Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.11.1987, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 12.11.1987, Blaðsíða 21
NÝ NÁMSKEIÐ hjá BIRNU að hefjast í íþrótta- húsinu í Njarðvík. Innritun á staðnum á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.15-21.15, eða í síma 91-37379. Birna Magnúsdóttir Fimmtudagur 12. nóvember 1987 21 Naumur sigur á KR UMFN vann nauman sigurá KR-ingum í Hagaskóla sl. þriðjudagskvöld, 89:85, eftir að staðan í hálíleik hafði verið 44:43 fyrir UMFN. Njarðvíkingar þurftu að hafa mikið fyrir þessum sigri og KR- ingar veittu þeim harða mót- spyrnu. Stigahæstir voru Jó- hannes Kristbjörnsson með 25 stig og Valur Ingimundarson með 23. Njarðvíkingar unnu ótrú- lega léttan sigur á Þór á Akur- eyri sl. föstudag. Lokatölur urðu 111 stig gegn 80. Allir leikmenn UMFN fengu að spjara sig og skoruðu allir stig. Stigahæstur var Val- ur Ingimundarson með 23 stig, Jóhannes og Isak skoruðu 22 stig hvor. Naumur sigur ÍBK gegn UMFG IBK vann UMFG með naum- induni i úrvalsdeildinni í körfu í Iþróttahúsinu í Keflavík sl. fimmtudag, 80:73. Barátta Grindvíkinga kom Keflvíkingum greinilega á óvart og var ekki laust við að það færi smá taugatitringur um leik- menn og stuðningsmenn íliK, þegar Grindvíkingar leiddu í leikhléi, 45:44. Seinni hálfleikur varjafn og spennandi eins og sá fyrri, en það var svo á lokamínútunum sem leikreynsla Keflvíkinga kom í Ijós og þeir náðu að merja sigur í þessum leik. Bestir hjá Keflvíkingum voru þeir Jón Kr. og Guðjón Skúla- son. Sem fyrr segir börðust Grindvíkingar gífurlega vel í þessum leik og með sams kon- ar baráttu í þeim leikjum sem eftir eru ættu þeir að eiga auð- velt með að tryggja sér áfram- haldandi veru í úrvalsdeild- inni að ári. Besti maður þeirra var Guðmundur Bragason. Stig ÍBK: Guðjón Skúla 19, Jón Kr. 18, Hreinn Þorkels 14, Sigurð- ur Ingimundar 8, Matti O. 6, Magnús Guðfinns, Falur Harðar- son og Olafur Gottskálksson 4, og Brynjar Harðarson 3. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 21, Hjálmar Hallgríms- son 16, Rúnar Arnason 13, Stein- þór Helgason 10, Eyjólfur Guð- iaugsson 7, Guðlaugur Jónsson 6. Handbolti - 2. deild: UMFN OG REYNIR LEIKA Á LAUGARDAG Kvennakarfa: 27 stig skildu á milli í lokin Öruggur sigur ÍBK á Grindvíkingum Keflavíkurstúlkurnar sigruðu Grindavík örugglega er liðin átt- ust við í íþróttahúsinu í Keflavíká sunnudag, 62:35. Sigur ÍBK var aldrei í hættu. Þær tóku leikinn strax í sínar hendur og höfðu 10 stiga forskot i leikhléi, 26:16. I síðari hálfleik komu Grinda- víkurstúlkurnar ákveðnar til leiks og náðu að minnka mun- inn í fjögur stig, 26:22, en IBK hleypti þeirn ekki nær, keyrðu upp hraðann og sigruðu með 27 stiga mun, 62:35. Keflavíkurliðið verður örugg- lega mjög sterkt í deildinni í vet- ur, en í þessum leik vantaði Kristínu Blöndal og einnig var Auður Rafnsdóttir fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þá gekk Anna María ekki heil til skógar vegna meiðsla í læri, en þetta virtist ekki há liðinu mikið í þessum leik. Stig ÍBK: Anna María 23, Katrín 12, Björg 11, Margrét St. 6, Kristín 4, Bylgja, Eva og Svandís 2. Stig UMFG: Marta 15, Ragn- heiður og Sigríður 6, Svana 4, Guðný og Valgerður 2. Svana reynir körfuskot, umkringd Keflvíkingum. En hvað segja Njarðvíking- ar? „Við erum hvergi smeykir. Reynir er óútreiknanlegt lið en við vinnum þá á laugardaginn. Liðið hcfur öðlast sjálfstraust- ið á ný og við ætlum okkur að stöðva sigurgöngu Reynis- manna," sagði Erlingur Hann- esson, liðsstjóri UMFN, í sam- tali við Víkurfréttir. Eins og fyrr segir verður leikurinn í íþróttahúsinu í Njarðvík á laugardaginn og hefst kl. 14.. „Við erum í hörku formi þessa dagana og ætlum okkur ekkert annað en sigur í Njarð- vík og þar nteð selja félagsmet með því að vinna 5 leiki í röð. Njarðvíkingum hefurekki geng- ið vel þrátt fvrir sigur á HK og revnsla okkar mun vega þyngra í_ þessum leik,“ sagði Kristinn Ármannsson, Rcynismaður, að- spurður um leik þeirra við UMFN í Njarðvík i 2. deildinni i handbolta n.k. laugardag. Hvor þeirra fagnar sigri á morgun? Stórleikur í úrvalsdeildinni [ á morgun — UMFN-ÍBK: | „Fyllum gryfjuna“ „Hef irú á að 700-800 manns mæti á leikinn“, - segir Hilmar Hafsteinsson, formaður UMFN - „Eigum harma að hefna“ - segir Gunnar Þorvarðarson, þjálfari ÍBK - „Keflvíkingar stöðva okkur ekki“ - segir Valur Ingimundarson, þjálfari UMFN Stórieikur fvrri umferðar í úr- valsdcildinni í körfuholta verðurí Ijónagryfjunni í Njarðvík á morg- un, fiistudag, en þá leiða saman hesta sína UMFN og ÍBK, tvö efstu lið deildarinnar. „Eg hef trú á því að þetta verði skemmtilegur leikur eins og alltaf þegar liðin mætast. Við ætlum okkur að fyila gryíjuna og ég hef trú á því að það mæti 7- 800 manns," sagði Hilmar Huf- steinsson, formaður körfuknatt- leiksdeildar UMFN. En hvað segja þjálfararnir? Gunnar Þor- varðarson, ÍBK: „Við eigum harma að hefna síðan þeir stálu sigri af okkur í Reykjanesmót- inu þegar þeir unnu okkur með einu stigi. Þetta verður örugg- lega hörkuleikur en eins og alltaf ætlum við okkur ekkert annað en sigur.“ Valur Ingi- mundarson, UMFN: ,,Við vitum ekki hvað er að tapa og ætlum ekki að taka upp á því núna. Keflvíkingar verða erfiðir andstæðingar en ég hef ekki trú á því að þeir stoppi okkur,“ mun jUttU

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.