Morgunblaðið - 21.11.2015, Síða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2015
✝ Margrét Odds-dóttir fæddist
í Dalshúsum í Val-
þjófsdal í Önund-
arfirði 24. maí
1954. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut
13. nóvember
2015.
Foreldrar henn-
ar eru Kristín
Guðrún Jónsdóttir
ljósmóðir, f. 10.6. 1928, og
Oddur Örnólfsson, f. 24.9.
1920, d. 18.7. 2008.
Systkini Margrétar eru
Þórhildur, f. 1953, maki Jón-
atan Hermannsson, Örnólfur,
f. 1956, maki Védís Harpa Ár-
mannsdóttir, Jón Halldór, f.
1958, maki Martha Ernsts-
dóttir, Gunnar, f. 1960, maki
Sólveig Guðnadóttir, og Bára,
f. 1965, maki Óskar Ármanns-
son.
Margrét giftist 10. júlí 1976
Páli Óskarssyni, ketil- og
plötusmið, frá Brekku í
Biskupstungum, f. 21.7. 1951.
Þau skildu. Börn þeirra eru:
1) Oddur, f. 30.8. 1977,
maki Bryndís Reynisdóttir, f.
Helga Þórarinssyni, vann á
sjúkrahúsinu á Ísafirði, fór í
fiskvinnu á Seyðisfirði og var
vetrarstúlka á Hallormsstað
svo fátt eitt sé talið.
Margrét og Páll settust
fyrst að í Seljahverfinu sem
þá var að byggjast. Hún vann
á Álafossi þar til eldri sonur-
inn fæddist. Þau fluttu til Ak-
ureyrar 1979 og var Margrét
um tíma dagmóðir í samstarfi
við frænku sína, Sigríði Mar-
gréti. Fjölskyldan dvaldi um
hríð á Akranesi en reisti sér
svo hús í Brekkuskógi í Bisk-
upstungum þar sem þau ráku
vinnuvélaútgerð og um tíma
vann Margrét á Geysi í
Haukadal.
Þegar upp úr hjónabandinu
slitnaði var Margrét með
börnin í Mosfellsbæ einn vet-
ur, en fór svo aftur austur og
var matráðskona í Skálholts-
skóla í félagi við vinkonu
sína, Rúnu.
Árið 1994 flutti Margrét á
Seltjarnarnes og vann lengst
af á Vitatorgi, en 1999 fór
hún á ný austur í Brekkuskóg
og sá eftir það um mötuneytið
og félagsheimilið í Aratungu
þar til hún varð óvinnufær.
Haustið 2014 greindist hún
með þann sjúkdóm sem dró
hana til dauða.
Útförin fer fram frá Skál-
holtsdómkirkju í dag, 21. nóv-
ember 2015, kl. 14.
1974. Börn þeirra
eru Páll Grétar, f.
2009, og Anna
Kristín, f. 2011.
Barn Odds og Ás-
laugar Magnús-
dóttur, f. 1979, er
Stefanía Þórdís, f.
2007. 2) Hekla
Hrönn, f. 21.9.
1979, maki Nils
Guðjón Guðjóns-
son, f. 1979. Börn
þeirra eru Sunneva Kristín, f.
2006, Silja Hrönn, f. 2008, og
Torfi Guðjón, f. 2012. 3)
Kristinn Páll, f. 16.2. 1985,
maki Jóna Petra Guðmunds-
dóttir, f. 1982. Börn þeirra
eru Júlía Rós, f. 2009, og Atli
Hrafn, f. 2011. Fyrir átti Jóna
Anton Mána Héðinsson, f.
2003.
Margrét fluttist með
foreldrum og systur til Ísa-
fjarðar 1955 og ólst þar upp.
Hún stundaði nám í barna- og
gagnfræðaskóla bæjarins,
gætti barna og fór í sveit líkt
og flestir á þessum árum. Á
unglingsárunum var Margrét
í Æðey í nokkur sumur hjá
Guðrúnu Lárusdóttur og
Elsku mamma mín. Að sitja
hér og skrifa er þungt og erfitt.
Margar minningar koma upp frá
liðnum árum. Efst er mér í huga
þakklæti fyrir að hafa fengið að
vera með þér þennan tíma sem
var þó samt allt of stuttur.
Mér er það ógleymanlegt en
ljúft að hugsa til allra ferðalag-
anna með þér og okkur systkin-
unum þegar við vorum lítil. Þá
var allt mögulegt sungið með út-
varpinu eða bara lög sem við
kunnum.
Ég minnist lestursins á kvöld-
in, þú hafðir svo einstaklega
skemmtilega túlkun á sögunum,
þær urðu ljóslifandi og gjarnan
fylgdu með gömul kvæði og vísur.
Þú varst mér sérstaklega góð-
ur vinur og við gátum alltaf talað
saman um hvað sem var. Þú varst
mjög ráðagóð og útsjónarsöm á
mörgum sviðum og ekki síst þeg-
ar kom að matseld eða bakstri,
það lék í höndunum á þér.
Ég kveð þig með þessum orðum:
Þeir segja þig látna, þú lifir samt
og í ljósinu færð þú að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá litlu hjarta berst lítil rós,
því lífið þú þurftir að kveðja.
Í sorg og í gleði þú senda munt ljós,
sem að mun okkur gleðja.
(Guðmundur Ingi Guðmundsson)
Þinn
Oddur Óskar.
Mig langar að minnast Möggu,
tengdamóður minnar, í nokkrum
orðum. Ég hitti hana fyrst fyrir
átta árum þegar við Oddur vor-
um að byrja að draga okkur sam-
an og voru þau kynni mjög
ánægjuleg. Hún tók mér strax
opnum örmum sem og síðar öllu
mínu fólki.
Það var gaman og ekki síst
fróðlegt að fá að fylgjast með
Möggu á mörgum sviðum. Hún
var snillingur í að halda veislur
og í allri matseld og þau voru ófá
símtölin sem hún leiðbeindi okk-
ur með matseld hérna heima þeg-
ar Oddur gafst upp á mér og allt
var að brenna við og sagði bara
„æ, hringdu bara í mömmu“ og
ekki stóð á ráðum hennar. Þegar
kom að því að halda brúðkaups-
veisluna okkar var ekki spurning
um hver myndi sjá um matinn og
leysti hún það listavel af hendi.
Það var sérstaklega gaman að
ferðast með Möggu. Ég er ekki
uppalin við það að syngja í bíl og
Magga kom stundum með okkur
fjölskyldunni í bílinn og þá var
mikið sungið. Guttavísur voru í
sérstöku uppáhaldi hjá syni mín-
um og mér er minnisstæð ein
ferðin frá Brekkuskógi og í bæ-
inn þar sem þær vísur hljómuðu
alla leiðina og allir í bílnum sungu
vel við raust. Stundum sátu þau
mæðginin við eldhúsborðið og
sungu réttarvísur og sálma. Ég
man eftir fyrstu réttarferðinni
minni í Tungnaréttir, hvað mér
þótti Magga tignarleg í réttar-
söngnum og gaf körlunum ekkert
eftir.
Magga var börnunum okkar
mikil amma. Hún var mikil
barnagæla og hafði oft orð á því
að ömmuhlutverkið væri uppá-
haldshlutverkið og því vildi hún
sinna vel, sem hún gerði. Ég kveð
góða vinkonu og minningin um
hana er ljúf og lifir.
Bryndís.
Saga okkar Möggu hófst 1955 í
græna húsinu í Smiðjugötunni á
Ísafirði. Þar urðu fyrstu minn-
ingarnar til og þar bættist Öddi í
hópinn. Magga eignaðist fljótt
vinkonu í næsta húsi og minnis-
stæðast er leikur í stórum pollum
með öðrum krökkum í götunni.
Snemma fórum við í sendiferðir í
Imbubúð og Félagsbakaríið.
Ferðir á leikvöllinn hjá sjúkra-
húsinu voru kapítuli út af fyrir
sig, enda óralöng leið fyrir svo
litla fætur.
Haustið 1957 fluttum við í
Dokkuna þar sem við bjuggum á
hæðinni fyrir ofan afa og ömmu
meðan þau lifðu. Þar bættust Jón
og Gunnar í hópinn og síðar kom
Bára í fóstur og fór ekki aftur.
Dokkan var gósenland fyrir
athafnasama krakka og nóg við
að vera. Þar var bryggja, bátar,
hjallar, skúrar, fjaran og sjórinn.
Stundum var hægt að fá lánaðan
árabát og róa út á fjörðinn,
stundum var grafið eftir kúfiski á
stórstraumsfjöru. Gripið í að
greiða net eða stokka upp lóðir. Á
kvöldin var gjarnan veitt af
bryggjunni og kom þá fyrir að
einhver datt í sjóinn. Frá því að
grásleppuvertíðin hófst á vorin
og fram eftir sumri lágu litlir vél-
bátar við akkeri undan landi. Átti
Magga það til að fá sér sund-
sprett úr fjörunni og út í einn bát-
anna, var hún nánast ein um það
sport.
Magga var sú sem hjálpaði
helst til við heimilisstörfin. Ellefu
ára þvoði hún stórþvott þegar
mamma brá sér af bæ. Einnig
sinnti hún gæslu yngri systkina
af alúð.
Sumrin í Æðey mótuðu hana
líka, sveitavinna og eldhússtörf,
alltaf nóg að starfa og mikill
gestagangur. Þar eignaðist hún
trausta vini til frambúðar.
Þetta er jarðvegurinn sem
Magga spratt úr og veganesti
hennar út í lífið. Lífleg, hlátur-
mild og hress. Vílaði fátt fyrir
sér, var alls staðar með. Vini
eignaðist Magga strax í Dokk-
unni, og víðar eftir að skólaganga
hófst. Vinátta hennar við Bjarnd-
ísi, Freyju og Rósu hefur varað æ
síðan.
Glaðværð og hlátur voru alla
tíð fylgifiskar hennar út á við,
hvernig svo sem henni annars
leið innra með sér. Hún átti ein-
staklega auðvelt með að eignast
vini og kunningja hvar sem hún
kom.
Á mannamótum var Magga
hrókur alls fagnaðar. Á ættar-
mótum spurðu ættingjar fyrst
eftir Möggu og heilsuðu svo.
Magga hafði yndi af söng, var
um árabil í Skálholtskórnum og
fór oftar en einu sinni með kórn-
um í söngferð til Evrópu.
Það varð lengst af hlutskipti
Möggu að vinna við matseld – á
Geysi, á fjalli, í Skálholti, á Vita-
torgi, í Aratungu. Þegar hún
vann á Geysi var einu sinni hringt
í hana og hún beðin um að koma
að vinna og hafa með sér eins og
fimm hundruð pönnukökur því
það væri að koma rúta. Þá voru
og veisluhöld í fjölskyldunni
gjarnan drýgð með hnallþórum
og pönnukökum í tugatali frá
Möggu.
Þegar heilsan fór að bila gerð-
ist hún farandamma, enda komu
barnabörnin í heiminn hvert af
öðru á sex ára tímabili. Síðasta
árið naut Magga takmarkaðra
samvista við barnabörnin vegna
veikinda.
Baráttan var erfið, en þolgæði
og æðruleysi ómælt þar til yfir
lauk. Starfsfólk á deild 11G ann-
aðist hana af einstakri alúð og
kunnum við þeim öllum hugheilar
þakkir.
Þórhildur, Örnólfur,
Jón, Gunnar, Bára.
Fjörutíu ár, það hljómar svo-
lítið langur tími en mikið geta
þau verið fljót að líða.
Magga mágkona mín kom
fyrst til okkar fyrir réttum fjöru-
tíu árum, samt finnst mér að það
hefði eins getað verið í fyrra. Síð-
an hafa leiðir okkar legið saman
meira og minna. Margt er búið að
gerast á þessum tíma og margt
brölluðum við saman. Það var svo
gaman að vinna með Möggu því
hún elskaði erfiðisvinnu, allt varð
svo létt þegar hún var með í
verki. Heyannir á sumrin, slátur-
störf á haustin. Undirbúningur
fyrir fermingar og afmæli var
ekki framkvæmanlegur nema
hafa hana með því allt lék í hönd-
unum á henni. Skemmtilegast af
öllu var þó þegar við fórum sam-
an á Selfoss fyrir jólin; jafnvel þó
að dekk spryngi eða bíllinn festist
í skafli var hægt að hlæja að því.
Öll börn löðuðust að henni og
mín börn minnast með þakklæti
allra stundanna sem þau fengu að
kúra í stóra hlýja faðminum
hennar. Sama segja börnin sem
hún hlúði að í leikskólanum og
seinna skólamötuneytinu. Oft
komu litlar manneskjur grátandi
inn í Aratungu til að fá huggun
hjá Möggu ömmu, tárin voru fljót
að þorna við hlýtt faðmlag og
kannski einn pítsasnúð og plástr-
arnir sem fundust í eldhússkáp-
unum tóku öðrum plástrum fram.
Enn er þar til yfirlýsing á vegg
sem segir „Magga er besti kokk-
ur í heimi“.
Árin tvö sem við Magga vorum
saman í Aratungu voru góð og
eins og alltaf lærði ég margt nýtt
hjá henni. Það var líka svo gott að
finna að við vorum ekki tvær
gamlar konur, heldur sömu stel-
putrippin sem hittust fyrst haust-
ið 1975.
Hláturinn hennar hljómaði
jafn skær og þá, minnstu atvik
eða klaufaleg orð gátu enn vakið
kátínu. En eitt lærði Magga aldr-
ei, það var að vera yfirmaður,
henni fannst alltaf að hún yrði
sjálf að ganga í erfiðustu verkin,
þetta sleit henni út löngu fyrir
aldur fram.
Við fjölskyldan frá Rauðaskógi
þökkum samveruna og allar góðu
minningarnar og óskum kærri
vinkonu góðrar ferðar um nýjar
slóðir. Kristínu, móður Möggu,
og fjölskyldu hennar allri send-
um við okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Hólmfríður Óskarsdóttir.
Hún kom hlæjandi inn á heim-
ili mitt og foreldra minna í Tung-
unum fyrir réttum fjörutíu árum,
frænka mín að vestan, þá trúlof-
uð og síðar gift frænda mínum úr
sveitinni. Dökk var hún á brún og
brá og svipmikil enda Vestfirð-
ingur í allar ættir fram.
Síðan er liðin mannsævi og
heilli ævi verða ekki gerð skil í
þessum línum. Nóg að segja að
ævisigling Möggu var ekki ætíð í
blíðalogni og sléttum sjó. Enda
kunnu vestfirzkar hetjur því bet-
ur að vindur væri í seglum og
sýttu hvergi þótt beita þyrfti
móti sjó og hálsa þær öldur sem
risu hæst.
En að sið þeirra vestfirzku þá
hló Magga þegar verst horfði.
Glaðværð og léttleiki urðu aðals-
merki hennar og einkenni.
Færðu henni fleiri og traustari
vini en flestum öðrum.
Nú síðustu árin hafði vindinn
lægt og sjóinn stillt og framund-
an biðu friðsæl ár í öruggu lægi.
En þá tók að blása af landi og
nú varð ekki við vindinn ráðið.
Við horfðum á eftir henni þeg-
ar hún hvarf inn í sólarlagið undir
fullum seglum í hægum byr.
Ég votta börnum hennar og
öðrum aðstandendum mína ein-
lægustu samúð.
Jónatan Hermannsson.
Magga mía er farin inn í ljósið.
Ég samgleðst henni en á sama
tíma finn ég fyrir sorg og söknuði
að fá ekki að hafa hana lengur
með okkur. Þegar ég hitti Möggu
í fyrsta sinn sem ung stúlka að
fara með kærastanum að hitta
systkini hans í fyrsta skipti og
hrikalega stressuð þá tók stór og
hlýr faðmur á móti mér og ég
man að hún sagði við Jón: „Þessa
skaltu halda í.“ Þegar ég hugsa til
Möggu þá er það hlýja, faðmur,
hlátur, góðmennska og undurfal-
leg bláu augun hennar. Ég veit í
hjarta mínu að Oddur tengda-
pabbi hefur tekið á móti henni og
þau munu svo taka á móti okkur
hinum þegar okkar tími kemur.
Hún kallaði mig alltaf „Mörthu
míu“ og aldrei bar nokkurn
skugga á okkar vináttu eða sam-
band.
Elsku Magga mía, núna ertu
laus við líkamann sem var orðin
ansi mikill baggi undir lokin og
ég er sannfærð um að þú ferð að
starfa við eitthvað stórmerkilegt
og áhugavert. Gangi þér vel og ég
hlakka til að hitta þig á ný þegar
að því kemur. Við Dagbjartur
munum standa við okkar hluta
samningsins næsta sumar og
hlaupa 10 km í Reykjavíkur-
maraþoninu og þú verður með
okkur í anda (við hlupum þrjár
saman sumarið 1997 þegar Dag-
bjartur var ennþá í móðurkviði).
Elsku Kristín tengdamamma,
krakkarnir hennar Möggu,
tengdabörn, barnabörn, systkini
og já, við öll stórfjölskyldan og
vinir sem elskuðum Möggu míu
út af lífinu, það er erfitt að kveðja
og við stöndum saman eins og
venjulega. Minningin um Möggu
míu hverfur aldrei og hún heldur
áfram að vera með okkur í hjört-
um okkar.
Ljós- og kærleikskveðja, þín
Martha.
Það er með sorg í hjarta og
söknuði er ég skrifa þessi kveðju-
orð um hjartkæra dýrmæta vin-
konu og þakka einstaka vináttu í
meira en 50 ár. Svona vinátta er
ómetanleg. Við skotturnar, Rósa
og Freyja, kynnumst sjö ára en
við lentum í sérlega samheldnum
árgangi í skóla og smullum við
saman, hún Dokkupúkinn og ég
Hlíðarvegs. Magga var hörku-
dugleg alla tíð, hún næstelst í
systkinahópnum var dugleg að
passa þau yngri og fallegt sam-
band á milli hennar og Gunnars
bróður. Hún var sérlega dugleg
að hjálpa til á heimilinu, mamma
ljósmóðir og kölluð út á öllum
tímum og pabbi að vinna. Þetta
voru góðar stundir, gott að alast
upp á Ísafirði, ekkert kynslóðabil
og streyma fram endalausar góð-
ar minningar. Það gustaði nú
stundum af okkur vinkonum og
ekki vorum við lágværar en aldr-
ei var leiðinlegt. Æskuárin liðu
og Magga, eins og unglingar á
Ísafirði, fór snemma að vinna
sem barnapía, í frystihúsi og átti
góð sumur í Æðey. Magga og
Palli, fyrrverandi maður hennar,
byggðu í Brekkuskógi og hún
sem kom úr faðmi fjalla blárra
fannst flatt fyrst í Tungunum.
Svo fæddust börnin Oddur,
Hekla og Kristinn og voru þau
hennar gimsteinar. Hún naut
móðurhlutverksins þótt oft
kæmu erfiðir tímar en þau eru öll
vel gerðir einstaklingar og sam-
heldin, sem hafa svo sannarlega
staðið sig fallega við mömmu sína
alla tíð og ekki síst í erfiðum veik-
indum hennar. Þá elskaði Magga
að barnabörnunum fjölgaði og
ekki stóð á ömmu að passa ef for-
eldrarnir brugðu sér frá og það
var hennar hamingjutími. Magga
mín var eftirsóttur starfskraftur,
hún rak mötuneyti í Skálholti og
Aratungu í mörg ár og var mat-
ráður lengi í vegavinnuflokkum
enda var hún snillingur í matar-
gerð, einnig sá hún um matinn í
mörg ár í fjárleitum og bauð mér
með og það var gaman. Við Krist-
ján Ingi sonur minn áttum gæða-
stundir með Möggu og börnunum
í sveitinni og á Ísafirði. Magga
var létt í skapi, glaðlynd, gefandi
og hláturmild, hláturinn svo inni-
legur og smitandi að við vorum að
hugsa um að setja hann á flösku
og selja. Hún var mikil félagsvera
og naut sín vel á góðum stundum
og í kórstarfi. Engan veit ég um
sem hefur sýnt aldraðri móður
sinni eins mikla ást, umhyggju og
gefið eins mikinn tíma og hún.
Það var alveg sérstakt samband
þeirra á milli og var hún hjá
mömmu 2-3 mánuði á ári. Magga
veiktist fyrir rúmu ári og háði
hörku baráttu við meinið af því-
líku æðruleysi en eikin bognaði
og brotnaði í stóra storminum
síðast og sár söknuður fylgir frá-
falli hennar.
Við æskuvinkonurnar, Magga
Margrét
Oddsdóttir
Ástkær systir mín, frænka og vinkona,
ÓLÖF M. THORLACIUS,
Neðstaleiti 7, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
11. nóvember síðastliðinn.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 23. nóvember klukkan 15.
Fyrir hönd ættingja og vina,
.
Anna S. Thorlacius.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
FRÍÐA SVEINSDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 19. nóvember 2015.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
.
Bragi Þorsteinsson,
Helga Bragadóttir, Jóhann Sigurjónsson,
Halldóra Bragadóttir, Árni B. Björnsson,
Sveinn Bragason, Unnur Styrkársdóttir
og barnabörn.
Kær vinur okkar, félagi og frændi,
GUÐMUNDUR KRISTJÁN JÓNSSON
rennismiður,
Sléttuegi 9, Reykjavík,
lést 17. nóvember 2015 á heimili sínu. Útför
hans verður gerð frá Seljakirkju
26. nóvember klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent
á Geðhjálp.
.
Starfsfólk og íbúar í Búsetukjarnanum Sléttuvegi 9.
Frændsystkini.