðmundsdóttir húsfr. á Lokinhömrum Gísli Oddsson b. og dbrm. á Lokin- hömrum í Arnarfirði Guðrún Birgitta Gísladóttir húsfr. Ólafur Ólafsson prófastur í Dalaprófastsumdæmi Oddur Erik Ólafsson verkstj. hjá Raf- magnsv. Rvíkur Guðrún Ólafsdóttir Stephensen húsfr. í Stafholti og í Rvík Ólafur Pálsson prófastur í Stafholti, dómkirkju- pr. og konungskjörinn alþm. Á öræfum Hj́ónin á Veiðivatnaleið. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015 Bolli fæddist á Akureyri 17.11.1935. Foreldrar hans voruhjónin Gústav Elís Berg Jón- asson, rafvirkjameistari á Akureyri, og Hlín Jónsdóttir húsfreyja. Eftirlif- andi eiginkona Bolla er Matthildur Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari á Akureyri, og eignuðust þau sex börn: Hlín kennara; Jónu Hrönn, sókn- arprest í Garðaprestakalli; Gústav Geir myndlistarmann; Gerði, söng- konu og leikskólakennara; Bolla Pét- ur, sóknarprest í Laufásprestakalli, og Hildi Eiri, prest í Akureyrar- kirkju. Sr. Bolli lauk guðfræðiprófi frá HÍ 1963 og vígðist sama ár sóknar- prestur til Hríseyjarprestakalls, var skipaður sóknarprestur í Laufás- prestakalli 1966, varð vígslubiskup á Hólum 1991, en lét síðan af því emb- ætti 2002 sökum heilsubrests. Sr. Bolli var formaður æskulýðs- sambands kirkjunnar í Hólastifti, prestafélags þess, formaður Hóla- nefndar og formaður úthlutunar- nefndar listamannalauna. Hann skrif- aði fjölda greina í blöð og tímarit og lengi reglulega pistla og greinar í Morgunblaðið, ásamt leiklistar- gagnrýni fyrir sama blað um sýningar Leikfélags Akureyrar. Hann var rit- stjóri tímaritsins Heima er best, tók saman dagskrár um skáld og skáld- skap í útvarp og sendi frá sér sex bækur um menn og málefni en flestar þeirra myndskreytti hann sjálfur. Fyrir bókina Vorgöngu í vindhæringi fékk hann viðurkenningu Almenna bókafélagsins á 25 ára afmæli þess. Bolli hlaut styrk úr Gjöf Jóns Sig- urðssonar fyrir söfnun og útgáfu á ljóðmælum séra Björns Halldórs- sonar í Laufási og ritgerð um skáldið. Á afmælisdegi sr. Bolla hinn 17.11. 2007 kom út bókin Lífið sækir fram, sem er safn prédikana og ljóða eftir hann, gefin út að frumkvæði fjöl- skyldu hans. Eftir að sr. Bolli tók við embætti vígslubiskups á Hólum beitti hann sér fyrir byggingu Auðunarstofu, en það er endurgerð stokkahúss, sem Auðun biskup rauði reisti á 14. öld og var rifið, illu heilli, í byrjun 19. aldar. Hús þetta prýðir nú Hólastað. Bolli lést 27.3. 2008. Merkir Íslendingar Bolli Gústavsson 85 ára Gísli Guðmundsson Guðmunda Loftsdóttir Guðmundur Sigmarsson Helga Hafsteinsdóttir Hólmfríður Jóna Hannesdóttir Ragnheiður Sigurðardóttir Sverrir Steingrímsson 80 ára Hrafnhildur Gunnarsdóttir Mikkjal Hansen Sólveig Hermannsdóttir 75 ára Guðborg Bjarnadóttir Helgi Haraldsson Jónas Gunnarsson Ólöf Alda Ólafsdóttir Sigríður Jóna Þorvaldsdóttir Stella Breiðfjörð Magnúsdóttir Þuríður Gísladóttir 70 ára Dóróthea K. Valgarðsdóttir Gerður Bjarnadóttir Siggerður Pétursdóttir Sólveig Vilborg Sveinsdóttir Steinar Guðmundsson Viðar Friðgeirsson 60 ára Diana Jakobsson Elísabet Daníelsdóttir Fjóla Sigurlína Traustadóttir Guðfinna Ásgrímsdóttir Haraldur H. Harðarson Helga Guðmunda Herlufsen Hólmgrímur Kristján Heiðreksson Jóhannes Kjartansson Margrét Ragnarsdóttir Ríkarður Óskarsson Unnur Arnardóttir 50 ára Ásgeir Steinarsson Björk Unnur Guðbjartsdóttir Erla Sólveig Kristinsdóttir Friðvör Harðardóttir Kári Kárason Loreta Jakeliuniené Sigurd Jón Jacobsen Þorleifur R. Örnólfsson Þórhalla Aðalbjörg Hjaltadóttir 40 ára Andrea Hlín Franklínsdóttir Ársæll Aðalsteinsson Edyta Litwinczuk Hrafnhildur Magnúsdóttir Linda Elínborg Friðjónsdóttir Linda Kristín Friðjónsdóttir Rúnar Ásþór Ólafsson Sebastian Chojnacki 30 ára María Helgadóttir Marta Kinga Piecha Til hamingju með daginn 30 ára Jakobína ólst upp á Seltjarnarnesi, býr þar, lauk BS-prófi í sálfræði og MA-prófi í kynjafræði frá HÍ og er crossfitþjálfari hjá Cross fit Reykjavík. Maki: Grétar Ali Khan, f. 1984, starfsmaður við Ís- landsbanka. Sonur: Kristófer, f. 2014. Foreldrar: Jón Snæ- björnsson, f. 1957, fram- kvæmdastjóri, og Soffía Guðmundsdóttir, f. 1961, leikskólastjóri. Jakobína Jónsdóttir 40 ára Jónas ólst upp á Siglufirði, býr í Vest- mannaeyjum, er mat- reiðslumeistari og sjó- maður í Eyjum. Maki: Ester Torfadóttir, f. 1979, húsfreyja. Dætur: Magdalena, f. 2008, Maríanna, f. 2009, og Viktoría, f. 2014. Foreldrar: Ómar Hauks- son, f. 1950, bókari, og Kristín Jónasdóttir, f. 1950, húsfreyja. Þau búa á Siglufirði. Jónas Logi Ómarsson 40 ára Bjarki ólst upp í Garðabæ, býr í Kópavogi, lauk BSc-prófi í tölvunar- fræði frá HÍ og starfar hjá Libra. Dætur: Eva Nadira, f. 2004, og Tinna Eliza, f. 2007. Foreldrar: Þórdís Bára Hannesdóttir, f. 1952, félagsráðgjafi, og Sig- urgeir Bóasson, f. 1948, löggiltur endurskoðandi. Þau eru búsett í Kópa- vogi. Bjarki Sigurgeirsson Aukablað alla þriðjudaga Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.