Morgunblaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 1
heima eigin vél af gerðinni Piper X- large Cub. Curtis-Jenny eru einhverjar frægustu flugvélar heims. Þær voru notaðar í fyrri heimsstyrjöld- inni og þeim flugu kappar eins og Charles Lindbergh og Amelia Ear- hart þegar þau lærðu til flugs. „Mér þykir mjög gaman að hafa látið verða af þessu. Ég var búinn að hugsa um þetta í mörg ár,“ sagði Dagfinnur í samtali við Morgun- blaðið. Hann er ern og hress og fer sjálfur allra sinna ferða, gangandi, akandi eða fljúgandi. »6 Morgunblaðið/RAX Flug Dagfinnur hefur flogið í 70 ár. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Dagfinnur Stefánsson flugstjóri hélt upp á 90 ára afmæli sitt, sem er á morgun, með því að ferðast fyrr í vikunni 3.000 mílur vestur til Bowling Green í Kentucky í Banda- ríkjunum til að fljúga þar um það bil hundrað ára gamalli opinni tví- þekju af gerðinni Curtis-Jenny. Þetta hafði verið draumur hans um langt árabil. Dagfinnur, sem á að baki rúmlega 31 þúsund flugtíma og 70 ára feril, flýgur enn hér Flaug Curtis-Jenny níræður  Dagfinnur Stefánsson flýgur enn  90 ára á morgun L A U G A R D A G U R 2 1. N Ó V E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  274. tölublað  103. árgangur  ALLTAF GAMAN OG ALLTAF PARTÍ Í KARNIVALÍU ÁHRIF FRÁ 9. ÁRATUGNUM Í HÁRTÍSKUNNI ALLT Í TÍSKU 10BARNABÓKAPLATA 55 Teikning/Björn Skaptason/Atelier arkitektar Kársnesið Þessi fjölbýlishús eru á svæði sem er enn á hugmyndastigi.  Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, bindur vonir við að í byrjun næsta áratugar, eða eftir fimm til sex ár, verði búið að byggja samtals 900 íbúðir á tveim- ur uppbyggingarsvæðum á Kárs- nesinu. Uppbygging á fyrra svæð- inu er þegar hafin en það síðara er á hugmyndastigi. Miðað við að söluverð hverrar íbúðar sé 35 milljónir að meðaltali, sem er hóflegt mat, er heildar- söluverð íbúðanna 900 um það bil 31,5 milljarðar króna. Ármann segir nýja brú yfir Foss- voginn munu tengja nýju svæðin við miðborg Reykjavíkur. Nú séu hugmyndir um að strætisvagnar geti ekið yfir brúna og þannig tengt bæjarfélögin tvö. »16 Undirbúa byggingu samtals 900 íbúða á Kársnesi í Kópavogi Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Þrír reyndir lögreglumenn sem starf- að hafa við löggæslu á höfuðborgar- svæðinu frá því á níunda áratugnum segja í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins að lögregla á höfuð- borgarsvæðinu sé löngu komin yfir þolmörk. Staðan sé þannig að lög- regla ráði ekki við ástandið á álags- tímum, til þess sé hún of fáliðuð. „Við látum þetta ganga en erum löngu komin yfir þolmörk. Það er hart að þurfa að forgangsraða verkefnum, svo ekki sé talað um neyðarútköllum, en það kemur reglulega fyrir,“ segir í viðtalinu. Árið 1984 voru íbúar höfuðborgar- svæðisins 130.722. Á mesta álags- punkti vikunnar, laugardagskvöldi og aðfaranótt sunnudags, telst þremenn- ingunum til að rúmlega 60 lögreglu- menn hafi verið í varðliðinu hjá þeim lögregluembættum sem þá voru starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2014 hafi sambærileg tala ver- ið um 30 lögreglumenn þrátt fyrir að fólki á svæðinu hafi fjölgað um rúm- lega 78 þúsund manns. Neyðarútköllum ekki sinnt  Helmingi færri lögreglumenn eru á vakt á höfuðborgarsvæðinu á álagstíma nú en fyrir þrjátíu árum  Lögreglumenn segja að löngu sé komið yfir þolmörk Morgunblaðið/Styrmir Kári Lögreglan Fækkað hefur í liðinu. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna átti 26 ára afmæli í gær og dagurinn var víða haldinn hátíð- legur hér á landi. Um 200 börn af frístundaheimilunum í Hlíðun- um og miðborginni fóru í réttindagöngu og minntu á grundvallarréttindi barna í sáttmál- anum. Lagt var af stað frá Hallgrímskirkju og gengið með kröfuspjöld niður á Austurvöll þar sem börnin tóku lagið. Einbeitingin skein úr andlitum barnanna, sem komu frá frístunda- heimilunum Eldflauginni, Halastjörnunni og Draumalandinu. Minnt á réttindi barna á heimsvísu Morgunblaðið/Eggert Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna átti afmæli í gær  Það sem af er árinu hefur met- fjöldi flótta- manna og hælis- leitenda fengið dvalarleyfi á Ís- landi. Þannig hafa samtals um 140 kvótaflótta- menn og hælis- leitendur fengið dvalarleyfi á Ís- landi í ár. Höfðu 296 sótt um hæli í gær, sem er líka met. Þetta er mun meiri fjöldi en kom hingað frá ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu gamla metárið 1999. »6 Metfjöldi fær dvalarleyfi á Íslandi Flóttamenn ná landi í Grikklandi. Það er aðeins í Hollandi sem eignir líf- eyrissjóða mælast sem hærra hlutfall vergrar landsframleiðslu en á Íslandi. Þannig var hlutfallið 160% í Hollandi í lok síðasta árs en hérlendis stóð það í 147%. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu OECD. Athygli vekur að meðan íslenska kerfið byggist að mestu á innlendum fjárfestingum og erlendar fjárfestingar eru aðeins um fjórðungur af kerfinu eða 24,8% hafa hollenskir lífeyrissjóðir fjárfest stærstan hluta eigna sinna erlendis eða tæp 82%. Raunávöxtun hollensku sjóðanna var tvöfalt betri en hinna íslensku. Þannig voru fyrrnefndu sjóðirnir að meðaltali með 15,1% ávöxtun en hinir íslensku með 7,2% raunávöxtun að jafnaði. Af sjóðum innan OECD- ríkjanna var það aðeins danska kerfið sem skilaði meiri raunávöxtun en það hollenska. Í Danmörku reyndist hún 16,7% á síðasta ári. Aðeins í fjórum ríkjum heims eru eignir lífeyrissjóða meiri en sem nem- ur 100% af vergri þjóðarframleiðslu þess ríkis sem þeir tilheyra. Það eru eins og áður sagði Holland og Ísland ásamt Sviss og Ástralíu. »31 Íslenskir lífeyrissjóðir sterkir í samanburði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.