Víkurfréttir - 25.06.1987, Side 10
\>iKun
muR
10 Fimmtudagur 25. júní 1987
ALBERT
EFSTUR
í stigakeppni
3. deildar
Albcrt Eðvaldsson UMFN hefur
nú tekið forystuna í stigakeppni
Víkur-frétta hjá liðunum í 3. deild í
íslandsmótinu í Knattspyrnu. En
lítill ntunur er á efstu ntönnum.
Eftirtaldir leikntenn Itafa fengið
stig í keppninni:
Albert Eðvaldsson UMFN ... 8
Kúnar Sigurjónsson UMFG .. 7
Stefán Pétursson Keyni ....... 6
Trausti Uafsteinsson UMFN . 6
Sínton Alfreðsson UMFG .... 6
Valþór Sigþórsson UMFN ... 6
Davíð Skúlason Keyni ......... 5
Björn Oddgeirsson UMFN ... 5
Pálmi Ingólfsson UMFG .... 5
Helgi Kárason Reyni .......... 4
Jóhannes Sigurjónsson Reyni . 4
Bjarni Ólason UMFG........... 4
Hjálmar Hallgrímss. UMFG . 3
Ævar Finnsson Reyni .......... 3
Kjartan Einarsson Reyni ...... 3
Þórður Óiafsson Reyni ........ 3
Ari Haukur Arason Reyni .... 2
Páll Þorkelsson UMFN......... 2
Sigurður ísleifsson UMFN ... 2
Guðlaugur Jónsson UMFG .. 2
Helgi Bogason UMFG ........... 1
Júlíus Pétur Ingólfss. UMFG . 1
Ragnar Eðvarðsson UMFG .. 1
Ólafur Birgisson UMFN......... 1
Fyrsti sigur
Hafnamanna
í mótinu
Hafnir unnu sinn fyrsta leik í 4.
deild íslandsmóLsins í knattspyrnu
á laugardaginn þegar liðið sigraði
Létti 3:2 á gervigrasinu í Laugar-
dalnum í Reykjavfk. í hálfleik var
staðan 3:1.
Arngrímur Guðmundsson
skoraði fyrsta markið fyrir Hafnir
og kom liði sínu yfir, 1:0. Léttir
náði að jafna 1:1 en Ólafur Sól-
mundsson og Guðmundur Franz
Jónasson komu Höfnum í 3:1. í
síðari hálfleik náðu Léttismenn að
minnka munirrn í 3:2 en fleiri urðu
mörkin ekki.
Guðmundur Franz Jónasson
þjálfari Hafna sagði að úrslit
leiksins hefðu verið sanngjörn og
lið sitt hefði átt að skora fleiri
mörk ef eitthvað hefði verið.
Hvaða „skipper"
hlýtur SL-
golfferðina?
Stórmót skipstjóra og útgerð-
artnanna í golfi fer frant á Hólms-
velli í Leiru n.k. laugardag kl. 14.
Leikinn verður 18 Itolu höggleik-
ur með og án forgjafar. GÍæsileg
verðlaun eru í boði, m.a. Lóran
frá Sónar hf. fyrir að fara holu i
höggi á einhverjum par 3 braut-
unum, og loks golfferð með Sam-
vinnuferðum-Landsýn fyrir að
vera naestur holu á „Lindinni" 16.
braut. Einnig verða aukaverð-
laun fyrir að vera næstur hölu á
öðrum par 3 hrautum.
Að loknu mótinu verður dregið
um helgarfcrð að verðmæti kr. 17
þús. í sameiginlegu borðhaldi úr
hópi viðstaddra þátttakenda.
^uíUx
„Stigin
kær-
komin"
- segir Peter Keeling
„Stigin voru kærkomin og
við urðum svo sannarlega að
hafa fyrir sigrinum", sagði
Peter Keeling þjálfari ÍBK,
eftir lcikinn gegn Víði. „Þjálf-
ari Víðis getur verið stoltur
nteð lið sitt, sem sýndi ótrú-
lega baráttu og gafst aldrei
upp. Kcflavíkurliðið sýndi að
það getur líka barist og ég er
ánægður með þann þátt. Við
náðum líka að sýna ágætan
samleik þrátt fyrir harða and-
stöðu mótherjanna og úrslitin
gefa okkur góðan byr fyrir
næsta leik“, sagði Keeling.
\juWt
„Nýttum
ekki
færin"
- segir Haukur
Hafsteinsson
„Munurinn á liðunum í
þessum leik var sá, að þeir
nýttu sín færi, en ekki við“,
sagði Haukur Hafsteinsson
þjálfari Víðis, eftir leik Víðis
gegn ÍBK. „Við fengum fleiri
marktækifæri í þessum leik og
því var ansi sárt að tapa, en
þannig er knattspyrnan, það
Íið sem skorar fleiri mörk, það
sigrar. Vandamálið hjá okkur
er að skora mörk, en við sýnd-
um það í þessum leik, að við
getum líka leikið sóknar-
knattspyrnu“, sagði Haukur
ennfremur.
ÍBK-sigur í Garðinum
Gunnar Oddsson skorar fyrsta mark
leiksins sem kom eins og köld vatns-
gusa framan í Víðismenn. Gisli Eyj-
ólfsson revnir að stöðva Gunnar, en
varð of seinn.
Keflvíkingar
leika gegn KA
á sunnudag
Næsti leikur Keflvíkinga í
SL-mótinu í knattspyrnu verð-
ur gegn KA í Keflavík á sunnu-
daginn. Peter Keeling, þjálfari
ÍBK, sagði að það lið sem sigr-
aði næði þriðja sætinu í mótinu.
„Liðin eru áþekk að getu og því
verður þetta áreiðanlega jöfn
barátta. IBK og KA eru einu lið-
in sem hafa sigrað Víði í Garð-
inum og eru bæði með 10 stig“.
„Við þurfum að hafa sér-
stakar gætur á Tryggva Gunn-
arssyni, framherja KA, því
hann er ákaflega hættulegur
fyrir framan markið og getur
skorað úr ólíklegustu færum.
Hann er einn hættulegasti
sóknarleikmaðurinn í SL-
mótinu. Tryggvi er leikmaður
sem ekki sést i 88 mínútur og
svo skorar hann upp úr
þurru.“
Keeling sagði að liðsandinn
væri góður innan hópsins og
hann væri bjartsýnn á að ná
góðum úrslitum í leiknum.
Keflvíkingar stóðu uppi sem
sigurvegarar í viðureigninni gegn
Víði í garði í SL-mótinu í knatt-
spyrnu á föstudaginn. Lokatölur
leiksins urðu 3:1 fyrir Keflavík,
eftir að staðan í hálfleik hafði
verið 2:0. Víðismenn hafa nú
leikið 6 leiki á þessu leiktímabili
án þess að sigra og hafa þeir
aðeins skorað 3 mörk í þessum
leikjum. Keflvíkingar Itafa komið
á óvart með ágætum leikjum og
eru í efri hluta deildarinnar, en
Ijóst er að róður Garðbúa getur
orðið erfiður ef þeir fara ekki að
hala inn fleiri stig.
Grindvíkingar töpuðu nokkuð
óvænt, 0:3, fyrir Stjörnunni í 3.
deild íslandsmótsins í knatt-
spyrnu í Garðabæ á laugardag-
inn. í hálfleik var staðan 1:0.
Garðbæingar voru betri í fyrri
hálfleik og gátu Grindvíkingar
þakkað^ markverði sínum,
Bjarna Ólasyni, að þeir fengu
ekki á sig fleiri mörk.
í síðari hálfleik voru Grind-
Víðismenn voru fyrri til að
skapa sér færi í leiknum og áttu
þrjú góð marktækifæri í fyrri
hálfleik sem þeim tókst ekki að
nýta. Keflvíkingar nýttu sín færi
betur og tvívegis mátti mark-
vörður Víðis, Gísli Heiðarsson,
sækja boltann í netið. Fyrst
skoraði Gunnar Oddsson fallegt
mark af löngu færi og síðan
bætti Óli Þór Magnússon við
öðru marki eftir talsverða pressu
að marki Víðis.
I síðari hálfleik bætti Helgi
Bentsson við þriðja marki IBK
og flestir töldu að þar með væru
víkingar mun hressari og áttu
þá nokkrum sinnum gullin tæki-
færi til að jafna metin. Sóknir
þeirra gengu hinsvegar ekki upp
og munaði þar mestu um að
markaskorarinn Símon Alfreðs-
son varð að fara af leikvelli. Um
miðjan hálfleikinn kom svo rot-
höggið þegar Grindvíkingar
fengu dæmda á sig vítaspyrnu.
Úr henni skoraði gamla kempan
úrslit Ieiksins vís. En Víðismenn
voru ekki á þeim buxunum og
mínútu síðar skallaði Björgvin
Björgvinsson í mark IBK af
stuttu færi. Eftir markið efldist
sókn Víðis mjög, en inn vildi
boltinn ekki þrátt fyrir mörg
ágæt marktækifæri. Víðismenn
fengu dæmda vítaspyrnu, en
Þorsteinn Bjarnason varði skot
Grétars Einarssonar. Þorsteinn
hreyfði sig áður en Grétar skaut,
en dómarinn gerði enga athuga-
semd.
Víkurfrétta-stigin í leiknum:
Lið Víðis: Vilhjálmur Einars-
son 3, Sævar Leifsson 2 og
frá Akrartesi og íslenska lands-
liðinu, Arni Sveinsson. Hann
skoraði svo þriðja markið ekki
löngu seinna og gulltryggði þar
með sigur sinna manna.
Víkur-fréttastigin:_Rúnar Sig-
urjónsson 3, Bjarni Ólason 2 og
Ragnar Eðvarðsson 1 stig.
Næsti leikur Grindvíkinga
verður gegn Skallagrími í Borg-
arnesi á laugardaginn.
Björgvin Björgvinsson 1 stig.
Lið ÍBK: Gunnar Oddsson 3,
Þorsteinn Bjarnason 2 og Peter
Farrell 1 stig.
VÍÐIR
NORDUR
Víðismenn leika gegn Þór á
Akureyri í SL-Mótinu í knatt-
spyrnu á sunnudaginn. Víðir
hefur nú leikið 10 leiki í röð í 1.
deild án þess að sigra, þar af eru
6 á þessu keppnistímabili. „Við
stefnum að sjálfsögðu að því að
ná hagstæðum úrslitum,“ sagði
Haukur Hafsteinsson, þjálfari
Víðis, í samtali við Víkurfréttir.
„Stígandinn hefur verið
góður hjá okkur að undan-
förnu og liðið hefur bætt leik
sinn með hverjum leik og nú
þurfum við að sníða vankant-
ana af því sem miður hefur far-
ið hjá okkur að undanförnu.
Daníel er nú aftur kominn inn
í liðið eftir leikbann og við för-
um svona hæfilega bjartsýnir
norður.“
ðvænt tap hjá UMFG
Grétar Einarsson í þann mund að taka yítaspyrnuna í leik Víðis og ÍBK, og
eins og sjá má er Þorsteinn markvörður IBK búinn að hreyfa sig, og reiknaði
skot Grétars rétt út.
RAUÐULOKKAR
FREYS FUKU
Þriðji flokkur ÍBK í knatt-
spyrnu í kvennaflokki stóð
sig frábærlega vel í 1. umferð
íslandsmótsins. Stúlkurnar
léku 5 leiki í fyrstu „turner-
ingunni", sem fram fór á
Fylkisvelli í Árbæ um síðustu
helgi, og gerðu sér lítið fyrir
og sigruðu i öllum leikjum
sínum, með markatölunni
16:4.
Úrslit í viðureignum ÍBK
urðu þessi:
ÍBK-Valur ........... 2:1
ÍBK-Týr ............. 1:0
ÍBK - Fylkir ........ 5:2
ÍBK - Stjarnan ...... 6:0
ÍBK - Afturelding ... 2:1
Mörk ÍBK skoruðu Sunna
Sigurðardóttir 6, Anna Mar-
ía Sigurðardóttir 4, Ásdís
Þorgilsdóttir 3 og þær Ás-
laug Einarsdóttir, Olga Fær-
seth og María Rut Reynis-
dóttir eitt mark hver.
Þessi glæsilega frammi-
staða stúlknanna var þjálf-
ara liðsins, Frey Sverrissyni,
dýrkeypt. Fyrir umferðina í
Árbæ lofaði Freyr því að ef
þær myndu sigra í öllum
leikjunum fengju þær að
klippa hár hans. Athöfnin
fór svo fram á sunnudag við
íþróttavallarhúsið í Kefla-
vík. Leikmenn liðsins, stúlk-
urnar allar með tölu, klipptu
svo hver og ein vænan lokk,
sem þær geyma nú sér til
minningar um afrekið. En
hið síða, rauða hár Freys er
nú drengjaklippt eftir að hár-
greiðslumeistarar höfðu far-
ið höndum um hár hans og
lagað það örlítið til eftir
stúlkurnar.
Næsta umferð hjá stúlkun-
um verður í Vestmannaeyj-
um 18.-19. júlí og hver veit
nema að Freyr leggi eitthvað
undir þá.
Fimmtudagur 25. júní 1987 11
Ævar Örn Jónsson
Góð frammi-
staða sund-
fólks UMFN
- á alþjóðlegu
sundmóti í
Þýskalandi
Þrír Njarðvíkingar tóku
nýlega þátt 1 alþjóðlegu ald-
ursflokkamóti i sundi i Brem-
erhaven í Vestur-Þýskalandi
og kepptu þar með íslenska
unglingalandsliðinu í sundi.
Þetta voru þau Brynja Árna-
dóttir, Björg Jónsdóttir og
Ævar Örn Jónsson. Þau
stóðu sig með stakri prýði;
Ævar náði best 2. sætinu í 100
m baksundi, Björg 3. sæti i
200 m skriðsundi og Brynja
varð 4. i 100 m bringusundi.
Keppendur á mótinu voru um
600.
Friðrik Óiafsson, þjálfari
UMFN, sagði að hann væri
ákaflega ánægður með
frammistöðuna hjá krökk-
unum og þau hefðu staðið sig
betur en hann hefði búist við.
„Þetta var fyrsta stórmótið
hjá þeim á erlendri grund og
þarna var keppt í 50 m braut.
Tímarnir, sem krakkarnir
náðu, voru alveg ágætir og
raunar mun betri en ég átti
von á.“
Ferð þessi tókst með mikl-
um ágætum. Krakkarnir
dvöldu á einkaheimilum og
var höfðinglega séð fyrir
þeim á allan hátt. Friðrik
sagði að þessi árangur lofaði
góðu upp á framtíðina og
ljóst væri að sterkur kjami
væri kominn í sundíþrótt-
inni í Njarðvík.
Öruggur
sigur
Más
Már Hermannsson, lang-
hlauparinn kunni úr UMFK,
sigraði örugglega í 1500
metra hlaupinu á Flugleiða-
mótinu í frjálsum íþróttum
sem fram fór á Laugardals-
vellinum um helgina. Már
kom í mark á tímanum 4:04,5
mínútum.
Unnur Sigurðardóttir úr
UMFK komst á verðlauna-
pall í spjótkasti, kastaði 31,28
metra og varð í þriðja sæti.
Mjólkurbikarkeppni KSÍ:
Erfiður
róður hjá
UMFG
Grindvikingar drógust
gegn Selfyssingum í 3. um-
ferð Mjólkurbikarkeppninn-
ar og Reynir, Sandgerði, fékk
Stjörnuna, Garðabæ, þegar
dregið var í beinni útsendingu
í sjónvarpinu á mánudags-
kvöldið. Bæði Iiðin eiga
heimaleik.
Róður Grindvíkinga verður
eflaust erfiður í viðureign
þeirra gegn Selfyssingum,
sem leika í 2. deild, en Sand-
gerðingar ættu að eiga góða
möguleika á að komast í 16
liða úrslit.
Kjartan með tvö
mörk gegn Haukum
Reynir Sandgerði sigraði
Hauka 3:0 í 3. deild íslands-
mótsins í knattspyrnu í Sand-
gerði á kaugardaginn og verður
Íiðið því enn með í baráttu efstu
liðanna. I hálfleik var staðan
3:0.
Stefán Pétursson skoraði
fyrsta markið og síðan bætti
Kjartan Einarsson við tveim-
ur mörkum.
Fyrri hálfleikur var betri
helmingur þessa leiks og þá
náðu heimamenn að sýna oft á
tíðum ágætan leik. Seinni hálf-
leikur var mun jafnari og
hvorugu liðinu tókst að skapa
sér afgerandi færi. Haukar
áttu skot í stöng, það áttu
Reynismenn líka, en úrslitin
voru sanngjörn miðað við
gang leiksins.
Vikurfrétta-stigin: Stefán
Pétursson 3, Kjartan Einars-
son 2 og Davíð Skúlason 1
stig.
Næsti leikur Reynis verður
gegn Leikni, í Sandgerði á
laugardaginn.
Dyrmæt stig UMFN
Njarðvíkingar sigruðu
Skallagrím 3:2 í 3. deild ís-
landsmótsins í knattspyrnu í
Borgarnesi á laugardaginn og
var þessi sigur ákaflega mikil-
vægur fyrir liðið, sem enn eygir
möguleika á að komast í 2.
deild. Jafnt var í hálfleik, 1:1.
Jón Ólafsson náði foryst-
unni fyrir Njarðvík en Borg-
nesingar jöfnuðu 1:1 Þeir
komust svo yfir í síðari hálf-
leik, en Guðbjörn Jóhannes-
son náði að jafna og Friðrik
Ragnarsson tryggði Njarðvík-
ingum síðan sigur með marki á
síðustu mínútum leiksins.
Leikið var á malarvelli og
var leikurinn frekar daufur.
Björn Oddgeirsson meiddist í
síðari hálfleik og varð að fara
með hann á sjúkrahús, þar sem
skurður er hann hlaut, var
saumaður.
Víkur-fréttastigin: Trausti
Hafsteinsson 3, Albert Eð-
valdsson 2 og Björn Oddgeirs-
son 1 stig.
Næsti leikur Njarðvíkinga
verður á laugardaginn gegn
Aftureldingu í Mosfellssveit.
Úli Þór
markahæstur
Óli Þór Magnússon ÍBK er
orðinn markahæsti leikmaðurinn
hjá Suðurnesjaliðunum í íslands-
mótinu í knattspyrnu. Hann hefur
skorað 4 mörk, síðan koma þrír
leikmenn með 3 mörk.
Eftirtaldir leikmenn hafa skor-
að 2 mörk eða fleiri:
Óli Þór Magnússon ÍBK ... 4
Gunnar Oddsson ÍBK ......... 3
Símon Alfreðsson UMFG .... 3
Kjartan Einarsson Re.yni ...3
Ingvar Guðmundsson ÍBK .... 2
Jón Ólafsson UMFN........... 2
Hjálmar Hallgrímsson UMFG 2
Guðmundur F. Jónuss. Höfnum 2
Ari Haukur Arason Reyni .... 2
ívar Guðmundsson Reyni .... 2
Staðan í 1. dcild íslandsmótsins í
knattspyrnu er þessi eftir leiki helg-
arinnar:
KA-Völsungur .. . 1:1
Víðir-Keflavík .. .. 1:3
FH-Fram . . . . . . 0:1
Valur-Akranes . .. 2:1
Valur 6 5 1 0 16:4 16
KR 6 4 2 0 13:2 16
KA 6 3 1 2 5:4 10
Kcflavík ... . 6 3 1 2 13:15 10
Akranes .... 6 3 0 3 10:10 9
Fram 6 2 2 2 7:7 8
Þór 6 2 0 4 5:12 6
Völsungur .. 6 1 2 3 5:9 5
Víðir 6 0 4 2 3:6 4
FH 6 0 1 5 2:10 I
Gunnar hefur
tekið forystu
Gunnar Oddsson.miðvallarleik-
maðurinn sterki í ÍBK, hefur nú
tekið forystuna í stigakeppni
Víkur-frétta hjá 1. deildarliðunum
á Suðurnesjunt, en fast á hæla hans
fylgir Danícl Einarsson Vfði, sem
ekki lék í siðasta leik.
Eftirtaldir leikmenn hafa nú
hlotið stig í keppninni:
Gunnar Oddsson ÍBK ......... 11
Daníel Einarsson Víði ...... 10
Vilhjálmur Einarsson Víði ... 8
Ingvar Guðmundsson ÍBK ... 7
Peter Farrell ÍBK ........... 7
Gísli Heiðarsson Víði ....... 7
Guðjón Guðmundsson Víði .. 5
Sigurður Björgvinsson ÍBK .. 4
Grétar Einarsson Víði...... 3
Freyr Sverrisson ÍBK ........ 2
Þorsteinn Bjarnason ÍBK ... 2
Sævar Leifsson Víði.......... 2
Jóhann Júlíusson ÍBK ........ 1
Jóhann Magnússon ÍBK .... 1
Óli Þór Magnússon ÍBK .... 1
Björgvin Björgvinsson Víði .. 1