Morgunblaðið - 21.11.2015, Qupperneq 37
UMRÆÐAN 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2015
Það var vel viðeigandi aðforseti ECU, Evrópskaskáksambandsins, hinnumdeildi Georgíumaður
Zurab Azmaparashvili, skyldi í
setningarræðu sinni kalla Laugar-
dalshöllina, mótsstað Evrópukeppni
landsliða, „Mekka skákarinnar“.
Enginn gerði ágreining um þessa
skýringu. Svo hófst taflið og menn
voru hóflega bjartsýnir á frammi-
stöðu íslensku liðanna í opna
flokknum og kvennaflokknum. Þar
hefur Guðlaug Þorsteindóttir hins
vegar farið á kostum. Margir komu
til að fylgjast með Magnúsi Carlsen
en nokkur bið varð á því að hann
settist að tafli. Það gerðist svo í 3.
umferð. Hann tapaði þá óvænt fyrir
Levon Aronjan, því næst kom jafn-
tefli og í 5. umferð tefldu Norð-
menn við Svisslendinga. Eftir 45
leiki kom þessi staða upp á 1. borði:
Magnús Carlsen – Yannick
Pelletier
Það blasir við að Magnús þarf að
forða hróknum á b8 en staðan er í
jafnvægi eftir 46. Hh8 eða 46. Hb5.
En menn trúðu vart sínum eigin
augum þegar Magnús lék …
46. Hg8??
Svarið kom um hæl:
46. … Re7
… og hvítur tapar manni eftir …
47. Hxg7 Hxd3+ 48. Kc2 Hd7.
Heimsmeistarinn barðist áfram
um stund en gaf skákina eftir 59
leiki.
Þegar þetta er ritað hefur ís-
lensku liðunum gengið upp og ofan.
Hið svonefnda „gullaldarlið“ hefur
átt góða spretti en tímamörkin
reyna mikið á, 90 30 á fyrstu 40
leikina er kannski sanngjarnt en
síðan taka við tímamörkin 30 30 til
enda skákarinnar og það er meira í
ætt við atskák en kappskák; lok
margra skáka kalla á óðagot í tíma-
hraki sem stundum hefur reynst
dýrkeypt, sbr. viðureign undirritaðs
gegn Austurríki á þriðjudaginn:
Helgi Ólafsson – Markus Ragger
Þessi staða er jafntefli en óvissan
sem fylgdi því að eiga örfáar sek-
úndur eftir til að reikna út hvort
réttara sé að fara með kónginn til
a1 eða b1 hleypti af hörmulegum af-
leik:
60. a3+?? Kc4
– og svartur vann nokkrum leik-
um síðar. Jafntefli er að hafa með
60. Kb1!
En góðu tíðindin voru þau að Jón
L. Árnason og Jóhann Hjartarson
unnu og Margeir Pétursson náði
jafntefli eftir erfiða vörn og sigur
vannst á Austurríki, 2 ½:1 ½. „Þú
getur enn teflt vel,“ sagði liðsstjóri
Austurríksmanna, Zoltan Ribli, við
Jóhann eftir skákina sem hér fylgir
á eftir:
David Shegelia – Jóhann Hjart-
arson
Enskur leikur
1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. g3 Bb7 4.
Bg2 c5 5. O-O g6 6. d4 cxd4 7.
Dxd4 Bg7 8. Rc3 d6 9. Hd1 Rbd7
10. Be3 Hc8 11. Hac1 a6 12. b3
O-O 13. Dh4 He8 14. Bh3 Hb8!
Ekkert er nýtt undir sólinni. Jó-
hann hefur nokkra reynslu í þessu
afbrigði en var samt lengi að rifja
upp helstu leiðir. Þetta er án efa
besti leikurinn í stöðunni.
15. g4 h5 16. g5 Rh7 17. Rd5 e6
18. Rc3 Dc7 19. Dg3 Re5 20. Rxe5
Bxe5 21. f4 Bg7 22. Df2 f6!?
Hirðir ekki um að verja b6-peðið
heldur leitar gagnfæra á kóngs-
væng. Samvæmt „Houdini“ átti
hvítur best 23. gxf6 Rxf6 24. Bxb6
Dc6 25. Kf1!
23. Bxb6 Dc6 24. e4 fxg5 25.
Bd4 Bxd4 26. Dxd4 gxf4 27. Dxd6
Dxd6 28. Hxd6 Rg5 29. Bg2 Rf7
30. Hb6 g5 31. Hd1 Re5
Þarna stendur riddarinn vel og
peðin á kóngsvæng eru ekki árenni-
leg.
32. Hdd6 Kf7 33. c5 a5 34. a3?
Tapleikurinn. Hvítur gat haldið í
horfinu með 34. Hb5.
34. … Bc6! 35. Ra4 Bxa4
36. bxa4 Hxb6 37. Hxb6 Hd8 38.
Hb1 Ke7 39. Hc1 g4 40. Hc2 h4 41.
Bf1 g3 42. hxg3 hxg3 43. c6 Rf3+!
– og hvítur gafst upp.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
„Þú getur enn teflt vel“
Bridsfélag eldri borgara
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 10. nóvember var
spilaður tvímenningur með þátttöku
28 para. Efstu pör í N/S (% skor):
Kristín Óskarsd. – Unnar Atli Guðmss . 65,9
Jón Sigvaldason – Katarínus Jónsson 61,1
Bragi Björnsson – Bjarnar Ingimarsson 57,1
Örn Isebarn – Óskar Karlsson 54,5
Jóhann Benediktss. – Pétur Antonss. 53,0
A-V
Björn Árnason – Ragnar Jónsson 64,1
Viðar Valdimarss. – Óskar Ólafsson 62,0
Haukur Guðmss. – Sigfús Skúlason 56,7
Sigurður Hallgrss. – Steinmóð. Einarss. 55,4
Ólafur Ólafsson – Anton Jónsson 54,6
Föstudaginn 13. nóvember spiluðu
26 pör tvímenning.
Bestum árangri náðu í N/S:
Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 60,7
Örn Einarsson – Pétur Antonsson 60,6
Bjarnar Ingimarss. – Bragi Björnss. 56,6
Sigurður Hallgrss. – Steinmóð. Einarss. 55,8
Bjarni Þórarinss. – Magnús R. Jónss. 52,7
A-V
Svanh. Gunnarsd. – Magnús Láruss. 57,4
Ágúst Vilhelmss. – Kári Jónsson 57,1
Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðss. 57,1
Sigfús Skúlason – Jónína Óskarsd. 56,9
Auðunn Guðmss. – Guðm. Sigursteinss. 56,7
BFEH spilar á þriðjudögum og
föstudögum í Hraunholti, Flata-
hrauni 3. Spilamennska byrjar kl. 13.
Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríks-
son og er hjálpað til við myndun para
fyrir staka spilara. Allir spilarar,
vanir sem óvanir, eru velkomnir.
Gullsmárinn
Spilað var á 11 borðum í Gull-
smára fimmtudaginn 19. nóvember.
Úrslit í N/S:
Guðrún Gestsd. - Ragnar Ásmundss. 212
Guðm. Pálsson - Sveinn Símonarson 205
Kristín Óskarsd. - Unnar A.Guðmss. 201
A/V:
Guðlaugur Nielsen - Pétur Jónsson 194
Kristín G. Ísfeld - Óttar Guðmundss. 181
Jón Ingi Ragnarss. - Sæmundur Árnas. 176
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Skugginn samanstendur af mörgum húsum með frábærri
hönnun. þar sem hverfið er hannað í heild sinni gefur það
þessu hverfi fallega umgjörð sem gerir það eftirsóttara en
önnur. Einnig hefur verið mjög góð endursala í íbúðum og
hækkandi verð.
Nálægðin við iðandi mannlíf miðborgarinnar setur
Skuggahverfið í flokk eftirsóttustu hverfa borgarinnar.
Stutt er í alla þjónustu; verslanir, veitingastaði, skóla,
heilsugæslu og afþreyingu af ýmsu tagi.
Frá Skuggahverfinu er stutt í margar helstu perlur
miðborgarinnar, dæmi um áhugaverða staði í næsta
nágrenni: Gamla höfnin, Tjörnin, Hljómskálagarðurinn,
Skólavörðuholtið, Austurvöllur, Listaháskóli Íslands
Sölvhólsgötu, Þjóðleikhúsið, Harpan, Hallgrímskirkja,
Sundhöll Reykjavíkur, Landspítali – háskólasjúkrahús,
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, Háskóli Íslands. Allir
þessir eru í stuttu göngufæri við Skuggann.
GRUNNURAÐGÓÐU LÍFI
HAFÐU SAMBAND VIÐ STARFSFÓLK OKKAR
OG FÁÐU ALLAR UPPLÝSINGAR.
535 1000
stakfell@stakfell.is
Allar nánari upplýsingar veitir Þorlákur löggiltur fasteignasali í síma: 820 2399, eða thorlakur@stakfell.is
TIL SÖLU:
VATNSSTÍGUR 20-22
101 REYKJAVÍK (SKUGGAHVERFI)
ÞORLÁKUR ÓMAR EINARSSON
Framkvæmdastjóri, löggiltur fasteignasali
OPIÐ HÚS
ÁLAUGARDAGINN MILLI KL. 13.00 OG 15.00
SÝNINGARÍBÚÐ VIÐ VATNSSTÍG 20-22
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/