Morgunblaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 321. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Íslendingur talinn njósnari…
2. Ætlaði ekki að drepa neinn
3. Lagt hald á vopnabúr í Lyon
4. „Hver er þessi hálfviti?“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Haraldur Ingi Haraldsson, verk-
efnastjóri Listasafnsins á Akureyri,
heldur fyrirlestur í dag kl. 17 í Ket-
ilhúsi undir yfirskriftinni GraN verk-
efnið – grafískur 3æringur. Í fyrir-
lestrinum fjallar Haraldur um Grafik
Nordika-verkefnið og þá norrænu
samvinnu sem liggur að baki sýning-
unni GraN 2015 sem stendur yfir í
Listasafninu á Akureyri. Á henni má
sjá um 100 verk eftir 24 grafík-
listamenn frá Norðurlöndum. Auk
þess mun Haraldur tala um skipu-
lagningu á frekara norrænu sam-
starfi. Haraldur er stjórnarmaður í
GraN félaginu og fyrsti forstöðu-
maður Listasafnsins á Akureyri.
Ljósmynd/Daníel Starrason
Fjallar um Grafik
Nordika-verkefnið
Guðný Hallgrímsdóttir flytur há-
degisfyrirlestur á vegum Sagnfræð-
ingafélags Íslands í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafns Íslands í dag kl.
12.05 sem nefnist Voru konur fátíðar
allt fram á 20. öld? Í tilkynningu seg-
ir að það sé þekkt staðreynd að ís-
lenskar konur hafi nánast verið
„ósýnilegar“ í menningarsögu fyrri
alda. Þó megi finna mikinn fjölda
handrita á handritasöfnum hérlendis
þar sem konur komi við sögu og þá
m.a. í Þjóðskjalasafni Íslands. Rýnt
verði í örlítið brot af þessum safn-
kosti og skoðað hvað þar er að finna
um konur fortíðar. Guðný stundar
doktorsnám í sagn-
fræði við Háskóla
Íslands þar sem
hún rannsakar
sjálfsmynd ís-
lenskra alþýðu-
kvenna á 18. og 19.
öld.
Voru konur fátíðar
allt fram á 20. öld?
Á miðvikudag Norðaustan 8-13 m/s og dálítil él nyrðra og eystra,
annars bjartviðri. Frost 2-8 stig. Á fimmtudag Norðan 5-13 m/s
og él nyrðra, en bjart syðra. Frost 4-12 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustanátt, víða 13-20 m/s, en 8-13 síð-
degis. Slydda, snjókoma eða él nyrðra og eystra, annars þurrt að
mestu. Frost víða 0-5 stig, en hiti 0-5 stig við suðurströndina.
VEÐUR
„Berglind er bara ein af þeim
sem alltaf eru á fullri ferð á
öllum æfingum. Hún leggur
sig alltaf fullkomlega fram
sem er hrikalega mikilvægt
fyrir hópinn. Hún hefur gríð-
arlegan metnað. Berglind er
okkur gulls ígildi,“ segir
þjálfari kvennaliðs Vals í
handbolta um leikmann 11.
umferðar Olís-deildar
kvenna hjá Morgun-
blaðinu, Berglindi Írisi
Hansdóttur. »2-3
Hún hefur gríð-
arlegan metnað
„Hann er gífurlega efnilegur og hefur
alla burði til þess að verða einn af
okkar allra bestu hand-
knattleiksmönnum,“
segir Haukamaðurinn
Matthías Árni Ingimars-
son um samherja
sinn, hinn unga
Janus Daða
Smárason,
sem fór á
kostum
gegn Val á
dögunum og er
leikmaður 12. um-
ferðar Olís-
deildar karla hjá
Morgun-
blaðinu. »4
Hefur burði til að verða
einn af þeim bestu
Spútniklið Framara er enn á flugi í
Olís-deild karla í handknattleik en í
gærkvöld vann liðið sigur á Val í
Reykjavíkurslag. Þar með misstu Vals-
menn toppsæti deildarinnar í hendur
Hauka sem rúlluðu auðveldlega yfir
Akureyringa í Hafnarfirði. Fram og
Haukar mætast á fimmtudagskvöld.
Grótta vann útisigur á ÍBV og taphrinu
ÍR lauk með jafntefli við Víking. »2
Haukar á toppinn fyrir
slaginn við spútnikliðið
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Líkan af farþegaskipinu Titanic, sem
Brynjar Karl Birgisson smíðaði í
fyrra úr legókubbum, er hann var 11
ára, hefur ferðast víða um heim. Ekki
sér fyrir endann á ferðalaginu. Skipið,
sem er með þeim stærstu sinnar teg-
undar í heiminum, var flutt frá Íslandi
fyrr á þessu ári til Svíþjóðar þar sem
það var sýnt á stórri legósýningu í
Örebro. Þaðan var það flutt í Tækni-
safnið í Ósló og verður þar til sýnis
fram í mars á næsta ári. Þaðan verður
það flutt, að öllum líkindum, á Titanic-
safnið í Belfast um þetta sögufræga
farþegaskip. Ekki er búið að dagsetja
nákvæmlega hvenær það verður né
hvernig það verður flutt þangað, að
sögn Bjarneyjar Sigrúnar Lúðvíks-
dóttur, móður Brynjars Karls.
Um síðustu mánaðamót var Brynj-
ar í Lilleström í Noregi þar sem hann
fræddi fólk um hvernig draumurinn
varð að veruleika. Hann vill hvetja
aðra til að láta drauma sína rætast.
Hann hélt 14 mínútna langt erindi á
ensku og móðir hans og afi, Lúðvík B.
Ögmundsson, þýddu á eitthvert
Norðurlandamálanna ef þess þurfti.
Þess má geta að Lúðvík, afi Brynjars
Karls, fann upprunalegu teikning-
arnar af Titanic á netinu og útbjó sér-
stakar teikningar fyrir Brynjar,
þannig að hann gæti smíðað skipið úr
kubbum.
Gaman að hitta aðdáendur
„Þetta var mikið verk og gaman að
hitta aðdáendur. Það sögðu margir
vá, þetta er flott og þú ert snillingur,“
segir Brynjar Karl legósnillingur um
viðbrögð fólks við skipinu í Svíþjóð og
Noregi. „Mér leið rosalega vel. Fólk
sagði: „Þú getur þetta Brynjar, þú
getur hjálpað öðru fólki með ein-
hverfu,““ segir Brynjar Karl, að-
spurður hvernig honum hafi liðið að
deila reynslunni af því að smíða skipið
á 11 mánuðum.
Það er ekki einfalt að flytja skipið
sem er 6,33 metrar á lengd og smíðað
úr ríflega 56.000 legókubbum. Taka
þarf skipið í þrennt til að ferðast með
það. Stundum hefur það hnjaskast lít-
illega. Brynjar Karl segir það ekki
hafa verið mikið mál að laga það.
„Það er erfitt að ferðast með fer-
líkið en það er ekki hannað til að
ferðast milli landa. Einhvern veginn
hefur ævintýrið farið svona og við
reddum þessu. Það gæti verið að það
fari áfram á milli landa. Við vonumst
til að það endi einhvers staðar þar
sem það fái að vera kyrrt,“ segir
Bjarney og bætir við að flutningurinn
sé kostnaðarsamur en sé greiddur af
þeim sem vilja fá það.
Brynjar Karl vill helst að Titanic
endi í Danmörku, af því að Lego er
danskt. Fyrirtækið er 83 ára á þessu
ári og var stofnað árið 1932 af Ole
Kirk Christiansen. Þessar upplýs-
ingar lætur hann fylgja með í óspurð-
um fréttum. Brynjar Karl fékk að
vita fyrir skemmstu að hann hlyti til-
nefningu til hvatningarverðlauna Ör-
yrkjabandalags Íslands fyrir að
breyta viðhorfum almennings til fatl-
aðs fólks. Verðlaunin verða veitt 3.
desember nk. „Ég er mjög þakk-
látur,“ segir Brynjar Karl einlægur.
„Þetta er flott, þú ert snillingur“
Líkan Brynjars
líklega á Titanic-
safnið í Belfast
Morgunblaðið/Eggert
Legó Brynjar Karl kubbar helst legómyndir núna, annars er tölvan ofarlega á lista enda eru tölvuleikir í uppáhaldi.
Í Noregi Brynjar Karl ásamt aðdáanda í Noregi um síðustu mánaðamót.