Morgunblaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015
Skeifunni 8 |Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is
Cuero Mariposa
Hönnuðir: Bonet, Kurchan & Ferrari
Hannaður 1938
Leður verð 169.000,-
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þessi viðurkenning kom mér í opna
skjöldu, en ég er afskaplega ánægð-
ur. Þetta er mikill heiður, sérstak-
lega af því að verðlaunin eru kennd
við Jónas Hallgrímsson, sem er
hjartfólginn mörgum af minni kyn-
slóð sem ólst upp við kvæði hans. Ég
hef alltaf dáð hann mjög og hann
hefur örugglega haft einhver áhrif á
mitt málfar,“ segir Guðjón Friðriks-
son sagnfræðingur sem í gær hlaut
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.
Við sömu athöfn hlaut Bubbi Mort-
hens sérstaka viðurkenningu á degi
íslenskrar tungu 2015.
Aðspurður segir Guðjón að verð-
launaveitingin muni stappa í hann
stálinu sem fræðimann. „Verðlaunin
eru staðfesting á því að maður hafi
verið að gera eitthvað af viti. Þau
örva mann til frekari dáða,“ segir
Guðjón, sem nýlega lauk við að
skrifa sögu Alþýðuflokksins sem
væntanleg er á næsta ári þegar 100
ár verða liðin frá stofnun flokksins.
„Þar er sögð sagan með öllum
skuggum og sólarglætum sem sá
flokkur upplifði. Þetta var einn af
þeim flokkum sem voru alltaf að
klofna, en nú þegar hann er úr sög-
unni eru menn ekki eins viðkvæmir
fyrir því þótt maður segi söguna
eins og hún var og frá öllum átök-
unum innan flokksins,“ segir Guð-
jón, sem unnið hefur að bókinni sl.
tvö ár. Bendir hann á að hann hafi
þekkt pólitíska sögu flokksins vel
þar sem hann skrifaði á sínum tíma
sögu Jónasar frá Hriflu sem út kom
í þremur bindum „Hann var eig-
inlega einn aðalstofnandi Alþýðu-
flokksins þótt hann hafi verið í
Framsóknarflokknum síðan,“ segir
Guðjón kíminn.
Eins og leynilögreglumaður
Að sögn Guðjóns hefur hann á
þriggja áratuga löngum fræðaferli
sínum að stærstum hluta getað valið
sér verkefni, en stundum hefur hann
tekið að sér rannsóknarverkefni að
beiðni annarra til að eiga fyrir salti í
grautinn. „Ef maður vill vera algjör-
lega óháður þarf maður að hafa fjár-
hagsgrunn eða fastan tekjugrunn til
þess. Ég hef í gegnum tíðina lengst
af valið mín verkefni sjálfur, en þótt
bækurnar seldust rífandi vel safnaði
maður skuldum. Þetta eru þannig
verk að það tekur langan tíma að
vinna þau og höfundaprósentur
dugðu skammt til lífsviðurværis. En
þá kom launasjóður rithöfunda til
móts við mann og einhverjir styrkir,
en svo gat það brugðist og þá var
voðinn vís því maður þarf náttúrlega
að lifa eins og aðrir menn.“
Spurður hvaða fræðirit á ferlinum
séu honum hjartfólgnust nefnir Guð-
jón ævisögurnar. „Það var gríðar-
lega spennandi að skrifa ævisögu
Einars Benediktssonar, enda var
hann svo skrautlegur og ævintýra-
legur maður. Þá fékk ég tækifæri til
að grafast fyrir m.a. í Bretlandi og
Noregi þar sem ég fann alls kyns
gögn sem ég bjóst ekki við að finna.
Maður var eins og hálfgerður leyni-
lögreglumaður,“ segir Guðjón og
viðurkennir að sérdeilis gaman sé að
grafa upp áður óþekktar heimildir.
„Ég er mjög stoltur af Sögu Jón-
asar frá Hriflu sem ég skrifaði
snemma á ferlinum en hún kom út á
árunum 1991 til 1993. Svo skrifaði
ég ævisögu Hannesar Hafstein.
Þessar þrjár standa upp úr,“ segir
Guðjón og rifjar upp að hann hafi
verið kominn á miðjan aldur þegar
hann sneri sér að fræðistörfum. „Að
sagnfræðinámi loknu fór ég fyrst að
kenna og síðan í blaðamennsku í tíu
ár, sem var ágætur grunnur, og fór
ekki að skrifa bækur fyrr en ég var
kominn um fertugt,“ segir Guðjón
og rifjar upp að blaðamennskan hafi
verið góður skóli sem kenndi honum
að vinna hratt og skila á réttum
tíma.
Skrifar fyrir almenning
„Upphafið að fræðaferlinum var
þegar ég var beðinn að skrifa sögu
Reykjavíkur ásamt tveimur öðrum
og var í fimm árum á launum frá
Reykjavíkurborg við það,“ segir
Guðjón, sem hlaut Íslensku bók-
menntaverðlaunin í flokki fræðirita
og bóka almenns efnis í fyrsta sinn
af þremur fyrir fyrra bindið af Sögu
Reykjavíkur – Bærinn vaknar árið
1991, en hann hlaut einnig verðlaun-
in 1997 fyrir Einar Benediktsson I
og 2003 fyrir Jón Sigurðsson – ævi-
sögu II. „Viðtökur við Sögu Reykja-
víkur voru svo góðar á sínum tíma
að ég sá sæng mína uppreidda og sá
að ég yrði bara að halda áfram
fræðistörfunum. Síðastliðin þrjátíu
ár hef ég því lifað sem rithöfundur.“
Í ljósi þess að Verðlaun Jónasar
Hallgrímssonar eru veitt á degi ís-
lenskrar tungu er ekki hægt að
sleppa Guðjóni án þess að spyrja
hann hvernig hann sjái stöðu tungu-
málsins nú um stundir. „Ég er ekki
eins svartsýnn á stöðu íslenskunnar
og sumir aðrir. Mér finnst þetta
vera lifandi og síkvikt mál. Vissu-
lega heyrast vissar breytingar sem
mér finnst vera málleysa, en tungu-
málið er þeirrar gerðar að maður
verður að sætta sig við að það breyt-
ist alltaf með hverjum tíma. Ég get
ekki séð að fólk sé hætt að tala ís-
lensku og ég held að sumir hafi talað
alveg jafnvitlaust þegar ég var ung-
ur. Þannig að ég hef engar sérstakar
áhyggjur af málinu, en það er sjálf-
sagt að rækta það og ég reyni það í
mínum skrifum. Mér hefur alltaf
fundist mikilvægt að skrifa einfalt
og ljóst mál. Ég er ekki mikið í upp-
skrúfuðum stíl. Ég vil skrifa ljóst,
blátt áfram og einfalt mál,“ segir
Guðjón og bendir á að sviðsetningar
hans á atburðum hafi hins vegar
verið umdeildar í sagnfræðiverkum.
„En þær sviðsetningar hafa vafalítið
orðið til þess að bækurnar voru
miklu meira lesnar en ella. Ég ein-
setti mér strax að skrifa fyrst og
fremst fyrir almenning, en ekki fyrir
aðra sagnfræðinga.“
Eins og fyrr sagði telur Guðjón að
kveðskapur Jónasar hafi haft áhrif á
málfar sitt. Spurður hvort hann
hvetji ungt fólk í dag til að lesa ljóð
Jónasar svarar Guðjón því hiklaust
játandi. „Jónas kemur í ljóðlist sinni
auga á hið smáa, sem kannski eng-
inn annar hafði komið auga á á und-
an honum. Hann yrkir um fífusund,
berjalaut og fífilbrekkur og kemst
þannig svo nálægt hjarta þeirra sem
hafa upplifað íslenska náttúru. Ég
held að það hljóti að vera sígilt.“
„Þetta er mikill heiður“
Guðjón Friðriksson hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í ár Hefur að leiðarljósi að skrifa
ljóst mál og einfaldan stíl Bubbi Morthens hlaut sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Málfar „Ég hef alltaf dáð [Jónas] mjög og hann hefur örugglega haft einhver áhrif á mitt málfar,“ segir Guðjón
Friðriksson sagnfræðingur sem í gær hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir fræðistörf sín á sviði sagnfræði.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Edda Björg Eyjólfsdóttir, Marta
Nordal og Ólafur Egill Egilsson tóku
við Stefaníustjakanum við hátíðlega
athöfn í Iðnó í gær þegar úthlutað
var úr Minningarsjóði frú Stefaníu
Guðmundsdóttur leikkonu. Hvert
þeirra hlaut styrk að upphæð 750.000
krónur. Minningasjóðurinn var
stofnaður árið 1938 af hjónunum
Önnu Borg og Poul Reumert með
það að markmiði að efla íslenska leik-
list og heiðra um leið minningu Stef-
aníu Guðmundsdóttur, móður Önnu
Borg.
„Styrkveiting úr sjóðnum er viður-
kenning á góðum árangri styrk-
þega,“ segir Sunna Borg leikkona
sem situr í stjórn sjóðsins. Bendir
hún á að áður fyrr hafi styrkurinn
verið hugsaður sem ferðastyrkur til
handa ungum leikurum, en þær
áherslur hafi breyst í tímans rás og
nú sé styrkveitingin fremur hugsuð
sem viðurkenning á góðu starfi. „Út-
hlutað hefur verið árlega frá árinu
1970 og alls hafa 43 styrkþegar hlotið
þessa viðurkenningu,“ segir Sunna
og bendir á að styrkþegar séu hverju
sinni einn til þrír. Innt eftir vali á
styrkþegum í ár segir Sunna stjórn-
ina hafa verið sammála um að þeir
hefðu sýnt og sannað ágæti sitt sem
listamenn. „Edda og Marta hafa rek-
ið sitt eigið leikhús, Aldrei óstelandi,
sem er mjög virðingarvert, því leik-
listargeirinn er erfiður og mikilvægt
að geta veitt klapp á bakið fyrir það
sem vel er gert,“ segir Sunna.
Á leið í leikhúsferð til London
„Ég er óskaplega upp með mér og
þakklátur fyrir þessa viðurkenn-
ingu,“ segir Ólafur Egill Egilsson og
tekur fram að frú Stefanía hafi lengi
skipað ákveðinn sess í hans lífi. „Þeg-
ar ég var að byrja að ímynda mér að
leiklistin gæti orðið lífsstarf bjó kær-
asta mín þá og kona mín í dag í íbúð-
inni á Laufásvegi 5 þar sem Stefanía
og Borgþór bjuggu lengi. Tengda-
móðir mín var alltaf með mynd af frú
Stefaníu í stofunni.“ Aðspurður seg-
ist Ólafur ekki búinn að ákveða til
Tóku við Stef-
aníustjakanum
Edda Björg Eyjólfsdóttir, Marta
Nordal og Ólafur Egill Egilsson styrkt