Víkurfréttir - 30.03.1988, Blaðsíða 9
\IIKUK
Menningarvakan:
Þrjár málverka-
sýningar
Nú í dymbilvikunni verða
opnaðar þrjár múlverkasýn-
ingar á Suðurnesjum í tengsl-
um við Menningarvöku Suð-
urnesja. Opna þær allar á
morgun, skírdag.
I Grunnskóla Sandgerðis
opnar málverkasýning Hall-
dóru Ottósdóttur og Þórunnar
Guðmundsdóttur kl. 14. Við
það tækifæri flytur Olafur
Gunnlaugsson, oddviti Mið-
neshrepps, ávarp og nemend-
ur úr Tónlistarskóla Miðnes-
hrepps syngja.
Asta Pálsdóttir, Erlingur
Jónsson og Halla Haralds-
dóttir standa að málverka- og
höggmyndasýningu sem
opnar sama dag kl. 15 í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja. Guð-
finnur Sigurvinsson, forseti
bæjarstjórnar Keflavíkur, flyt-
ur ávarp, nemendur frá Tón-
listarskólanum í Keflavík
flytja tónlist.
Þá opnar Sigríður Rósin-
karsdóttir málverkasýningu í
Festi í Grindavík kl. 17 en þar
standa nú yfir vordagar Bóka-
safns Grindavíkur.
Standa sýningarnar allar
yfir fram á páskadag nema
sýning þremenninganna, sem
stendur fram á kvöld annars í
páskum, og eru opnar daglega
frá kl. 14 til 22 nema í FSsem
er opin 15-22.
Breytingar á fyrirtækjum
Miðvikudagur 30. mars 1988 9
Setjum aur í dós og kveikjum með því Ijós að bjartari framtíð sjúkra og aldraðra á Suðurnesjum. i im.iihh
Setjum aur í dós
í nýlegu Lögbirtingablaði
birtust nokkrar tilkynningar
um breytingar á rekstri fyrir-
tækja á Suðurnesjum, m.a.
voru þessar fimm þreytingar:
Slitið hefur verið fyrirtæk-
inu H.B. trésmíði s.f. í Sand-
gerði, og eins fyrirtækjunum
Skjölun s.f. í Keflavík og
Nonna og Bubba s.f. í Kefla-
vík.
Þá hefur firmað Hjólbarða-
þjónustan s.f. í Keflavík verið
slitið en Bjarni Valtýsson rek-
ur hjólbarðaþjónustu að
Hafnargötu 86 sem einkafyrir-
tæki.
Þá hefur verið ákveðið að
slíta sameignarfélaginu Sveinn
og Þórhallur s.f. og hefur Þ.
Guðjónsson h.f. yfirtekið
reksturinn.
Aðildarfélög D-álmu sam-
takanna hafa að undanförnu
dreift dósum til söfnunar fjár-
muna í byggingu D-álmunnar
við Sjúkrahús Keflavíkur-
læknishéraðs. Er þess vænstað
Suðurnesjabúar taki söfnun
þessari vel eins og síðast þegar
söfnun vegna þessa góða mál-
efnis stó,ð yfír.
Er skorað á Suðurnesjabúa,
sem fengið hafa söfnunardós,
að gleyma þeim ekki bak við
gardínur eða inni í skáp, skila
þeim fremur til Sparisjóðsins
sem veitir dósum með aurum í
viðtöku.
Tækifæris-
tékkareikningur
VŒZlUNRRBfiNKINN
Við kynnum
TÆKIFÆRISTÉKKAREIKNING
VERSLUNARBANKANS
..með allt í einu hefti!
-uÍHHUn, tnei péx !
VATNSNESVEGI 14 - SÍMI 15600
Hann býður einstaklingum upp á tækifæri og
möguleika sem ekki hafa áður þekkst í einum
tékkareikningi, s.s.:
• Yfirdráttarheimild ailt að 20.000 kr.
• Ðagvexti reiknaða af stöðu reikningsins.
• Stighækkandi vexti með hækkandi
innstæðu.
• Hraðlán og Launalán afgreidd án
milligöngu bankastjóra.
• Enn hærri vexti á fasta lágmarksinnstæðu.
• Bankakort sem veitir aðgang að
Hraðbönkum.
Tækifæristékkareikningur
Ávaxtar veltufé - auðveldar lántöku!