Morgunblaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015
!
"
##
##
$"
$!
!
$
%&'() '*'
+,%-%*./ ,&*'0'12% 34*'1.4
$ "
5
$
#$!#
#$"
$$5
$!"
$!
$
#
#$
#$
$
$!!
$"
5#
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Vinsamlegast skráið þátttöku á www.sa.is
Katrín Júlíusdóttir,
varaformaður
Samfylkingarinnar
Ásta Guðrún
Helgadóttir,
þingmaður Pírata
Bjarni Benediktsson,
fjármálaráðherra og
formaður Sjálfstæðis-
flokksins
Brynhildur S.
Björnsdóttir,
stjórnarformaður
Bjartrar framtíðar
Sigurður Ingi Jóhannsson,
sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra
og varaformaður
Framsóknarflokksins
Bjarkey Ólsen
Gunnarsdóttir,
þingmaður Vinstri
grænna
HVERT FARA
PENINGARNIR
ÞÍNIR?
Á Alþingi er nú rætt um hvernig nærri 700 milljörðum
verður varið á næsta ári.
Hvað færðu fyrir skattana þína og hver er forgangsröð stjórnmálamanna?
Hvernig er hægt að byggja upp innviði samfélagsins?
Hvað greiða fyrirtækin í ríkiskassann og hversu mikið ættu þau að greiða?
Hvað bíður okkar í framtíðinni?
Þátt taka fulltrúar stjórnmálaflokkanna á Alþingi:
Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, setur fundinn.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, stýrir umræðunum.
Fundargestir fá eintak af greiningu efnahagssviðs SA á fjármálum ríkisins.
Kaffi og með því frá kl. 14.30.
OPINN UMRÆÐUFUNDUR UM FJÁRMÁL RÍKISINS,
MIÐVIKUDAGINN 18. NÓVEMBER
KL. 15-16.30 Í NORÐURLJÓSUM Í HÖRPU.
FUNDURINN VERÐUR SÝNDUR BEINT
Í SJÓNVARPI ATVINNULÍFSINS Á VEF SA.
[90 MÍNÚTUR]
VIÐTAL
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
„Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé
umræða gærdagsins því önnur mál
er varða bankastarfsemi eru mun
mikilvægari,“ segir Ásgeir Jónsson,
dósent í hagfræði við Háskóla Ís-
lands, en hann flytur erindi um að-
skilnað viðskiptabanka og fjárfest-
ingabanka á fundi Félags viðskipta-
og hagfræðinga á
Fosshóteli í dag.
Hann segir að í
grundvallaratrið-
um séu viðskipta-
bankar og fjár-
festingabankar
ólíkar stofnanir.
„Viðskiptabankar
sinna fjármála-
legri milligöngu
þegar þeir taka
við innlánum og velja verkefni til út-
lána. Fjárfestingabankar fram-
kvæma slíka milligöngu á markaði,
meðal annars þegar þeir finna rétta
markaðsverðið á frumútgáfum verð-
bréfa.“
Ásgeir segir kostnaðarhagræði og
áhættudreifingu vera helstu ástæður
þess að starfsemin er rekin samhliða.
„Bæði tekjur og fjármögnun verður
fjölbreyttari. Alhliða bankar eru
einnig gjarnan hagkvæmari og stöð-
ugri bankar vegna samlegðar í
rekstri. Auk þess getur það verið
betra fyrir fyrirtæki að geta fengið
fjölbreytta þjónustu á einum stað,
hvort sem er varðandi fjármögnun
eða skráningu.“
Það sem hins vegar mæli helst á
móti alhliða rekstrarmódeli sé hætt-
an á að bankarnir verði of stórir, að
sögn Ásgeirs. „Þeir verða kerfislega
mikilvægir og fá sjálfkrafa ríkis-
ábyrgð sem er síðan notuð til áhættu-
töku. Það var að einhverju leyti
vandamálið með gömlu bankana. Þá
halda sumir því fram að svo stórir
bankar hafi kæfandi áhrif á hluta-
bréfamarkað því verið sé að leysa
mál innan bankans í stað þess að fara
á markað. Það verður þannig erfiðara
fyrir minni verðbréfafyrirtæki að
keppa við þá. Einnig hafa sumir
áhyggjur af hagsmunaárekstrum þar
sem fjárfestingabankar geta nýtt
ótakmörkuð ríkistryggð innlán og
gagnsæið verður minna.“
Ásgeir segir að í ljósi stærðar Ís-
lands þá gæti í raun einn viðskipta-
banki þjónustað landsmenn. „Það
væri hægt að ná heilmiklu hagræði
en væri auðvitað ekki skynsamlegt,
meðal annars vegna samkeppnis-
sjónarmiða. Ég tel að ef starfsemin
væri aðskilin þá mundi kostnaðurinn
aukast gríðarlega. Það væri hætta á
að við fengjum veikari fjárfestinga-
banka því þeir yrðu mun minni og að-
skilnaður myndi engu breyta um
kerfislægt mikilvægi bankanna
þriggja.“
Aðskilnaður er ekki lausn til að
koma í veg fyrir að hrunið endurtaki
sig, að mati Ásgeirs. „Ástæða þess að
neyðarlögin heppnuðust á Íslandi var
að íslensku bankarnir voru líka fjá-
festingabankar. Þeir voru með tölu-
vert mikið af heildsölulánum og svo
fór að erlendir kröfuhafar borguðu
fyrir forgang innistæðna með neyð-
arlögunum og raunar stóran hluta af
kostnaði við hrunið með stöðugleika-
framlögum. Í meginatriðum var fjár-
málabólan 2004-2007 vegna óábyrgra
útlána viðskiptabanka fremur en
fjárfestingabankastarfsemi.“ Hann
segir mörg mál brýnni og frekar ætti
að ræða fjármögnun húsnæðislána til
lengri tíma, umfang skuggabanka-
starfsemi og hvernig á að skapa opið
fjármálakerfi sem getur starfað við
opinn fjármagnsmarkað og gengis-
sveiflur.
Alhliða bankar
hagkvæmari
Morgunblaðið/Ásdís
Bankar Aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingabanka gæti aukið kostnað.
Ásgeir
Jónsson
Aðskilnaður leiðir til meiri kostnaðar
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Viðræður eru nú þegar hafnar um mögulega sölu á
Arion banka til íslenskra lífeyrissjóða. Í gær hittu
framkvæmdastjórar þriggja stærstu lífeyrissjóða
landsins slitastjórn Kaupþings þar sem rætt var
um möguleg kaup þeirra og annarra lífeyrissjóða
á 87% hlut slitabúsins í Arion banka.
Eins og Morgunblaðið greindi frá á laugardag-
inn ákváðu Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
(LSR), Lífeyrissjóður verslunarmanna (LV) og
Gildi á föstudaginn að sjóðirnir þrír myndu sjálfir
hafa frumkvæði að viðræðum við slitabúið um
möguleg kaup á bankanum. Fól sú ákvörðun einn-
ig í sér að öðrum lífeyrissjóðum í landinu var boðin
þátttaka í tilboðsgerðinni, sem eftir sem áður yrði
undir forystu LSR, LV og Gildis. Samhliða þeirri
ákvörðun var það niðurstaða sjóðanna að ganga
hvorki að tilboði Arctica Finance né Virðingar um
þátttöku í mótun fjárfestahóps sem bjóða myndi í
hlut slitabúsins í bankanum.
Er það samhljóða ákvörðun stjórna LSR, LV og
Gildis að engir aðrir fjárfestar muni koma að
kaupunum fyrst í stað í samfloti við lífeyrissjóðina.
Í kjölfarið er hugmyndin hins vegar sú að fag- og
einkafjárfestar muni fá kost á því að eignast hlut í
bankanum. Þar verði sérstaklega tryggt að al-
menningi verði gert kleift að eignast hlut í bank-
anum á sama verði og lífeyrissjóðirnir muni greiða
fyrir hlut sinn. Hins vegar muni öðrum þeim sem
fjárfesta vilja í bankanum gefinn kostur á að bjóða
í hlut í bankanum en að í slíkri tilboðsbók muni
verð ráðast af eftirspurn og öðrum þáttum og að
það verði mögulega hærra en það verð sem lífeyr-
issjóðir og almenningur greiða fyrir sinn hlut.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var
ákveðið að viðræðuaðilar muni hittast í næstu viku
og ræða um möguleg næstu skref í samningavið-
ræðum. Á fundinum munu engar umræður hafa
verið um mögulegt verð á hlut slitabúsins í bank-
anum.
Viðræður um Arion hafnar
Lífeyrissjóðir hittu slitastjórn Kaupþings í gær Ekki farið að ræða um verð