Víkurfréttir - 17.03.1987, Blaðsíða 12
mrn
frttUi
Þriðjudagur 17. mars 1987
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 4717.
HimBW,
ALLTAF
OPINN
SPARISJÓÐURINN IKEFLAVÍK
Yfirgangur Miðnessmanna:
Er Sandgerðishöfn stjórnað
af manni út í bæ?
Upp er komið mikið deilu-
mál í Sandgerði. Snýst það um
löndunarpláss fyrirtogarana
á staðnum. Hefur Valbjörn
hf., sem er útgerðarfyrirtæki
togarans Hauks, sent harð-
ort kvörtunarbréf til hafnar-
nefndar og nefndin síðan
haldið tvo fundi um málið.
Forsaga málsins er sú að er
togarinn Haukur var kom-
inn inn undir innsiglingar-
rennuna í Sandgerði föstu-
daginn 6. mars kom í ljós að
honum var ekki ætlað viðun-
andi löndunarpláss í höfn-
inni. En á sama tíma lá tog-
arinn Sveinn Jónsson að-
gerðarlaus við bryggju, en
engin tilraun var gerð til að
færa hann til svo hitt skipið
kæmist að bryggjunni.
Að sögn forráðamanna
Hauks neitaði útgerðarstjóri
Miðness h.f. sem gerir út
hinn togarann að færa skip-
ið, en var þess í stað með hót-
anir í garð Hauks-manna.
Eftir smá málþóf kom hann
með þá skýringu að vélin
væri sundurrifin og því ekki
hægt að færa skipið. En
áhöfn skipsins taldi þó það
ekki vera neitt átakamál.
Þegar hér var komið sögu
var togaranum Hauki um-
svifalaust snúið við og land-
aði hann síðan í Njarðvík.
Jafnframt hafa eigendur þess
togara nú hótað að koma
ekki með skipið til Sandgerð-
is fyrr en viðunandi skýring-
ar liggja fyrir og útgerðar-
stjóri hafi verið beðinn opin-
berlega afsökunar. Var því
reiknað með að Haukur
kæmi inn til Njarðvíkur í
morgun með 150 tonna afla.
í kvörtunarbréfi Val-
björns h.f. kemur fram að
einn maður úti í bæ (útgerð-
arstjóri Miðness h.f. - inn-
skot blaðsins) segi hafnar-
starfsmönnum og útgerðar-
mönnum hvar og hvenær
þeir geti komið með skip sín
til löndunar. I samtali við
Víkurfréttir vildi Magnús
Magnússon, formaður
hafnarnefndar, ekki tjá sig
um málið en vísaði þess í stað
í svar nefndarinnar. Svar
nefndarinnar er mjög
almenns eðlis og nánast
hvergi tekið á málinu sem
slíku.
Er mikill hiti í heima-
mönnum vegna máls þessa,
enda er ekki undir hundrað
þúsund króna tap í beinum
greiðslum ef togarinn landar
ekki í heimahöfn. Telja
margir einnig að hér sé um
ólíðandi yfirgang að ræða af
hálfu útgerðarstjóra Miðnes
h.f.
Oddgeir ÞH
aflahæstur
í Keflavík
Oddgeir ÞH var aflahæst-
ur í síðustu viku af þeim bát-
um sem leggja upp í Kefla-
vík, hann var með 62,97
tonn. Síðan kom Þuríður
Halldórsdóttir GK með
52,73 tonn, Happasæll KE
var með 52,64 tonn, Stafnes
KE var með 49,14 tonn,
Skagaröst KE 47,51 tonn.
Þessir bátar eru allir á netum
og öfluðu þeir mun betur en
vikuna þar á undan.
Afli línubátanna var ekki
mikill. Albert Ólafsson KE
fór tvo róðra og fékk 14,18
tonn og síðan 4,5 tonn og
fékk versta veður í seinni
róðrinum og mátti þakka
fyrir að ná inn línunni. Al-
bert Ólafsson er nú hættur á
línu og fer á net.
Járnplata fauk á bíl
Á mánudag í síðustu viku
fauk járnplata á bíl í Vogum.
Litlar skemmdir urðu á bíln-
um, þó er hann svolítið risp-
aður.
Bergþór var
með rúm 77 tonn
Bergþór var aflahæsti
Sandgerðisbáturinn í síðustu
viku með 77,33 tonn og var
hann með tæpum 14 tonnum
meira en næsti bátur sem var
Hafnarberg GK sem fiskaði
63,61 tonn. Síðan komu
Arney með 41,9 tonn, Víðir
II var með 38,68 tonn og Sæ-
borg var með 31,62 tonn.
Þessir bátar eru allir á netum
og hefur afli þeirra glæðst
verulega að undanförnu.
Afli línubátanna hefur
ekki verið eins góður. Sigurð-
ur Bjarnason var með 26,5
tonn og Mummi var með
24,63 tonn.
Gestirnir ásamt heimamönnum í JC-heimilinu í Grindavík
Heimsforseti JC í Grindavík
Heimsforseti JC-hreyfing-
arinnar, Philip R. Berry,
heimsótti Grindavík síðasta
fimmtudag ásamt konu sinni
Lindu. Með þeim í föruneyti
voru Marta Sigurðardóttir,
landsforseti JC, og fleiri
stjórnarmenn úr landsstjórn.
I Grindavík tóku á móti
þeim Margrét Gísladóttir,
forseti JC Grindavík, og
nokkrir félagar úr því félagi.
í Grindavík skoðuðu þau
félagsheimili JC Grindavík-
ur, sem hefur þá sérstöðu að
vera í gamalli kirkju. Þá
heimsóttu þau einnig Bláa
lónið og Hitaveitu Suður-
nesja. Jafnframt því þáðu
þau veitingar í gömlu kirkj-
unni. hpé/Grindavík.
Fékk tæp 7 tonn
af kola
Bliki ÞH, sem er á snur-
voð, fór einn túr í síðustu
viku og landaði hann 6,7
tonnum af kola í Sandgerði.
Uppistaðan í aflanum var
sandkoli og skarkoli.
Miðnes - Miðneshreppur,
hver er munurinn?
Hjá okkur geturþú„hresst upp“ á útlitið.
SÓL - SAUNA - NUDD - KWIC SLIM
VÍTAMÍN OG HEILSUVÖRUR
fegurð
\X\ VYl I / / / Y7y\
Hafnargötu 54 ■ Keflavík
Óskum „Ungfrú Suðurnes 1987“
til hamingju.