Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.11.1987, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 12.11.1987, Blaðsíða 8
\>iKun 8 Fimmtudagur 12. nóvember 1987 molar Meiri Hafnargötuhræringar , Molum hafa borist til eyrna þrennir flutningar þjónustu- fyrirtækja við Hafnargötuna í Keflavik. Eru fiutningarþessir allir í tengslum við eigenda- skiptí á húsum þeim sem gár- ungarnir nefna Færseth-höll- ina. Á næstu dögum áætlar Hárgreiðslustofa Pálu að opna þar á 2, hæð. Næstu mánaðar- mót áætlar Sportbúð Óskars að opna á t. hæðinni og um sömu mánaðamót stendur til að Klippólek flytji yfir að Hafnargötu 34 með sina slarf- seroi. Hárgreiðslutorfan Tilviljanir eru víða til. Eins og t.d. sú að með flutningi Hárgreiðslustofu Pálu i Fær- seth-höllina verða fjórar hár- greiðslu- og rakarastofur nán- ast á sama blettinum ogörfá- um húsalengdum þar frá koma aðrar tvær. Við Hafnar- götu eru slíkar stofur í húsum nr. 23, 26, 34 og 35. Ein að Túngötu 12 og önnur að Tjarnargötu 7. Víkurfréttir, Áragötu Nýlega birtist eftirfarandi grein með þessari fyrirsögn í skemmtílegu blaði á Húsavík er Víkurblaðið nefnist: „Þaðer rnjög algengt að bréf og blöð sem berast Víkurblaðinu séu merkt Víkurfréttir, Vikurfrétt- ir eru reyndar til, ágætis blað útgefið í Keflavík. t>á er ogal- gengt að heimilisfang blaðsins sé rangt, Aragata í stað Ár- götu, misskilningur sem c.t.v. stafar af því aö ritstjóri Víkur- blaðsíns nam eitt sinn við Ara- götuna í Reykjavík suður. En það keyrði þó fyrst utn þver- bak þegar við fengum sent bréf með eftirfarandi áritun: Vík- urfréttir, Áragötu, Húsavík." Bjargey fékk gjaldkerastólinn Kcflvíkingurinn Bjargey Einarsdóttir náði kjöri í em- bætti gjaldkera Alþýðubanda- lagsins á landsfundinum um helgina. Eru því tveir Reyk- nesingar i aðalstjórn flokks- ins því formaðurinn, Ólafur Ragnar Grímsson, er jú Sel- tirningur. Leifur er það heillin Eðla sú setu gótnuð var á dögunum í Flugstöð Leils Eir- ikssonar hefur nú fengið nafn- ið Leifur, að því cr Stjarnan skýrði frá á mánudag. Leifur þessi er, eins og nafni hennar, landkönnuður sem fór á vit hins óþekkta. Þó verður ekki hægt að nefna eðluna Leif heppna, því hún var gómuð, heldur Leif óheppna. Sem kunnugt er óttast ntenn að önnttr cðla sé laus í bygging- unni og hafa gárungarnii gefið henni nafnið Eiríkur rauði. En þeir hafu einnig gefíð trénu nafn ög heitir það nú ntanna á milli eðli-legt. Úrval fyrir sælkerana Það er sannarlega liðin tið er vart var hægt að finna alrnenn- iiegan matsölustað í Kefiavík og nágrenni. Nú er úr mörgum stöðum að velja og úrvaliðeftir því. Helstu staðirnireru Glóð- in, Sjávargullið, Langbest, Pítubær, Tjarnargata 31, Laufskógar og fjöldinn allur af skyndibitastöðum að Þrist- inum ógleymdum. Þá hafa orðið eigendaskipti að Smur- brauðsstofunni og út í Gróf er M atarba k k i n n, s \ o e 111 h v a ð sé nefnt. Fataland við Hafnargötuna Fataland í Kópavogi er um þessar mundir að opna útibú í Keflavík, nánar til tekið þar sem Víkurvideó var við I lafnargötuna. Ætti því nægj- anlegt úrval að vera af fatnaði fyrir jólin. Eiríkur, Jón og Sigurður Viðskiptaráðherra hefur nú heimilað þremur Suðurnesja- aðilum að hcfja útfiutning á frystum fiski til IJ.S.A. við litla hrifningu þeirra sent einokun hafa haft á markaðnum vestra. Þeir aðilar sem fengu leyli eru Jón Gunnarsson, Sigurður Garðarsson og Eiríkur Hjart- arson eða fyrirtæki þeirra. Allt kunnir athafnamenn á þessu sviði. Raunir flugvallarlögreglu Lögregluþjónninn á Kefia- víkurflugveili, sem var svo óheppinn að velta lögréglu- bílnum utan við aðalhliðið. varð að súpa á því sevðinu að kaila til lögreglu frá Keflavík því bíllinn valt inni á umdæm- issvæði hennar, Þó það geti verið skondið er þó enn skondnara að fiugvallarlög- reglan hefur ekki lögsögu yfir lögreglustöðinni hjá sér. heldur Kefiavíkuriögreglan, eftir að flugvallargirðingin var færð upp fyrir Reykjanesbraut liina nýju. Kalda borðið sló í gegn Kalda borðið sent Glóðin býður upp á í hádeginu á Timmtudögum er svo sannar- lega herramannsmatur. Er langt síðan Molahöfundur hefur fengið annað eins lostæti á virkum degi. Ekki er það verra að nú hefur afgreiðslu- salur Glóðarinnar tekið stór- brcytingum til mikilla bóta. Taugatitringur í nágrönnum Flestir þcir sem sáu prakk- ara strikið á Heiðargarði á dögunum höfðu gaman að. Þó átti það ekki við ulla nágrannu viðkomandi húss, þvi á rit- stjórn Vikur-frétta linnti ekki jutUt simhringingum frá fólki sem þótti allt miður um þetta og sagðist jafnvei hafa fengið taugasjoick er það sá hvers kyns var. Leikur Molum því forvitni á að vita hvað sé orðið um iéttleikann, ef ekki má grínast smávegis, án þess að einhverjir fari í vont skap við það eitt uð vera í nágrenninu. Arndís-tapaði málinu Siðanefnd Blaðamannafé- lags íslands hefur fellt úrskurð sinn í kærumáli Arndísar Tómasdóttur á henduröðrum ritstjóra Vikur-frétta unt sjúkrahúsmálin síðasta sumar. Kontst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að brotið hafi vcrið óverulegt. Meðal annars kemur fram i úrskurðinum að fótur hafi verið fyrir skrifum blaðsins og að þeirscm taka að sér selu i opinberum stjórnum geta vænst umfjöllunar í fjöl- miðlum um störf sín. Fjörutíu ár milli útibússtjóranna Eins og fram kemur i Spari- sjóðsaukanum hér i blaðinu hefur nú verið ráðinn útibús- stjóri hjá Sparisjóönum í Grindavik. Sá sem sest þar i stólinn er aðeins 27 ára aðaldri og heilir Magnús Guðmunds- son. I útibúi hinnar lánastofn- unarinnar í Grindavík situr hins vegar maður sem er ná- kvæntlega 40 árum eidri, þannig að aldursmunurinn er sanii og helmingur af starfs- tima Sparisjóðsjns, sem hélt sem kunnugt er upp á 80 ára afmælið í síðustu viku. VOGABÚAR, ATHUGIÐ! BREYTT SÍMANÚMER í AFGREIÐSLU OKKAR: S466043 ÚTVEGSBANKI fSLANDS CC u. cc D * Heimsfrægur pílukastari sýnir i Golfskálanum { '"''**.* %■> föstudag 13. nóv. %síl Vi Bob Twomolow, atvinnu- V maður í pílukasti, mætir í Á.. Golfskálanum, Leiru, á morghn kl. 21, og sýnir listir sinar. Komið og sjáið einn fær- asta pílukastara heims. Takið pílurnar með. Enginn aðgangseyrir. Veitingar á staðnum. REIÐHJÓLAVERKSTÆÐI M.J. Árshátíð Stangaveiðifélags Keflavíkur verður haldin í Golfskálanum, Leiru, laugardaginn 21. nóv. kl. 19. - Mætið vel og stundvíslega. Skemmtinefndin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.