Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 25.06.1987, Qupperneq 1

Víkurfréttir - 25.06.1987, Qupperneq 1
LftNDSBOKftSfiF'N HVERFISGöTU 101 REYKJftVTK KEFLAVÍK: Vinabæjar- heimsókn frá Færeyjum Bæjarfulltrúar ásamt mök- um frá vinabæ Keflavíkur, Miðvogi í Færeyjum, eru væntanlegir hingað til lands á þriðjudag í viku heimsókn. Einnig koma með þeim tvö blaklið frá Dráttur Flog- bóltsfélag. Munu þeir ferðast um Suð- urnes og næsta nágrenni auk þess sem þau taka þátt í ýmsum uppákomum sem boðið verður upp á af hálfu bæjarstjórnar og ÍBK. Keflavík einl bærinn ekki með sorpgjald Keflavíkurbær er einn af fáum kaupstöðum á landinu sem ekki leggur sorpgjald á íbúa sína. I Keflavík og Njarðvík eru álögur ekki þungar miðað við álagninga- reglur í 25 kaupstöðum. Grindavík kemur ekki eins vel út og þar þurfa menn að greiða hærra útsvar, fast- eignaskatta og holræsagjald en í Keflavík og Njarðvík. Njarðvíkingar verða hins vegar að greiða hærri vatns- skatt en Grindvíkingar og Keflvíkingar og sorpgjaldið þar er hærra en í Grindavík. Vilhjálmur Ketilsson, bæjarstjóri í Keflavík, sagði að ákveðið hefði verið að hafa sömu álagningareglur og á síðasta ári en sér þætti ekki ólíklegt að lagt yrði á sorpgjald, líkt og í öðrum kaupstöðum á landinu. Utsvarsprósentan er hæst í Ólafsvík, 10,7%; í Njarðvík og Keflavík er hún 10,2% en 10,4% í Grindavík. Unnið að löndun úr Dagstjörnunni í Njarðvíkurhöfn á þriðjudaginn. Eins og sjá ntá er fiskurinn í kös ofan á kassafiski, en þetta er ekki heimilt samkvæmt reglugerðum. - Ljósm.: bb. DAGSTJARNAN KE-3 KOM MEÐ 40 T0NN AF ÖÍSUÐUM AFLA: ÚFORSVARANLEG VINNUBRÖGÐ Togarinn Dagstjarnan KE eign Stjörnunnar hf. í Njarð- vík, kom með 180 tonn af karfa á þriðjudaginn eftir aðeins 6 daga veiðiferð. Af þessum afla voru um 40 tonn ofan á kössum í lest óísað, en togurum er óheimilt að koma með afla sem ekki er ísaður og í kössum. ■ segir forstöðumaður Ríkismats sjávarafurða „Vinnubrögð af þessu tagi eru óforsvaranleg og við munum senda sjávarút- vegsráðuneytinu skýrslu um þennan atburð“, sagði Guðrún Hallgrímsdóttir, forstöðumaður ríkismats sjávarafurða, í samtali við Víkur-fréttir. Guðrún sagði að eftirlitsmaður ríkismats- ins hefði kornið um borð í togarann á meðan á iöndun stóð og hefði hann gert at- hugasemdir við að hluti afl- ans skyldi ekki vera ísaður og að gafflar hefðu verið notaðir við löndun á aflan- um. Samkvæmt upplýsing- um sem blaðið aflaði sér hjá Sjöstjörnunni fékk Dag- stjarnan þennan afla á svo- kölluðu Skerjadýpi, sem er aðeins 4 tíma sigling frá Keflavík og fengust um 30 tonn á síðustu 12 tímunum í tveirn hölum. Öll áhersla hefði verið lögð á að landa þessum afla og koma í ís svo fljótt sem verða mátti. p- KEFLAVÍK: BÚKANAMET UM REIKNINGA BÆJARINS Við síðari umræðu um árs- reikninga Keflavíkurbæjar 1986, sem fram fór á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur á þriðjudag, voru gerðar fleiri bókanir en elstu bæjarfull- trúar muna, að áður hafi við- gengist um einn málaflokk. Alls voru bókanir þessar sjö að tölu um þennan eina málaflokk auk einnar tillögu sem vísað var til bæjarráðs. Undir umræðunum hitn- aði mönnum mjög í hamsi og var ekki laust við að í ein- staka tilfellum væri notað óviðeigandi orðbragð. Fannst sumum bæjarfulltrú- anna að umræðurnar væru á eins konar sandkassaplani. Umræður þessar voru að vissu leyti í beinu framhaldi af birtingu endurskoðunar- skýrslu Hagskils, sem opin- berlega kom fyrst fram i Helgarpóstinum og síðan Víkur-fréttum. Að umræð- um loknum voru reikning- arnir samþykktir með 5 at- kvæðum, en fjórir fulltrúar minihlutans sátu hjá, en vís- uðu í bókun. Áhugi fyrir góðri smábátahöfn í Höfnum í síðustu viku var haldinn almennur fundur í Höfnum að frumkvæði hafnarnefndar Hafnahrepps. Var öllum áhugamönnum um smábáta- útgerð, sem vilja notfæra sér aðstöðu í Höfnum, boðið á fundinn. Að sögn Þórarins St. Sig- urðssonar, formanns hafnar- nefndarinnar, var góð þátt- taka og sýndu fundarmenn mikinn áhuga fyrir fram- kvæmdum við gerð góðrar smábátahafnar á staðnum. Samþykkti fundurinn álykt- un til alþingismanna um áskorun í þeim efnum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.