Víkurfréttir - 17.03.1987, Qupperneq 4
\)iKur<
4 Þriðjudagur 17. mars 1987
jUtUt'
Njarðvíkurbær
Laus staða
Hjá Njarðvíkurbæ er laus staða inn-
heimtumanns. Starfið felst í umsjón
með tölvuvæddu gjaldendabók-
haldi bæjarsjóðs, eftirliti með inn-
heimtu og framgangi innheimtuað-
gerða ásamt almennum skrifstofu-
störfum. Starfið krefst góðrar al-
mennrar menntunar, færni í sjálf-
stæðum vinnubrögðum og agaðrar
framkomu.
í boði er: Góð vinnuaðstaða með
ungu, hressu fólki. Laun eru sam-
kvæmt launakerfi opinberra starfs-
manna.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á
skrifstofu Njarðvíkurbæjar.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf
sem fyrst.
Bæjarstjóri
Varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli
óskar eftir að ráða deildarstjóra
hjá stofnun verklegra framkvæmda.
Viðkomandi hefur umsjón og eftirlit með
úrgangsefnum ásamt umsjón með
sýnatöku, rannsóknum sýna, skýrslugerð-
um um niðurstöður, eyðingu, pökkun og
flutning úrgangsefnanna. Hefur með
höndum fjárhagsáætlanagerð fyrir deild-
ina.
Umsækjandi hafi þekkingu í efnafræði
ásamt stjórnunarreynslu. Mjög góðensku-
kunnátta skilyrði. Bílpróf.
Umsóknir berist varnarmálaskrifstofu Ut-
anríkisráðuneytisins, ráðningadeild, Kefla-
víkurflugvelli, eigi síðar en 25. mars n.k.
Nánari upplýsingar veittar í síma 92-1973.
Eftirmáli við aðalfund
Stangveiðifélagsins
Fimmtudaginn 12. mars hélt
Stangveiöifélag Keflavíkur aðal-
fund sinn. Ekki væri það svo sem
í frásögur færandi nema vegna
leiðinlegra mistaka í sambandi
við fundarstaðinn.
Upphaf málsins er það að hinn
17. febr. pantaði ég húsnæði fyrir
fundinn á Glóðinni. Sá sem fyrir
svörum varö (Daði) kvað húsiðtil
reiðu á umbeðnum tíma.
Fundurinn er síðan auglýstur
svo sem vejna er. Það mun svo
hafa verið mánudaginn 9. mars
að hringt er í mig frá Glóðinni. Sá
sem talaöi kvaðst heita Óskar og
tjáði hann mér að vegna misr
skilnings heföi verið tvíbókað á
fimmtudagskvöldið 12. mars og
yrði hann að flytja okkur stang-
veiðifélagsmenn í hús verkalýðs-
félaganna, Víkina. Ég dró í efa að
sá staður rúmaði fundinn og
kvaöst Óskar athuga það nánar.
Hann hringir svo tveimur tím-
um síðar og segist hafa fundið
lausn á málinu. Við yrðum á
Glóðinni, eins og fyrr hafði verið
um talað.
Kl. 16.30áfundardaginnhring-
ir Óskar þessi afturog segistekki
geta staðið við það aö fundurinn
verði haldinnáGlóðinni.enhann
hefði útvegað okkur fundarstað í
húsnæði Verslunarmannafé-
lagsins á Hafnargötu 28.
Ég lýsti óánægju minni með að
fá að vita þetta svona seint og
lagði áherslu á að þeir áGlóöinni
sæu um að auglýsa þessa breyt-
ingu kyrfilega við inngöngudyr
og að starfsfólk sæi um að vísa
þeim sem kæmu á Glóðina, á
fundarstaðinn.
Þessu var heitið og lagði Óskar
sérstaka áherslu á að allt yrði
gert sem unnt væri til að ekki
hlytist af þessu misskilningur
eða óþægindi.
Ég frétti það svo hjá þeim sem
komu á fundinn, að engin vís-
bending hefði verið um það við
þær dyr sem venjulega er gengið
um inn í fundarsal Glóðarinnar,
hvar umræddur fundur ætti að
vera. Stangveiðifélagsmenn sem
fundinn ætluðu að sækja héldu
því áfram inn i fundarsalinn þar
sem þeir fengu óglöggar og vill-
andi upplýsingar hjá gestum á
staðnum.
Sumir sögðu að fundurinn
væri í Golfskálanum i Leiru, aðrir
töldu að hann væri á Víkinni. Af
þessu hlutust margs konar tafir
og óþægindi og margir félags-
menn munu hafa misst af fund-
inum af þessum sökum.
Þess skal að visu getið, að
ógreinilegur miði var festur á úti-
dyr veitingastofunnar ágötuhæð
Glóðarinnar með upplýsingum
um fundarstaðinn. Síðar um
kvöldið kom svo yfirmaður frá
Glóðinni á fundinn og baðst af-
sökunar á þessari framkvæmd
allri og bauðfundarmönnum upp
á kaffi og kökur án endurgjalds.
Þessar línur eru ekki settar hér
á blað til þess að koma höggi á
veitingastaðinn Glóðina. Það er
að sjálfsögðu þeirra mál hvernig
þeir haga samskiptum við sína
viðskiptavini.
Mér fannst hins vegar nauð-
synlegt að koma á framfæri út-
skýringum og afsökun til þeirra
félagsmanna sem af þessu hlutu
óþægindi og ama.
Sigmar Ingason,
formaður Stangveiðifélags
Keflavíkur.
Svar tilMI- óánægðs
símnotanda
Ég hef allan skilning á því að
símnotandinn sé óánægður og
mér þykir vænt um að fá fram
gagnrýni sem er réttlát. En þó er
ýmislegt sem ég þarf að gera at-
hugasemd við, einfaldlega
vegna þess að hann telur síma-
kerfið vera ónýtt drasl. Sem er
náttúrlega sagt í reiði og án allra
raka.
Er ég enn á því að þetta sé full-
komnasta símakerfi sem sett
hefur verið upp hér á landi og ég
veit ekki um fullkomnara kerfi í
heiminum. Þó erum við alltaf að
fjárfesta hér og nú upp á nokkra
milljónatugi.
Þær truflanir sem verið hafa
að undanförnu stafa af því að
við höfum verið að leggja inn ný
prógrömm og á meðan geta
komið upp vandamál. Eru trufl-
anir þessar þó ekki alvarlegs eðl-
is. En ef nýja stöðin hikstar eitt-
hvað kemur það fram sem vand-
kvæði í gömlu stöðinni. Við
teljum að þessar breytingar sem
við erum nú að gera í nýju stöð-
inni verði til þess að við getum
boðið upp á betri og víðtækari
þjónustu.
Varðandi afnotagjaldið er rétt
að láta það koma fram að það er
ekki hugsað eins og óánægður
símnotandi heldur. Er hér um
að ræða tryggingu fyrir að hver
símnotandi noti ekki færri en
600 skref á sitt númer. Þá vil ég
minna á að 1. maí á síðasta ári
var svæðið hér gert að einu
gjaldsvæði og við það lækkaði
mikið símkostnaður hjá þeim
sem höfðu mikil viðskipti milli
stöðvar hér suðurfrá. Og það má
aldrei gleyma því sem vel er gert.
Þó hér komi upp vandamál má
ekki lækka afnotagjöldin, því þá
getum við einfaldlega ekki bætt
þjónustuna, því Póstur og sími
fjárfestir aðeins af eigin fé eða
með lánsfé, sækir ekkert í ríkis-
kassann.
Að endingu vil ég nota þetta
tækifæri til að minna á, að ég vil
hafa mjög gott samband við alla
símnotendur hvar sem er á Suð-
urnesjum. Mun ég eins og hing-
að til reyna að bæta, ef bæta þarf
einhverja hluti og vona að fólk
sjái að ég er vakandi fyrir öllum
nýjungum. Vil ég í því sambandi
benda á nýja póst- og símahúsið
sem verið er að byggja. Þar mun-
um við m.a. bjóða úpp á betri og
hraðari þjónustu en nú er hægt
að bjóða upp áognægbílastæði.
Björgvin Lúthersson
símstöðvarstjóri
Vísað af
landsfundi
Skólafólk!
Vantar fólk til fiskvinnslustarfa.
Mikil vinna. - Upplýsingar hjá
verkstjóra í síma 4666.
BRYNJÓLFUR HF.
Sá einstæði atburður
átti sér stað á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins á
dögunum að áheyrnar-
fulltrúa úr Njarðvík, Arn-
dísi Tómasdóttur, var vís-
að út af fundinum rétt
fyrir fundarlok.
Hefur Arndís setið
landsfundi flokksins all
lengi sem kjörinn fulltrúi.
En þegar slíkt var ekki
fyrir hendi nú fór hún
fram á að fá að vera þarna
sem áheyrnarfulltrúi og
fékk því boðskort sem
slíkur.
Staðfesti Arndís þetta í
viðtali við Víkurfréttir og
sagði: „Ég var þarna sem
áheyrnarfulltrúi og á
sunnudagsmorgun var
komið til mín og ég vin-
samlegast beðin að víkja
af fundi vegna óska ein-
hverra kjörinna fulltrúa.
En hvers vegna veit ég
ekki.“ Annað vildi hún
ekki láta hafa eftir sér á
þessu stigi málsins, en
samkvæmt öðrum heim-
ildum voru það einstakl-
ingar úr fulltrúahópi
Njarðvíkinga og Keflvík-
inga sem óskuðu þess að
hún færi af fundinum.
Vegna þessa gerðiblað-
ið ítrekaðar tilraunir til að
ná sambandi við Halldór
Guðmundsson, forystu-
mann Njarðvíkurhóps-
ins, en það tókst ekki.