Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 25.06.1987, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 25.06.1987, Qupperneq 8
ViKurt 8 Fimmtudagur 25. júní 1987 Tjön- valdurinn stakk af Ekið var á kyrrstæða bif- reið í Keflavík fyrri hluta síðustu viku og hann skemmdur talsvert að framan. Ökumaðurinn, sem tjóninu olli, hélt sína leið án þess að láta vita og nú situr eigandi bifreiðarinnar eftir með tjónið. María Anna Löve, eig- andi bifreiðarinnar sem ek- ið var á og er Plymouth Volare, árgerð 1979, vín- rauð að lit, skorar á öku- manninn að gefa sig fram eða þá vitni, ef einhver voru að atburðinum. Hún áttaði sig ekki á skemmdunum á bifreiðinni fyrr en nokkrum dögum síðar og telur að stór bíll eða jeppi hafi ekið aftur á bak á sína bifreið í stæði. Þeir sem geta gefið ein- hverjar upplýsingar um mál þetta geta haft sam- band við blaðið eða hringt í Maríu Önnu eftir vinnu- tíma í sima 6041. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA S? Breytt símanúmer frá 1. júlí KEFLAVÍK Skrifstofan, Hafnargötu 62 ..... Kaupfélagsstjóri, Hafnargötu 62 Kjörbúð, Hafnargötu 30 ......... Kjörbúð, Hafnargötu 30, pantanir Kjörbúð, Faxabraut 27 .......... Sparkaup, Hringbraut 55 ........ Samkaup við Reykjanesbraut .. Kjötvinnslan, Reykjanesbraut ... Fatabúðin, Hafnargötu 30........ Járn og Skip, Víkurbraut........ SANDGERÐI Matvörubúð, Víkurbraut ............. 3-74-10 VOGAR Matvörubúð, Vogagerði 8 ............ 4-65-16 GRINDAVÍK Skrifstofan, Víkurbraut 17 ............ 6-81-61 . Matvörubúð, Víkurbraut 17.............. 6-81-62 Járn og Skip, Víkurbraut 44-46 ........ 6-84-62 ATH: Þessi númer gilda frá og meö miðvikudeginum 1. júlí. 1-15-00 1-15-09 1-15-02 1-15-03 1-15-06 1-15-08 1-15-40 1-15-98 1-10-75 1-15-05 Stjórn Sjúkrahússins: Bókanir vegna ðlafs Björnssonar Enn berast bókanir vegna orða þeirra sem Ólafur Björnsson viðhafði á aðal- fundi sjúkrahússins í Vogum í fyrra mánuði. Á þeim sést að grein forseta og bæjar- stjóra Keflavíkur í síðasta tölublaði um rangtúlkanir blaðamanna eiga ekki við rök að styðjast. Eftirfarandi bókanir voru gerðar á fundi stjórnar sjúkrahússins og heilsugæsl- unnar 3. júní s.l.: „ Við fulltrúar starfsfólks í stjórn SK og HSS hörmum að ummœli formanns stjómar sem hann viðhafði á aðalfundi SK þ. 12.05. hafi orðið tilþess að Sólveig Þórðardóttir deild- arstjóri sagði upp störfum. Uppsögn Sólveigar er tví- mælalaust mikill skaði fyrir deildina. Undir hennar stjóm hefur fœðingardeildin verið byggð upp á myndarlegan hátt með þeim árangri að hún hefur talist með bestu fæðing- ardeildum á landinu, því voru þessi ummæli sérstaklega ómakleg og hafa valdið mik- illi óánægju alls starfsfólks deildarinnar. Jafnframt von- umst við til að þessum ómak- legu árásum linni, svo það sem eftir er af deildinni leggist ekki endanlega niður. Guðrún Guðbjartsdóttir Gísli Viðar Harðarson." Ólafur Björnsson óskaði bókað: „Ég tel að Sólveig hafi mis- túlkað og rangfært margrædd ummæli mín á aðalfundi SK, og vísa til fundargerðar þar um, hún notar þau síðan sem tylliástæðu fyrir uppsögn sinni. Ég hef aldrei borið brigður á að starfsfólk fæð- ingardeildar sé allt staifi sínu vaxið og deildin á margan hátt til fyrirmyndar. “ Bæjarstjórn Grindavíkur: Mótmælir sorphaug- um í Krísuvík Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt á fundi sín- um að mótmæla fyrirhuguð- um sorphaugum í landi Krísuvíkur vegna augljósra áhrifa þeirra á umhverfið til lands og sjávar. Áður hafði bæjarstjórn Keflavíkur samþykkt að óska eftir því að SSS beiti séi fyrir að gerð verði athugun á því hvaða áhrif ruslahaug- arnir gætu haft á umhverfið með tilliti til vatnsbúskapar á Suðurnesjum. En sem kunnugt er af frétt- um er rætt um að ruslahaug- ar í Selöldu við Krísuvík gætu verið einn vænlegasti kosturinn fyrir höfuðborgar- svæðið, þar sem landssvæði þar sem núverandi sorp- haugar Reykjavíkur eru, er að verða fullnýtt.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.