Morgunblaðið - 21.11.2015, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Á undan-förnumárum hef-
ur lögreglan
mætt afgangi í
íslenskri stjórn-
sýslu. Sú leið hefur verið
farin á tímum þrenginga að
draga úr löggæslu og jafn-
vel í uppsveiflu. Sláandi
upplýsingar komu fram í
viðtali við Jón F. Bjart-
marz, yfirlögregluþjón hjá
ríkislögreglustjóra, í Morg-
unblaðinu á fimmtudag
þegar hann var spurður
hvort breyting hefði orðið á
hættumati hér á landi eftir
hryðjuverkin í París 13.
nóvember.
„Við höfum gripið til ým-
issa aðgerða eftir árásirnar
í París en hins vegar ekki
hækkað viðbúnaðarstig lög-
reglu. Það er auk þess
erfiðleikum háð vegna tak-
markaðrar viðbúnaðargetu
hennar,“ segir Jón.
Staðan er orðin alvarleg
þegar lögreglan hefur ekki
bolmagn til að bregðast við
verði breyting á hættumati.
Segir Jón F. Bjartmarz að
það vanti bæði fólk og bún-
að til að lögreglan geti
sinnt öryggishlutverki sínu.
Fækkunin í lögreglunni á
undanförnum árum kemur
rækilega fram í umfjöllun
Orra Páls Ormarssonar í
Sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins. Á undanförnum 30
árum hefur íbúum á höfuð-
borgarsvæðinu fjölgað um
78 þúsund manns. Á sama
tíma hefur fækkað í varð-
liði lögreglu, segir í grein-
inni.
Árið 1984 voru um og yfir
60 manns á næturvakt hjá
lögreglunni í Reykjavík,
Kópavogi og Hafnarfirði
um helgar. Nú eru um 30
menn á vakt hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu.
Vaktmönnum hefur því
fækkað um helming um
helgar þrátt fyrir fjölgun
íbúa og er þá ótalinn sá
mikli fjöldi ferðamanna,
sem bæst hefur við á götum
borgarinnar. Þá voru 2.179
íbúar á hvern lögreglumann
á vakt, en nú eru þeir 6.958
á hvern lögreglumann á
vakt.
Í greininni er rætt við
einn lögreglufulltrúa og tvo
rannsóknarlögreglumenn,
sem hafa unnið í lögregl-
unni síðan á níunda ára-
tugnum og hafa því tals-
verða reynslu. Þeir segjast
þekkja tímanna tvenna. Nú
sé svo komið að ekkert
megi út af bera út af mann-
fæð. Um helgar
sé nánast úti-
lokað að fá frí
því öllu þurfi að
tjalda til og lög-
reglan ráði varla
við ástandið á álagspunkt-
um lengur.
Ýmislegt lætur undan við
þessar aðstæður. Þar má
nefna eftirlit með ölvunar-
og vímuakstri. Viðmælend-
ur blaðsins segja að það sé
nú mun minna en áður var.
Ekki sé mannskapur til að
sinna því eftirliti. Engu að
síður sé mikill fjöldi öku-
manna tekinn fyrir að vera
undir áhrifum.
Í máli þeirra kemur fram
að staðan sé þannig að lög-
reglan þurfi að forgangs-
raða og þegar sinna þurfi
neyðarútköllum sitji
smærri mál á hakanum.
Lögreglan geti ekki með
nokkrum hætti sinnt laga-
legum skyldum sínum.
Ekki er nóg með að íbú-
um hafi fjölgað á höfuð-
borgarsvæðinu og fækkað á
vaktinni, heldur hefur ým-
islegt annað breyst á þrem-
ur áratugum. Harðari fíkni-
efni hafa borist til landsins
og leitt til margvíslegra af-
brota, innbrota og ofbeldis.
Þá kemur fram að skipu-
lögð glæpastarfsemi hafi
aukist hér á landi og hing-
að leiðst menn, sem tengdir
séu mafíustarfsemi erlend-
is.
Þau atriði, sem hér hafa
verið rakin gefa tilefni til
gagngerrar uppstokkunar.
Nú eru viðsjár miklar í
heiminum og öfgamenn
leggja á ráðin. Hryðjuverk-
in í París voru hryllileg. Í
fréttum vikunnar hefur
komið fram að mörgum
hryðjuverkum til viðbótar
hafi verið afstýrt víða í
Evrópu. Þessa atburði
verður að taka með í reikn-
inginn við hættumat hér á
landi. Þá dugar lítið að hafa
áætlun um viðbúnað ef ekk-
ert bolmagn er til að fylgja
henni eftir.
En það er því miður ekki
bara svo að lögreglan hafi
ekki bolmagn til að bregð-
ast við þegar syrtir í álinn.
Lögreglan ræður ekki við
þau verkefni, sem hún með
réttu ætti að sinna dags
daglega. Þetta er ekki sagt
lögreglumönnum til lasts,
heldur er þeim einfaldlega
ekki gert það kleift.
Nú dugar ekki lengur að
tala bara um vanbúnað lög-
reglunnar, það þarf að
grípa til aðgerða.
Lögreglan er ekki
búin til að hækka
viðbúnaðarstig}
Löggæsla í svelti
H
vað rekur ungt fólk til þess að
ráðast gegn varnarlausum
samborgurum sínum í þeim
eina tilgangi að svipta þá líf-
inu? Það er spurning sem
margir hafa spurt sig að undanförnu og því
miður ekki að ástæðulausu. Þótt hægt sé að
benda á að Evrópa sé líkast til sá heimshluti
sem fyrir minnstum áhrifum verði af völdum
hryðjuverka er ógnin þrátt fyrir það orðin
áþreifanleg og fréttir síðustu daga benda ein-
dregið til að framundan sé erfiður og vægð-
arlaus eltingarleikur við fleiri hópa sem
hyggja á óhæfuverk gegn saklausu fólki.
Svarið við spurningunni sem varpað er
fram hér að ofan er eflaust ekki einhlítt en
margt bendir til að voðaverkin séu unnin á
grundvelli óheftrar illsku í bland við heimsku
þess fólks sem lætur leiða sig út í það að spenna um sig
sprengjubelti og skjóta á allt sem á vegi þess verður.
Þýski guðfræðingurinn Dietrich Bonhoeffer, sem nas-
istar tóku af lífi undir lok síðari heimsstyrjaldar vegna
andstöðu hans við þá hugmyndafræði sem þeir boðuðu,
færði rök fyrir því að heimskan ræki fólk til illvirkja og
að sú heimska væri ekki líffræðilegt vandamál heldur af-
leiðing þess að fólk væri svipt frelsi sínu undir valdbeit-
ingu. Um það sagði Bonhoeffer meðal annars:
„Til þess að vita hvernig við komumst hjá heimskunni
verðum við að reyna að skilja eðli hennar. Svo mikið er
víst að hún er ekki brestur í gáfnafari heldur er hún
mannlegur veikleiki. Það er til fólk sem
skortir ekki gáfur en það er samt heimskt og
svo er það sem skortir gáfur en fjarri því að
vera heimskt […] Hún lýsir sér í ákveðnum
viðbrögðum sem fólk sýnir við sögulegum að-
stæðum, hún kemur fram sem sálfræðilegar
hliðarverkanir við ákveðnar ytri aðstæður.
Með því að skoða þetta nánar kemur í ljós að
öll umtalsverð valdbeiting, hvort sem hún er
pólitísks eðlis eða trúarlegs, slær stóran hluta
fólks heimsku. […] Vald eins þarfnast
heimsku annars. Það gengur ekki þannig fyr-
ir sig að ákveðið – t.d. gáfnafarslegt – upplag
manneskjunnar skreppi skyndilega saman
eða glatist, heldur að manneskjan er rænd
innra sjálfstæði sínu þegar kraftur valdsins
gagntekur hana og að maðurinn – að meira
eða minna leyti ómeðvitað – hættir að taka
mið af sínu eigin upplagi.“
Og kannski hefur Bonhoeffer komist að kjarna máls-
ins í þessum vangaveltum sínum. Það fólk sem voðaverk-
in hefur unnið er augljóslega undir járnhæl sturlaðrar
hugmyndafræði sem sviptir fólk frelsi og tækifærinu til
að „taka mið af sínu eigin upplagi“. Þess vegna verður
svarið við ofbeldinu sem fylgir „heimskunni“ að vera
frelsi, aukið frelsi til handa einstaklingum þar sem fólk
er leyst undan valdi annarra. Enginn maður sem sannar-
lega er frjáls frá valdi og heimsku myndi nokkru sinni
láta sér detta í hug að svipta annað fólk frelsinu og hvað
þá lífinu.
Stefán E.
Stefánsson
Pistill
Ömurleg blanda illsku og heimsku
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Ífjölmenningarsamfélagi nú-tímans er hætt við að íslensk-an verði eign æ færri Íslend-inga en aðrir verði utangarðs
í menningunni,“ segir í ályktun sem
Íslenska málnefndin sendi frá sér á
dögunum um stöðu íslenskrar
tungu. Yfirskriftin var „að alast upp
á íslensku,“ og var lögð áhersla á að
tungumálið þyrfti að vera almenn-
ingseign í lýðræðissamfélagi og að
lýðræðið veikist ef aðgengi að ís-
lensku, jafnt talaðri og ritaðri, er
ójafnt. Þá segir í ályktuninni að
óæskilegt sé að lítið samfélag grein-
ist í marga menningarkima með til-
heyrandi stéttaskiptingu og manna-
mun. Íslensk tunga sé lykillinn að
menningu í landinu.
„Aðgengi að íslenskunni er ekki
nógu mikið fyrir innflytjendur og
þar með verða þeir aldrei þátttak-
endur í þeim hluta samfélagsins sem
fram fer á íslensku. Ef það heldur
áfram verður þrýstingurinn meiri á
að íslenskan sjálf hverfi,“ segir Ár-
mann Jakobsson, varaformaður Ís-
lensku málnefndarinnar, en stjórn-
völd þurfi að setja aukna fjármuni í
að tryggja aðgengið að tungumálinu.
Alist ekki upp á íslensku
Í íslensku fjölmenningarsam-
félagi þar sem ríflega 24 þúsund
landsmanna, eða rúm 7%, eru inn-
flytjendur og árlegur fjöldi ferða-
manna á landinu er yfir milljón á ári
eru mörg tungumál töluð innan
landsteinanna á hverjum tíma. Því
þurfi að gæta að stöðu íslenskunnar í
nýjum heimi.
Góður aðgangur að íslensku
skipti öllu máli til að koma í veg fyrir
átök og stéttaskiptingu, bæði fram-
boð á íslenskunámi og tækifæri
vinnandi fólks til að verða sér úti um
menntunina en kostnaður megi ekki
verða til þess að útiloka neinn.
Stór hópur barna alist upp við
talaða íslensku en án bóka og þess
mennnigarauka sem þeim fylgir.
„Æskan elst í auknum mæli ekki
upp við íslensku. Eitt vandamálið er
hinn stafræni heimur, netið, þar sem
íslenskan er ekki stórt mál,“ segir
Ármann en hætta sé á því að tungu-
mál sem eru lítið áberandi á netinu
standi höllum fæti. Í netheimum
megi finna fjölbreytt ókeypis efni á
ensku en sama aðgengi sé ekki að ís-
lenskum orðabókum, alfræðiritum
og bókmenntum.
Íslenska málsamfélagið sé fá-
mennasta fullburða málsamfélagið í
heiminum og hljóti ekki verðugan
sess á netinu án öflugs opinbers
stuðnings. Ármann telur raunhæft
að netheimar verði íslenskari og
ýmsar ódýrar leiðir séu að því mark-
miði. Telur hann einnig að góð tök á
íslenskunni verði til þess að börnin
nái góðum tökum á erlendu tungu-
máli.
Ferðamenn vilji íslenskuna
Þá telur nefndin að mikilvægt
sé að íslenskan sé ekki falin fyrir
ferðamönnum. Í miðbæ Reykjavíkur
séu erlend tungumál ráðandi og því
enn meiri ástæða til að verslun og
þjónusta hafi íslenskuna sýnilega, til
dæmis á matseðlum og í verslunum.
Erlendu málin séu viðeigandi
samhliða íslenskunni. „Það er í
rauninni enginn góðvilji við
ferðamennn að sleppa íslensk-
unni,“ segir Ármann en erlendir
ferðamenn séu hingað komnir
vegna forvitni um land og þjóð og
langi marga til að kynnast ís-
lensku. Því sé menningarauki
fyrir bæði gesti og heima-
menn að íslenska sé ekki í
felum þegar þeir eru þjón-
ustaðir.
Íslenskan er lykill að
menningu í landinu
Morgunblaðið/Eva Björk
Börn Stór hópur barna elst upp við talaða íslensku en án bóka og þess
menningarauka sem þeim fylgir. Auka þurfi veg íslenskunnar á netinu.
Íslenska málnefndin vekur sér-
staka athygli á bókmenntum
ætlaðum ungu fólki í ályktun
sinni. Er ályktuninni ætlað að
vera stjórnvöldum ráðgefandi.
Fáar ungmennabækur komi
út ár hvert og þegar beri á því
að lesefni á ensku sé ráðandi
hjá ungmennum sem lesa mik-
ið. Fagna beri slíkum áhuga en
gæta þess jafnframt að ung-
mennin missi ekki sambandið
við íslenskt bókmenntamál.
„Ritþjálfun er ónóg og ekki
mikil áhersla á hana í
skólakerfinu og hefur í
raun minnkað síðustu
30 árin,“ segir Ár-
mann en það sjáist
glögglega á ritgerð-
um háskólanema
sem virðist ekki hafa
vald á ritmálinu. Snúi
það aðallega að ein-
földu máli frem-
ur en mál-
villum.
Ónóg áhersla
á ritþjálfun
EKKI VALD Á RITMÁLINU
Ármann
Jakobsson