Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.11.1987, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 12.11.1987, Blaðsíða 15
muR Y{um\ Fimmtudagur 12. nóvember 1987 15 Kjaramalin - Erna Gunnarsdóttir: ALLIR SEM EINN Tillaga flutt á 13. þingi Verkamannasambands íslands Við lifum nú eitt mesta góðæri Islandssögunnaren samt höfum við aldrei verið skuldugri. Des- embersamningarnir bera góðær- inu slæm vitni. Þrátt fyrir mikla baráttu var ekki hægt að þoka verkafólki ofar en í 26.500 kr. á mán. Vinnuveitendur töldu að bog- inn væri spenntur til hins ítrasta, alveg útilokað að hækka launin meira, annars væri þjóðarbúið allt í voða. Verðbólga og vísitala upp og gengið fellt. Og við, auð- trúa sálir, skrifuðum undir, af ábyrgð. En hvað gerist svo? Hver þrýstihópurinn af öðrum kom fram og sótti miklarlaunahækk- anir, frá 20-50%, með hótunum og verkföllum. Ríkið samdi við sína menn. Fólkið fékk nánast það sem það fór fram á og eng- um datt í hug að nefna vísitölu og verðbólgu. Það sent vakti reiði manna var að tiltekinn hópur fólks ntarg- faldaði verkamannalaunin með 3. Sem sagt, okkur ber þrisvar sinnum hærri laun en verka- manninum. Ef þetta er ekki siðleysi, hvað er það þá? Hvernig getur ein launastétt leyft sér að meta störf annarrar á þennan hátt. Og ekki nóg með það. Hagfræðingar Verkamannasambandsins og vinnuveitenda voru helst á því að þetta væri nú allt saman gott og blessað. Svona hefði það verið í Mesópótamíu fyrir 3000 árum, sami launamismunurinn. (Hvernig í ósköpunum sem þeir vita það nú). Og þess vegna væri allt í lagi að hafa það svona áfram. Þessi rökfærsla er nú ekki nema til þess að hlæja að. Hvernig haldið þið að lífið á jörðinni væri í dag ef við værum á sama þróunar- og menningar- stigi og Mesópótar fyrir 3000 ár- um? Afmæli 30 ára verður á morgun (föstudag 13. nóvember) frú Elísabet þrifatæknir. Hún tekur á móti gestum sama dag milli kl. 7 og 8 að heimili sínu, Framsóknargötunni, Sandgerði. \fiKun \p€ÍUt - blað sem lesið er upp til agna. Að mati spekinganna hefur öll framþróun árþúsúndanna mátt fram ganga, önnur en laun verkafólks. Þau eiga að vera eins metjn gegnum þúsundir ára. Við hljótum að eiga svör við þessu í dag. Vikjum aðeins að góðærinu. Góðæri fyrir hverja? Góðærið er ekki hjá verkamanninum með 30 þús. kr. mánaðarlaunin. Og ráðamenn gera mikið úr aukn- um kaupmætti. Ekki finnur verkamaðurinn fyrir honum. Allt hefur hækkað. vörur og þjónusta. Þeir hafa aukinn kaupmátt sem háu launin hafa og þeir yfirborguðu. Ostjórn eða stjórnleysi yfir- valda gera það að verkum að er- lendir peningar í milljörðum króna hafa streymt inn í landið og valdið mikilli þenslu, sérstak- lega í þjónustugreinunum. Og nú er svo komið að frystihúsin standa hálfmönnuð eða nánast tóm víða á landinu. Enda kemur það af sjálfu sér að ef fólk getur valið um störf, fer það síðast í fiskinn. Fólk segir: Það er ekk- ert aðlaðandi við fískvinnu, nema ef það væri kaupið. Þetta verða menn að gera sér grein fyrir og ég held að það þýði ekki lengur að bjóða fískvinnsl- ufólki þessi lágu laun. Það veit að það er í góðri stöðu til þess að fara fram á góð laun. Hverjir eiga að vinna fyrir gjaldeyri þjóðarinnar, sem á að standa straum af allri lánasúp- unni, eyðslunni og óráðsíunni? Eru það ekki sjómenn og fisk- verkafólk? Flest fólk í fískinum segir: Burt með vinnuþrældóminn í fiskvinnunni. Burt með bónus- inn. En krafan er gott, mann- sæmandi tímakaup. eins og þetta fólk á skilið. Maður skal ætla að auðvelt verði að sækja umtals- verðar hækkanir nú í komandi samningum. Fiskvinnslan kaupir fiskinn á fískmörkuðun- um á ofurverði oft á tíðum. Þorskinn upp í 70 kr. kg., ýsuna yfír 100 kr. og jafnvel löngu og hlýra á 40 kr. Einnig bjóða þeir í erlent vinnuafl og borga fyrir það ferðir og uppihald. Nú þarf allt fiskvinnslufólk á landinu að sameinast um að ná sínu kaupi og kjörum upp. Við höfum ekki efni á neinu sundurlyndi um smámunina, en standa saman sem einn rnaður. Allir vita að samtakamáttur- inn er sterkasta aflið. Við sáum það í samningunum í vetur. Margar launastéttir börðu fram sínar kröfur með samstöðu. Því segi ég: Allir sem einn. Erna Gunnarsdóttir Byggöasafn Suðurnesja rii n iii ii iíi Opið á laugardögum kl. 14-16. Aörir tímar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. ÖLL EFNI TIL BÍLAMÁLUNAR Notum CENTARI gæðaefni Bílarétting Grófin 20A - Keflavik Simi 13844 SÖLUUMBOÐ Sendibílar S. 14141 &i)yU - TILBUNIR í ALLAN FLUTNING - ~ V VÍKURHUGBÚNAÐUR HEILDARLAUSN UM HELGINA Sýning á tölvum og hugbúnaði verður haldin í Víkurhugbúnaði um helgina. Laugardag 14. nóvember kl. 10.00 - 18.00 Sunnudag 15. nóvember VÍKURHUGBÚNAÐUR KYNNIR Ráð - Sölukerfi Ráð - Viðskiptamannakerfi Ráð - Lagerkerfi Ráð - Fjárhagsbókhald Ráð - Launabókhald Ráð - Víxlabókhald kl. 10.00 - 18.00 Víkurhugbúnaður mun kynna viðskiptahugbúnað fyrir stærri sem minni fyrirtæki i hvers konar verslun og iðnaði. Vikurhugbúnaður hefur gert samn- ing við tölvufyrirtæki í Reykjavík um verðlækkun á tölvum hl Suðurnesjamanna þessa helgi. Leysum vanda um helgina - lítum á heildarlausnina hjá Vikurhugbúnaði. V VÍKURHUGBÚNAÐUR Hafnamnh ■ _ Vnflouik Hafnargötu 16 - Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.