Morgunblaðið - 21.11.2015, Síða 43

Morgunblaðið - 21.11.2015, Síða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2015 og Rósa, fórum í afmælisferð til Skotlands sl. ár og áttum yndis- lega daga, vorum allar saman í herbergi og það var lengi vakað, mikið talað, hlegið og ekki síst gengið. Við Rósa erum innilega þakklátar fyrir þennan tíma og ég ekki síst fyrir yndislega daga í ágúst sl. er vágesturinn lét Möggu í friði um tíma. Elsku hjartans Oddur, Hekla, Kristinn og fjölskyldur, Stína mín og systkini Möggu. Við Rósa, Freyja og fjölskyldur sendum ykkur hjartans dýpstu og einlæg- ustu samúð vegna fráfalls yndis- legrar vinkonu og biðjum að Guð gefi henni frið og ykkur styrk. Bjarndís Friðriksdóttir. Ísafjörður skartaði sínu feg- ursta er Magga, kær skólasystir okkar, kvaddi. Hetjulegri baráttu lokið. Árið 1954 var gott ár, það fæddust margir púkar á Ísafirði. Strax í barnaskóla mynduðust sterk tengsl á milli okkar púk- anna, mikil vinátta og samheldni sem hefur fylgt þessum árgangi alla tíð. Höfum við hist oftar en gengur og gerist. Magga ólst upp í Dokkunni í stórum systkinahópi með yndislegum foreldrum. Þetta voru góð bernskuár. Magga var skemmtilegur félagi og góður vinur, glaðlyndi, hlátur- mildi og þrautseigja einkenndi hana og naut hún sín á skólamót- um og er við hittumst. Þessi sam- heldni hópur stóð sig einarðlega vel og saman í prakkarastrikum sem voru bara saklaus, eins og að standa með englasvip og vanta geislabauginn er rafmagnið fór af skólanum og enginn skildi neitt, út var kallaður rafvirki sem sá strax að það hafði verið settur smápeningur á milli í öryggið. Við áttum frábærar stundir í úti- legu í Birkihlíð og í skíðaskálan- um. Magga flutti ung frá Ísafirði en ræturnar voru sterkar og síð- an tók alvara lífsins við. Magga settist að í Biskupstungum og eignaðist þrjú mannvænleg börn, Odd, Heklu og Kristin, og síðar tengdabörn og barnabörn sem voru sólargeislarnir hennar og bar hún hag þeirra mjög fyrir brjósti. Magga var listakokkur, sjálf- lærð, þetta bjó í henni. Það varð hennar ævistarf að vinna við mat- reiðslu og allt sem hún bjó til var gert af alúð og natni og með hjartanu. Síðasta haust kom Magga heim til að halda upp á sameiginlegt afmæli okkar skóla- systkinanna, en því miður veikt- ist hún skyndilega og náði ekki að vera með okkur, en hún greindist með illvígan sjúkdóm, og var hennar sárt saknað. Nú er komið að kveðjustundu og við skólasystkini hnípin kveðj- um þig, kæra vinkona, þökkum fallega samfylgd og samveru og biðjum börnum þínum og ástvin- um Guðs blessunar. Umhyggju og ástúð þína okkur veitti hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) F.h. árgangs 1954 á Ísafirði, Rósa. Elsku Maggan mín. Þrátt fyrir sorg í hjarta get ég brosað í gegn- um tárin því þegar ég hugsa um Möggu og okkar samskipti og vinskap í gegnum árin kemur í hugann kona sem var síhlæjandi og glöð. Hún var svo mikill gleði- gjafi og hláturpinni út í gegn. Auðvitað komu dagar þar sem var bara talað en ég kýs að muna hláturinn hennar. Það þurfti ekki mikið til og svo kom þessi dillandi hlátur. Eftir að ég flutti úr Tungunum urðu samskipti okkar minni, en þegar við hittumst var eins og við hefðum hist daginn áður og allt datt í hlátur. Þegar ég hitti Möggu eftir að veikindi hennar uppgötvuðust vildi hún frekar tala um mig en sig, sem lýsir um- hyggju hennar gagnvart öðrum. Ég sé hana fyrir mér og hún seg- ir: „Já, svona fór þetta Linda mín, við þessu er ekkert að gera.“ Hún hafði svo mikið æðruleysi þrátt fyrir að hún væri ekki sátt við þessa framvindu mála. Hún átti svo mikið eftir að gera. Hún vildi allt fyrir alla gera og bar umhyggju fyrir öðru fólki. Fjöl- skyldan hennar, börnin hennar og barnabörn, átti hug hennar allan og hún ljómaði við að segja mér hvað hún væri stolt af þeim. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst henni Möggu því að hún kenndi mér svo margt, og oftast án þess að hún gerði sér grein fyrir því. Elsku Hekla, Oddur, Kristinn Páll og fjölskyldur. Ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. þráir lífsins vængja víddir. vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín. (Guðmundur Halldórsson) Berglind Sigurðardóttir. Hún kom brosandi á móti mér við bæjardyrnar á Hvítárbakka, tók þétt í höndina mína og sagði: Ég heiti Margrét Oddsdóttir. Þannig hófust okkar kynni og úr varð vinátta sem stóð alla tíð þótt samverustundunum fækkaði með árunum. Þrátt fyrir lítil sam- skipti síðustu árin var ávallt fagn- að og hlegið þegar við hittumst, spurt frétta, rifjaðar upp gömlu góðu stundirnar og farið yfir það sem hafði á daga okkar drifið á liðnum árum. Samvera okkar í sveitinni – við störf í Skálholti og á Vitatorgi stóð í mörg ár og eru þær stundir ógleymanlegar. Það var margt brallað, mikið hlegið, sungið, grátið og líka tek- ist á – þannig er lífið. Við unnum náið saman, bjuggum saman með krökkunum okkar í Skálholti og Magga var krökkunum mínum og mér einstakur vinur og gaf sér alltaf tíma til þess að glettast og hafa gaman. Minningarnar geymi ég, þakka einstaka vináttu, kærleika, hláturinn dillandi, glettnina í fal- legu augunum, grátinn og trún- aðinn. Yndisleg vinkona með stórt hjarta, stóran og hlýjan faðm kveður og ég sakna þess sem var. Ég og börnin mín minnumst hennar með þakklæti og gleði. Góða ferð inn í ljóssins heim, elsku Magga mín, og hafðu þakk- ir fyrir allt og allt. Hversu þreytt sem þú varst, hvað sem þrautin var sár. þá var hugur þinn samt eins og himinninn blár: eins og birta og dögg voru bros þín og tár. Og nú ljómar þín sól bak við lokaðar brár. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku Oddur Óskar, Hekla Hrönn, Kristinn Páll og aðrir ást- vinir. Við sendum ykkur innileg- ar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að umvefja ykkur elsku sinni. Minningin um Möggu okkar lifir mild og hlý. Kærleikskveðja, Rúna og börnin hennar, Arnór, Særún, Haukur og Davíð. ✝ Ingi Þór fædd-ist á Hrafntóft- um 8. ágúst 1935. Hann lést á dval- arheimilinu Kirkju- hvoli 14. nóvember 2015. Hann er sonur hjónanna Pálínu Þorsteinsdóttur frá Hrafntóftum, f. 7.5. 1893, d. 23.3. 1970, og Guðmundar Þorsteinssonar frá Berustöðum, f. 22. febrúar 1892, d. 26. júlí 1969. Ingi er yngstur fimm systkina, hálfsystkini hans eru Jón, f. 5.11. 1923, d. 11.2. 2001, Þorsteinn, f. 7.5. 1926, d. 26.3. 1997, Bjarni, f. 28.4. 1928, og Sigríður, f. 13.6. 1929, d. 6. apríl 2002. Ingi Þór ólst upp hjá foreldrum sín- um og systkinum á Hrafntóftum. Hann flytur til Hvera- gerðis árið 1965 með móður sinni og Þorsteini bróður sínum. Þar vann hann í Ullarþvotta- stöðinni. Árið 1974 flytur hann að Duf- þaksholti til Jóns bróður síns. Þar vann Ingi við almenn sveitastörf. Árið 2002 flytur Ingi Þór á Dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli og dvaldi þar til hinstu stundar. Útförin fer fram frá Stórólfs- hvolskirkju í dag, 21. nóvember 2015, klukkan 11. Okkur langar með nokkrum orðum að kveðja hann Inga, eða Inga frænda eins og börnin okkar kölluðu hann. Það er alveg óhætt að segja að þrátt fyrir stutt veik- indi hans bar andlát hans brátt að. Upp streyma minningarnar. Ingi bjó hér að Dufþaksholti í 28 ár og var það hans annað heimili eftir að hann flutti að Kirkjuhvoli. Á Kirkjuhvoli leið honum vel og rútínan þar átti vel við hann, allt eftir klukkunni, svona eins og hann var. Ingi var duglegur að taka þátt í félagslífinu og fór á hverju sumri í ferðir með eldri borgurum. Hann var sérstaklega handlaginn og tók virkan þátt í föndri og annarri handavinnu sem í boði er á Kirkjuhvoli. Á hverjum jólum gaf hann sínum nánustu hvert handverkið á fætur öðru sem er hér á borðum eða hangir uppi á veggjum. Ingi var duglegur að koma í heimsókn eftir að hann flutti og gekk þá alltaf hingað nið- ur eftir, nánast í hvaða veðri sem var, og fannst það ekki mikið mál. Hann kom alltaf þriðja hvern föstudag eða laugardag. Ingi hreyfði sig mikið, gekk um ná- grenni Hvolsvallar, upp á nýbýli og á Hvolsfjall, en þaðan sá hann vel heim og til allra átta. Á sumrin fylgdist hann með heyskapnum ofan af Hvolsfjalli, athugaði hvort Bjarni væri ekki örugglega búinn að slá eða rúlla. Hann fylgdist vel með búskapnum og tók rúnt um útihúsin þegar hann kom í heim- sókn. Þegar inn kom spurði hann mikið af hverju þetta væri svona eða hinsegin, þusaði, hló eða spurði af hverju hann Bjarni væri ekki búinn að þessu eða hinu. Hann átti það líka til að ákveða hvernig hlutirnir væru og þá var oft betra að jánka bara í stað þess að reyna að leiðrétta hann. Næstu jól verða öðruvísi, börnin okkar hafa ekki lifað jól án Inga og á yngsta skottan okkar eflaust eftir að spyrja um hann. Hvíl í friði, kæri frændi. Bjarni, Ragnheiður, Jón, Anna María og Pálína Björk. Elsku Ingi okkar. Við kveðjum þig með þessu ljóði og geymum góðar minningar í hjarta okkar: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Guð geymi þig, elsku frændi. Við sjáumst síðar. Heiðrún og fjölskylda. Ingi Þór frændi minn hefur kvatt þennan heim. Andlát hans bar brátt að. Ingi fæddist á Hrafn- tóftum, sonur Pálínu Þorsteins- dóttur og Guðmundar Þorsteins- sonar. Hann flutti síðar með föður mínum, bróður sínum, Þorsteini Bjarnasyni, og móður sinni til Hveragerðis. Þar vann hann í Ull- arþvottastöðinni. Síðar flutti hann til Jóns, bróður síns, að Dufþaks- holti og undi sér vel í sveitinni í mörg ár. Árið 2002 flutti hann á Dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Ég hef þekkt Inga allt mitt líf og tengdist honum sterk- um böndum strax á unga aldri, meðal annars þegar ég dvaldi sumur löng í sveit í Dufþaksholti hjá frændfólki okkar. Þegar ég var lítil stelpa og var skömmuð tók Ingi því illa og varði frænku sína, sama hversu brotið var alvarlegt. Hið sama gerði ég fyrir hann þeg- ar ég hafði aldur til. Það var ekki hægt annað en þykja vænt um Inga. Hann var ættrækinn og trúr sínum vinum. Sagði sínar skoðanir umbúðalaust hvort sem manni lík- aði betur eða verr. Hann var strax talinn sérstakur en foreldrar hans og fjölskylda pössuðu vel upp á hann. Kaflaskipti urðu í lífi hans þegar hann flutti á dvalarheimilið. Þá varð hann sjálfstæðari. Ég dáðist oft að því hvað hann var duglegur að bjarga sér. Hann var heilsuhraustur og fór í gönguferð- ir á hverjum degi, nánast sama hvernig viðraði, og var léttur á fæti. Hann fór mörg ferðalög með eldri borgurum og tók þátt í öllu sem í boði var. Nýir tímar tóku við. Fyrsta flugið, fyrsta sjóferðin og tvær utanlandsferðir. Ingi stundaði handavinnu af krafti. Þar smíðaði hann, saumaði, málaði og margt fleira. Þessa fallegu muni gaf hann ættingjum sínum í jóla- gjöf. Hann fylgdist vel með stjórn- málum og missti helst ekki af neinum fréttatímum og tók öll veðurskeyti. Hann var framsókn- armaður fram í fingurgóma. Það var oft stutt í brosið og glettnina. Hann hafði sinn sérstaka húmor. Ingi las alltaf mikið enda orðinn læs áður en hann byrjaði í skóla. Hann mat stundum bækur eftir þykkt þeirra en ekki endilega eftir innihaldinu. Á hverjum jólum þeg- ar ættingjar hans sendu honum gjafir var hann búinn að rífa smá- gat á pakkana til þess að sjá inni- haldið nokkrum dögum fyrir jól. Eitt skiptið líkaði honum ekki sú bók sem var í pakkanum og hringdi 20. desember í Bryndísi, frænku sína, og sagði að hann vildi ekki þessa bók, hann vildi fá bók- ina hans Guðna. Þannig var Ingi, einlægur og saklaus. Hann fór alltaf í orlof nokkrum sinnum á ári til Reykjavíkur og einnig að Duf- þaksholti. Allt var í föstum skorð- um og gegndi klukkan veigamiklu hlutverki í hans lífi. Hann leit upp til systkina sinna og bar mikla virðingu fyrir þeim. Það tók á hann að missa þau. Bjarni Bjarna- son kennari er nú einn eftirlifandi systkina hans. Ég stikla á stóru en geymi fallegar og góðar minning- ar um kæran frænda minn og góð- an vin í hjarta mínu. Guð geymi þig, elsku Ingi minn. Þín verður sárt saknað. Ég kveð þig með þessum fátæklegu orðum. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Þín frænka, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir. Ingi er fæddur og uppalinn á Hrafntóftum. Bækur skipuðu stóran sess í lífi Inga, sem var orð- inn læs áður en hann hóf skóla- göngu. Ingi Þór flutti til Hvera- gerðis ásamt móður sinni til Þorsteins Bjarnasonar, bróður síns. Þar starfaði hann í Ullar- þvottastöðinni, hann vann öll sín verk með mikilli nákvæmni, stilla hefði mátt klukkuna eftir honum. Á dánarbeði Pálínu, móður Inga, bað Pálína Þorstein, son sinn, fyr- ir Inga sem hann gerði með prýði. Síðar flutti Ingi til Jóns, bróður síns, að Dufþaksholti, þar undi hann sér við sveitastörf. Það gekk oft mikið á í eldhúsinu í Dufþekju, en þó svo að Ingi væri sérstakur varð ég aldrei var við annað en að fólkið hans talaði við hann sem jafningja. Eftir að við eiginkona mín, Hrafnhildur bróðurdóttir Inga, fórum að búa fyrir 22 árum kom Ingi til okkar fjórum sinnum á ári og var í viku í senn. Upp í hugann koma minningar frá því þegar við fórum til Vestmannaeyja, en þá hafði Ingi aldrei komið í flugvél, bát og þess þá heldur til Eyja, en þá var flogið frá Bakka. Ferð var farin til Húsavíkur í hvalaskoðun um Akureyri með Flugfélaginu, en þá hafði verið ofbókað í flugið til baka um kvöldið og buðu þeir okkur þá gistingu á Hótel KEA. Nýttum við þá kvöldið vel og fór- um í Sjallann. Einnig minnist ég fyrstu utanlandsferðarinnar til Dublin, fór ég með honum til halds og trausts. En í þeirri ferð týndist einn úr hópnum, Bragi Ólafsson, en hann var líka sérstakur, sagði Ingi þá: „Hva, það þýðir ekkert að taka svona menn með í túr.“ Ingi bjó að því að gera sér ekki grein fyrir fötlun sinni, en líklega er það að þakka ástkæru uppeldi, þar sem hann vandist því hjá systk- inum sínum að talað var til hans sem jafningja. Ingi var mikið snyrtimenni. Þegar við fórum með honum að skoða herbergið á elliheimilinu sleikti hann puttann og strauk eft- ir gereftinu. Vakti það kátínu hjá forstöðukonunni. Seinni ár var Ingi duglegur að ganga, fór dag- lega í göngutúra á Hvolsvelli. Hann var alltaf líkamlega hraust- ur og vel á sig kominn. Því kom það okkur sem næst honum stóðu mjög á óvart að hjartað skyldi gefa sig núna á áttugasta og fyrsta árinu. En því miður virðist hann hafa orðið fórnarlamb vannærðs heilbrigðiskerfis. En eftir á að hyggja hafði hann flest einkenni manns með hjartabilun í rúma viku, ógleði, uppköst, brjóstverk og algjört úthaldsleysi en ekki þótti lækninum sem virðist orðinn holdgervingur niðurskurðar, ástæða til að senda málleysingj- ann með forgang í rannsókn á spítala. Eftir sitjum við sem næst stóðum honum með sektarkennd yfir því að hafa ekki tekið fram fyrir hendur á ormétnu heilbrigð- iskerfinu sem telur kannski ekki hagkvæmt að halda lífinu í mál- leysingja á níræðisaldri. Það smáa er stórt í harmanna heim, – höpp og slys bera dularlíki, – og aldrei er sama sinnið hjá tveim, þótt sama glysi þeir báðir flíki. – En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, varð auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. (Einar Ben.) Ingi átti dásamlegt ævikvöld á dvalarheimilinu á Hvolsvelli. Ingi bjó að því alla ævi að nán- asta fólkið hans hugsaði vel um hann. Þar ber helst að nefna fólkið hans í Dufþaksholti og á Sáms- stöðum. Eftir að Þorsteinn bróðir Inga lést tók Hrafnhildur dóttir Þor- steins við keflinu og hugsaði um Inga frænda sinn af mikilli alúð og umhyggju til dauðadags. Kæri Ingi, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Þór Þorsteinsson. Ingi Þór Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Elsku frændi. Við söknum þín mikið og við munum aldrei gleyma þér. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þínar frænkur, Birta María og Hekla Rún. Ástkær faðir okkar, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON skipstjóri og útgerðarmaður, Ísafirði, lést á Landspítalanum 13. nóvember. Minningarathöfn verður í Neskirkju við Hagatorg mánudaginn 23. nóvember klukkan 13. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 28. nóvember klukkan 14. . Bryndís Guðmundsdóttir, Jóna Margrét Guðmundsdóttir, Ingibjörg G.Guðmundsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR, Háleitisbraut 44, Reykjavík, lést á Hrafnistu Reykjavík 3. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Börn, tengdabörn og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.