Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 22.10.1987, Side 10

Víkurfréttir - 22.10.1987, Side 10
10 Fimmtudagur 22. október 1987 muK juUh Lesendasíðan Er Bandaríkja- her að reyna að endurvekja þrælahald? Vallarstarfsmaður skrifar og spyr: 1. Er bandaríski herinn að reyna að endurvekja þrælahald hér á Islandi eða eru yfirmenn hersins að gera herstöðina að mesta láglaunasvæði á Islandi og nota til þess íslenskt starfs- fólk í starfsmannahaldi og launadeild.? 2. Eru ákvæði í Varnarsamn- ingi U.S.A. og Islands um að ís- lenskir starfsmenn hersins skuli njóta sömu kjara og hæst eru boðin á íslenskum vinnumark- aði, þar með talið launaskrið sem er umtalsvert í dag? 3. Hvernig getur herinn kom- ist upp með það ár eftir ár að brjóta íslenska kjarasamninga með því að vera með stóran hluta launafólks lausráðið ár eftir ár með 3ja mánaða endur- ráðningarákvæðum? A íslensk- um vinnumarkaði er fólk fast- ráðið eftir 3-6 mánaða starf hjá sama vinnuveitanda með 3-6 mánaða uppsagnarfresti eftir starfsaldri. 4. Eða eru kannski Islending- ar í lykilstörfum innan hersins sökudólgarnir með Kaupskrár- nefnd í broddi fylkingar? 5. Er þetta óöryggi notað til þess að brjóta niður samstöðu verkafólks á vallarsvæðinu eða er málið kannski það að yfir- menn launa- og starfsmanna- halds séu launaðir sérstaklega fyrir að halda launum landa sinna íalgjörulágmarki.saman- ber síðustu uppákomu gagnvart ræstingarfólki í sumar. Ekki er enn búið að leiðrétta alla þá vit- leysu er þá var gerð eða lítur bandaríski herinn svo á að ís- lenskt verkafólk sé leiguþý bandarískrar herraþjóðar og þeir geti farið með það að vild sinni? Svari hver sem getur. „Litur bandariski herinn svo á að íslenskt verkafólk sé leiguþý banda rískrar herraþjóðar ■ ■ ■ “, spyr bréfritari. Neytendur: Dýr ísetning á pústkerfi „Einu svörin sem ég t'ékk frá honum voru þau að hann hef'ði getað haft reikn- inginn hærri," sagði Örn Högnason er hánn kom með reikning fyrir ísetn- ingu nýs pústkerfið í bíl sinn hjá bifreiðaverkstæð- inu Drifás í Sandgerði, sem hann segir óeðlilega háan. Bifreið Arnar var í við- gerð á verkstæðinu eftir óhapp sem tryggingarfélag hans átti að greiða. Hann sagðist því hafa notað tæki- færið, úr því að bíllinn var á verkstæði, og óskað eftir því að skipt yrði um púst- kerfi í bílnuni á hans kostn- að. „Mér brá hins vegar í brún þegar ég fékk reikn- inginn í hendur. Rúmlega 18 þús. krónur kostaði við- gerðin með efni og sölu- skatti. Ég fór á stúfana og kannaði livað svona við- gerð hefði kostað hjá Púst- þjónustu Bjarkars í Kefla- vík og fékk cg þær upplýs- ingar þar að nákvæmlega eins viðgerð hefði kostað kr. 9.632,00 með söluskatti. Þykir mér þetta ansi mikill munur. Og það er þrennt sem mér finnst athugavert við reikninginn. í fyrsta lagi þvkir mér ótrúlegt aó vinna við ísetninguna hafi tekið 5 tíma en mér er sagt að slíkt hel'ði ekki þurf't að taka meira en 2 tíma. í öðru lagi rukkar hann mig fyrirsölu- skatt á pústkerfi sem búið er að borga söluskatt af og í þriðja lagi finnst mér dýrt að greiða 9.674 kr. fyrir pústkerfi sem kostar hann ekki nema 5.853 kr. í inn- kaupum,“ sagði Örn. Sagðist Örn hafa kvartað yfír upphæð reikningsins við eiganda Drifásar sem þá bauðst til að lækka hann um 2.400 kr. „Ég greiddi hins vegar reikninginn að fullu og þáði ekki endur- greiðslu og víst er að ég fer ekki aftur með bíl til þessa fyrirtækis,“ sagði Örn Högnason. SOLUÐ RADIAL VETRARDEKK Nú er rétti tíminn til að huga að vetrar- dekkjunum. - Höfum flestar stærðir af sóluðum radial-hjólbörðum á lager. - Frábær inniaðstaða. - Fljót og góð ' 'flÍLlMlil::- FITJABRAUT 12 - NJARÐVIK'- SÍMI 11399, 11693

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.